Pressan - 26.05.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 26.05.1994, Blaðsíða 6
I eins lítilli borg og Re alla, spyrst fljótt út ef hugi. Hverjir skyldu þa annars þessi afburðaelskhugi? Við spurðum fjölda kvenna og urðum margs vísari. Pegar heim kom spurði hún mig hvort ég vildi ekki koma upp og sjá börnin sín og þiggja eitt glas að skilnaði. Ég var til í það og einhvern veginn endaði þetta nú í ástríðufullum faðmlög- um í bólinu. Á eftir brast hún í grát og hágrét alveg. Ég varð alveg log- andi smeykur og hélt að ég hefði flækst í einhvern skrattann. En þá stundi hún því upp að hún gréti bara af sælu. Hún hefði aldrei feng- ið kynferðislega fullnægingu fyrr. Hún var búin að vera gift einhverj- um velefnuðum skipstjóra í líklega ein tíu ár og aldrei haft mök við annan mann fyrr, og aldrei vitað meira um fullnægingu en það sem hún las í bókum.“ Þessi tilvitnun er úr bókinni „Þá læt ég slag standa“, ævisögu heims- hornaflakkarans Lofts Einarssonar, sem Magnús Bjarnfreðsson skráði. Ekki er erfitt að ímynda sér svipinn á Lofti þegar hann fékk þetta hól. Að vera góður elskhugi er eitt mesta hrós sem nokkur karlmaður getur fengið. Mönnum finnst þeir alls megnugir, bara ef þeir standa sig vel í rúminu. Sömuleiðis er það ekkert smáræðis áfall ef þeim „hlekkist á“. Þá er karlmennsku- ímyndin að veði og sjálfstraustið sært svöðusári. Fæstir standa sig þó vel með hverri sem er. Að vera „æðislegur í rúmi“ er afstætt, því það passa ekki allir saman. Pörun er flókið púslu- spil. Karlmaður getur verið fínn með einni konu en slæmur með annarri. Svo þurfa aðrir vissan að- lögunartíma til að venjast konunni sem þeir eru með. Þeir geta verið slappir fyrst en tekið svo undra- verðum framförum. Þetta þýðir þó ekki að allir verði frábærir bólfélagar með æfingunni. Það er ekki hægt að búa til silki- poka úr svínseyra eins og máltækið segir. Markaðurinn... Einu umfjöllunina sem vitað er til að birst hafi á prenti um íslenska elskhuga er að finna í samnefndri bók eftir Jóhönnu Sveinsdóttur sem kom út árið 1985. Þar lýsa átj- án nafnlausir karlmenn á aldrinum 20 til 75 ára úr öllum stéttum þjóð- félagsins ástum sínum, kynlífi, konunni og karlmennskunni. Var megintilgangur bókarinnar að vekja einlægar umræður um ástir og tilfinningar karla, eða eins og segir aftan á bókinni „...efni sem íslenskir karlmenn ræða sjaldan ódrukknir nema í tvíræðni og hálf- kæringi“. Líklegt verður þó að telj- ast að karlmennirnir hafi gerst eitt- hvað „opinskárri og einlægari“ á þeim áratug sem liðinn er síðan bókin kom út, enda ber jú allt að sama brunni. Ólíkt karlmönnum ræðir kven- fólk oft frammistöðu elskhuga sinna sín á milli og hefúr sérstak- lega gaman af. Þetta á einkum við skipti þær reglulega um elskhuga. Af þessum ástæðum fféttist eðli- lega oft kvenna á milli hverjir þykja betri en aðrir — og væntanlega hverjir ekki. Hið síðarnefnda er þó satt best að segja mun umfangs- minna umræðuefni. Af einhverj- um ástæðum muna konur miklu ffernur eftir þeim góðu en þeim slæmu. í lauslegri könnun sem PRESS- AN gerði meðal dágóðs hóps ís- lenskra kvenna á aldrinum 18 til 40 ára — sem allar eiga það sameigin- legt að hafa verið á „markaðnum" í lengri eða skemmri tíma á undan- fömum áratug — á því hvað gerði karlmenn að góðum elskhugum og hverjir það væm kom margt at- hyglisvert ffam. Eins og gefur að skilja var ekki farið ffam á ná- kvæmar útlistanir á ffammistöðu hvers og eins. Ennffemur fannst okkur ekki við hæfi að birta nöfn harðgiftra karlmanna til margra ára þótt nokkrir slíkir væm nefnd- ir. Vel má hins vegar vera að ein- hveijir á listanum séu komnir á fast og hafi verið það um tíma, en allir hafa þeir líka um lengri eða skemmri tíma leikið lausum hala. Hvað gerir karlmenn ómót- stæðilega? Útskýringar kvennanna á því hvað sé góður elskhugi eru flestar almenns eðlis. Ekki er einvörðungu átt við elskhuga í merkingunni ból- félagi, enda þurfa góðir elskhugar að hafa margt annað og meira til brunns að bera en bólfimina eina saman. Samkvæmt könnun okkar hefur forleikurinn í víðasta skiln- ingi þess orðs hvað mest að segja, þ.e.a.s hvernig elskhugarnir bera sig að; hvernig þeir veiða, hvaða orð eru sögð, hvernig þau eru sögð, líkamstjáningin og fleira til, eða með hvaða hætti þeim tekst að virkja þessa merku kyntöfra al- mennt. Það þarf því, eins og gefúr að skilja, töluvert til að teljast góð- ur elskhugi. Konurnar voru almennt sam- mála um að karlmenn sem teljast miklir sjarmörar væru off góðir elskhugar. Það er einmitt vegna sjarmans sem þeir hafa átt auð- veldara með að afla sér reynslu. En hver er grunnurinn, hvað gerir þá svona ómótstæðilega? Margar telja meðfædda eiginleika verða að vera til staðar ef vel eigi að vera. Þar skipti sköpunargáfan hvað mestu máli. Listamenn þykja oft kynæs- andi, e.t.v. vegna þess að þeir eru taldir óþvingaðir og nýjungagjarn- ir. Þetta nýtist þeim í rúminu og verður kynlíf með svoleiðis manni seint leiðinlegt. Karlmaður verður líka að vera ástríðufullur; ef hann er hrifnæmur og býr yfir lifandi áhuga á lífinu almennt er hann fullur hrifningar í samskiptum sín- um við konur. Svo er hann auðvit- að ánægður með lífið í kring og er því yfirleitt öruggur með sig. Það er einmitt sjálfstraustið sem konum finnst m.a. æsandi við karl- menn. Sá hefúr kyntöfra sem er sáttur við sjálfan sig og viss um karlmennsku sína. Hann þarf ekk- ert að vera að monta sig til að sanna eitthvað fýrir sjálfúm sér og öðrum. Fleira hefur verið tínt til, eins og fjölbreytt áhugamál, mikil greind, samræðuhæfileikar, húmor og það sem meira er; góðir kokkar eru að sækja í sig veðrið. Sumar segja að húmorinn sé kannski það mikilvægasta. Karlmaður sem get- ur komið konu til að hlæja hefur góða möguleika á að heiíla hana upp úr skónum. Margar konur segja að augun skipti miklu máli og sömuleiðis lyktin. Ef augnaráð karlmannsins er flöktandi og hann á erfitt með að horfa í augun á konunni sem hann er að reyna að tæla, þá býr hann ekki yfir miklu sjálfstrausti. Það skynjar hún og missir fljótt áhugann. Og ef lyktin af honum er vond er málið vonlaust. „Forleikurinn að ópum næt- urinnar...“ Konurnar sem við ræddum við voru sammála um að reynslan skipti miklu máli í vel heppnuðu kynlífi. Það verður að kunna til verka og þekkja konur almennt. „En því miður finnst mörgum karlmönnum ámóta erfitt að finna snípinn og nál í heystakki. Svo gæla þeir við bijóst eins og verið væri að hnoða deig eða þæfa vettlinga eða þá að þeir hreinlega glefsa í þau!“ sagði ein nokkuð reynd. Hún bætti við að þetta mætti laga en þá skipti öllu máli að geta talað saman. Því miður væru margar konur svo þvingaðar og bældar að þær gætu ekki sagt elskhuga sínum hvað am- aði að. Ein af viðmælendum okkar sagðist hafa verið í ástarsambandi með manni sem var hreint herfi- legur í rúminu. Samt vildi hún halda í hann því hún bar til hans djúpar tilfinningar. Hún sagði þó ekkert því þá hélt hún að hún myndi bara særa hann. í staðinn lék hún hlutverk hinnar fullnægðu konu og stundi eins og stunginn grís í rúminu. En á endanum fékk hún nóg og hreytti út úr sér: „Ég skal segja þér, ÓÍi minn, að það er til nokkuð sem heitir forleikur!" Þar með var ísinn brotinn; þau fóru að geta talað saman og málið leystist farsællega. Forleikurinn er eitt af því sem ís- lenskar konur kvarta hvað oftast yfir að þær fái ekki nóg af. Ekki má gleyma því að karlmenn æsast yfir- leitt mun hraðar og eiga auðveld- ara með að fá fullnægingu. Þess vegna verður að veita konunni sælu áður en karlmaðurinn væntir nokkurs fýrir sjálfan sig. Dömurn- ar fýrst og svínin svo á ekki síst við í rúminu. Úthald, næmi og samræður Úthaldið hefúr einnig verið nefnt. f samtölum okkar við konur fuku nokkrar athugasemdir þar um þótt ekki væri lögð á það áhersla, athugasemdir eins og „Maðurinn virðist geta haldið áfram endalaust. Getur nokkur kona beðið um rneira?" Eða þá „Hann hefúr rosaúthald, það er gaman að eyða heilli helgi með honum“. Enn annar fékk „Hann kann allt og getur haldið áffarn um alla eilífð“... Það má því fullyrða að sá elsk- hugi sé hörmulegur sem fær það á svipstundu. Úthaldið segir þó ekki alla söguna, því ónefndur elskhugi hlaut hvorki meira né minna en titilinn „besti sjortarinn í bænum“. Sumir sjóast í „kyn-lífsins ólgu- sjó“ og geta það alltaf lengur og lengur, segja sérffæðingarnir. Aðrir eru vita vonlausir, hvað svo sem þeir reyna. Líka eru til „undrabörn í rúminu“, eins og ein orðaði það, en það eru ffábærir elskhugar strax ffá byrjun. Það eru því ekki allir jafiiir fyrir ástarguðinum. En það er ekki nóg að hafa út- hald. Konurnar voru líka flestar sammála um að karlmaðurinn yrði að vera næmur á konuna sem hann er með, hann þyrffi að finna hvað það væri sem hún vildi. Það er nefnilega ekki nóg að hann fari í rúmið bara fýrir sjálfan sig; hann verður líka að geta veitt konunni unað. Svo er auðvitað ekki nóg að vera bara einhver hjakkari sem allt getur en ekkert segir. „Orð geta nefnilega verið meira örvandi en nokkuð annað. Það veltur á næmi karl- mannsins að skynja hvað það er sem kveikir í manni,“ sagði ein næturdrottninganna, sem enn er á markaðnum. Stundum er það eitt- hvað rómantískt eins og „Amore mia! Presto, presto!“ en svo eru aðrar konur sem fíla eitthvað klúrt og dónalegt. Þá leikur enginn vafi á því að hugmyndaflug og afslöppun eru mikilvæg í kynlífi. Karlmenn sem eru „ekki í lagi“ teljast oft fremur lélegir í rúmi, sem er þó aldeilis ekki algilt. Þar koma m.a. til kynferðisvandamál eins og getuleysi og bráðasáðlát, sem skap- ast off af streitu, en líka getur þunglyndi verið sökudólgurinn. M.ö.o. þarf þunglyndi ekki alltaf að birtast sem einhver skeifa og dap- urlegt lífsviðhorf. Stundum eru einkennin þvert á móti endalaust stress og æsingur út af öllum sköp- uðum hlutum. En allt á sér aðrar hliðar, því á hinn bóginn getur þunglyndi líka gert það að verkum að karlmenn séu næmari (og kon- ur auðvitað líka) en ella. En sömuleiðis eru margar konur þreyttar á öllum áhyggjunum sem menn hafa yfir því hvort konan hafi fengið fúllnægingu eða ekki. Eins og áður sagði eiga konur oft í mesta basli með einmitt þetta. Kona nokkur sagði að maðurinn sinn ætti það til að hrifsa í sig þegar hann hefði lokið sér af og spyrja titrandi röddu: „Ertu búin að fá það?“ „Ertubúinaðfáþaðertubúin- aðfáþað?" Slíkir menn leggja mikið á konumar sem þeir eru með. Þeim fer að finnast þær eiga að fá fúllnægingu, en einmitt þess vegna verður það óyfirstíganlega erfitt. „Að hafa ímyndunarafl skiptir miklu máli. Ekkert er eins æsandi og að „fantasera“ saman eða prófa eitthvað nýtt.“ Sumir em þó ragir við þetta. Éólk heldur að ef það op- inberi leyndustu kynóra sína haldi hinn aðilinn að það sé eitthvað af- brigðilegt og „sikk“. Þá er bara að muna að dagdraumar, erótískir og annars konar, em ekki raunveru- leikinn. Mönnum getur fundist spennandi að ímynda sér eitthvað ákveðið, þótt þeim dytti aldrei í hug að gera það í alvörunni. Einnig þarf ekki að óttast að festast í ein- hverjum perralegum ímyndunum ef maður hefur nógu mikið hug- myndaflug. Eftir kynmök Það versta sem nokkur karlmað- ur getur gert er að leggjast á hliðina eftir að hafa lokið sér af og fara að sofa. Þarna liggur hún, móð og másandi, en frá honum heyrist „- hrorrrr...“ Fyrir flestar kvennanna er nefúilega tíminn strax á eftir það mikilvægasta. Þessar fáu mínútur geta lyfi góðu kynlífi í æðra veldi, eða eyðilagt annars frábæran ástarfund. Konurnar sem við töl- uðum við leggja neínilega almennt mikið upp úr blíðuhótum sem ljúfum eftirleik, annars er eins og allt hitt hafi ekki mikla þýðingu. Svo er kannski álíka slæmt að „- brjóta allt til mergjar" eftir mökin. Óþolandi eru menn sem segja: „Hm, jú, þegar þú gerðir þetta þá leið mér einmitt svona, og ef þú gætir næst gert aðeins meira af þessu sama, þá væri það frábært — en þó aðeins lengra til vinstri.“ Guðrún Kristjánsdóttir og fleiri 6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 26. MAÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.