Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 1
1944 Sunnudaginn 5. marz 9. blaö JÓNAS GUÐMUNDSSON: EVROPU-BYLTING1944 Hinn 21. febrúar 1943 skrif- aði eg grein i SunnudagsblaS Vísis, sem eg nefndi „Spádóm- ar um árið 1913“. Eg varð þess var, að sú grein vakti nokkura atliygli hjá almenningi og sið- an hafa margir sagt mér að þá fýsti að heyra meira um þessi mál. Nú í kringum áramótin bafa ýmsir nútíma „spámenn“ bernaðarþjóðanna gerzt til þess að spá nokkuð um árið 1944. Flestir eða allir liafa lát- ið i ljós þá slcoðun, að nú mundi „stríðinu ljúka“ á þessu ári, en slíkar spár liafa verið uppi öll árin síðan ófriðurinn liófst að nýju 1939, svo að á þeim ér lítið mark takandi. Þar „mæla börn sem vilja“. Sá maðurinn, sem oftast hefir farið nærri um merkilegar breytingar í yfir- standandi ófriði, er forsætisráð- herra Suður-Afríku, Smuts hershöfðingi. Ilann lét nú svo um mælt öðru hvoru megin við áramótin, að vera mætti að Hitler vrði sigraður á þessu ári, „ef allir gerðu skyldu sína“ bæði á vigvöllunum og heima- vigstöðvunum, en það yrði þó þó aldrei „fyrr en undir jól 1944“. Eins og menn sjá, orðar Smuts hershöfðingi spádóm sinn þannig, að „Hitler verði sigraður“ því það er í raun og veru sitt hvað, að „stríðinu ljúki“ og að „Hitler verði sigr- aður“. Tel eg rétt að vekja athygli á þessum ummælum hershöfð- ingjans vegna þess er siðar verður sagt i grein þessari. 1 Vísisgrein minni 21. febrú- ar 1943 tilfærði eg ummæli eftir Adarn Rutherford úr grein 'er hanh skrifaði i mánaðarrít sitt ..PATamidology“ i nóvem- •• 1 ’P h-r sr'm þvi er haldið fram, að eftir 22. april 1943 mundi stríðið taka stþrfelldri þreytingu. Orðrétt voru þessi ummæli hans þannig: „Samkvæmt mælingunum kemur í ljós, að hið nákvæma tímatakmark er hinn 22. apríl 1943“--------„Við megurn því búast við því, að mjög sterk guðleg áhrif taki að verka um það leyti, er valda muni tíma- mótum bæði í andlegum og veraldlegum efnum og skilningi þessara þjóða á uppruna sínum. En það er ekki unnt að sjá hvort sú lausn, sem kemur, verður með snöggum hætti eða hefst þá og kemur svo smám saman eftir 22. apríl 1943.“ Hinn 6. júní skrifaði eg aftur grein í Sunnudagsbl. Vísis og benti þá á hve vel þessi spá hefði rætzt. Mig brast þá að sjálfsögðu aðstöðu til að benda á ýmislegt þessu til frekari sönnunar, sem þá var, tímans vegna m. a„ ekki hægt að vita. Tel eg því rétt að setja hér í lauslegri þýðingu það, sem Adam Rutherford sjálfur færir fram fyrir því að spádómur hans um 22. apríl 1943 hafi rætzt, þvi mér er ekki kunnugt um, að þóð hafi áður verið gert, enda nauðsynlegt að rifja þetta atriði vel upp vegna þess er síðar segir i grein þess- ari. f desemberhefti mánaðarrits síns 1943 farast honum svo orð: „Eins og lesendur muna, spáði eg þvi 1942 að 22. april 1943 mundi marka tímamót er greini- lega sýndu byrjun á æðri vernd Bretíandi og Bandaríkjunum til handa. Þeii* sem hlevnidóma- laúst vilja á málin h’ta, geta hæglega séð hversu greinilegt er að þær spár hafa rætzt. Lítum á nokkrar staðreynd- ír: 1 1 nntfí ffmrnrffrir) anríl 1943 brinrrdu kírkiu- khikkýr Brettands i fvrsta sinpi sjðan ófriðurinn þófst (sam* kvæmt fyrirskipun er gefin hafði verið þrem dögum áður). í ófriðarbyrjun var bann lagt við að hringja kirkjuklukkum landsins nema ef Þjóðverjar gerðu innrás i landið. Það virtist því svo, sem um það gæti ekki orðið að ræða að bann- inu við að hringja kirkjuklukk- um Bretlands yrði aflétt fyrr en i ófriðarlok. En ]jað varð á ann- an veg. Föstudeginum langa — 23. april 1943 — var heilsað með klukknahringingum og það táknaði jafnframt, að innrásar- liættan var orðin fjarlæg og þjóðin svo örugg og óttalaus og fullviss um sigur, að banninu var aflétt. Þessi atburður var eitt greinilegasta táknið um vissu þjóðarinnar fjTÍr þvi að sigurinn væri i nánd. 2. í þessari sömu viku hófst úrslitaorustan um Túnis. Gene- ral Eisenhower lýsti þvi yfir i ávarpi til hersins að baráttan mundi verða löng og hörð, en hersveitir óvinanna gáfust . skyndilega upp, og yfirráðum nazista var þar með lokið í Afriku. General Smuts, for- sætisráðherra Suður-Afriku, kallaði þennan atburð „bvrjun- ina á endinum“. 3. Fyrir 22. apríl varaði brezka stjórnin við hinni auknu kafbátahættu Þjóðvferia og taldi að búast mætti við miklu meira skipatjóni næstu mánuði en verið héfði, sérstaklega vegna þess að hinar björtu löngu næt- ur á norðurleiðinni væru hent- ugar kafhátunum. En það gagn- sfæða hefir gerst. AJdrei í sögu stríðsins hefir tjónið af völdum kafbáta verið miana en þá mán- uði sem liðnir eru síðan 22. anrll. Siðustu dasar anrilmán- pð^r hvddu þvl einuis glör- hrevling á ..orustunni um Atlantshafið“ Bretum í vil. 1í I??? yar álmennf óttas] j apríl 1943 að í væntanlegri sum- arsókn, sem Þjóðverjar höfðu boðað, mundu þeir vinna aftur það sem Rússum hafði tekist að endurheimta af landi sínu vet- urinn 1942—43, og studdist þessi ótti við þá staðreynd að Þjóðverjar liöfðu áður alltaf verið í sókn í Rússlandi á sumrin. En það gagnstæða gerð- ist einnig hér. 1 stað sumar- sóknar Þjóðverja voru það Rússar sem nú í fyrsta sinni hófu sumarsókn með þeim af- leiðingum fyrir Þjóðverja sem nú eru kunnar. 5. I styrjöldinni við Japan hefir einnig sú breyting á orðið, að í stað undanhalds og marg- háttaðs óláns árið 1942 er nú komin þar sókn af hálfu Banda- rikja- og Ástralíumanna bæði á einstökum stöðum og almennt á Kyrrahafssvæðinu. Spádómar Pýramídans mikla varðandi árið 1943 liafa því rætzt og það raunar miklu dásamlegar og betur en hægt var að gera sér grein fyrir í byrjun“. Út af 3. lið i þessum ummæl- um Rutherfords er gaman að vekja athygli á opinberri til- kynningu, sem gefin var út af þeim Roosevelt Bandaríkjafor- seta og Churchill forsætisráð- herra Breta i byrjun ársins 1944, og m. a. var birt i „Vísi“ 12. jan. s. 1. Þar segir: „Á síðasta ári sökktu Þjóð- verjar aðeins tveim fimmtu þess skipastóls, sem þeir sökktu árið 1942. En skipatjónið var ekki jafn- mikið alla f jórðunga síðasta árs, því að það fór jafnt og þétt minnkandi. Fyrsta arsf jórðung- inn sökktu Þjóðverjar 47% þess skipastóls, sem þe’r sökktu allt árið, næsta fjórðung 27% og næstu tvo því, sem þá er ótalið, 26%.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.