Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Þjóðverjar liafa sprengt upp járnbrautir á Italíu með 10 metra millibili, til þess að tefja fyrir bandamönnum á eftirförinni. Myndin sýnir ameríska hermenn vera að gera við járnbraut á vesturströndinni. , nando Cortes. Honum leizt illa á blikuna, og hafði fulla ástæðu til þess, þvi að Cortes hafði tvennt í huga í Mexicoherferð- inni. Hann vildi snúa Aztekum til réttrar trúar og ræna gullinu. Sálarlíf hans var einkennilega tvískipt, svo að guðliræðsla hans vóg salt við ágirndina og hall- aðist þar ekkert á. Er bann var spurður um ástæðurnar fyrir græðginni í gull og gersemar Montezuma konungs, svaraði hann: „Við Spánverjar þjáumst af hjartasjúkdómi, sem gullið eitt getur læknað.“ Montezuma reyndi hvað eftir annað að kaupa hann af sér, þeg- ar hann heyrði um þessa gull- græðgi lians, en allt kom fyrir ekki. Gjafirnar urðu dýrari og fegurri, eftir þvi sem Cortes nálgaðist borgina meira og meira, en það varð aðeins til að auka og magna ágirnd hans eft- ir öðrum auðæfum Montezuma. Konungur bað hann hvað eftir annað að fara úr landi . með góðu, en allt kom fyrir ekki. Cortes gat ekki hugsað til að snúa aftur, eftir að liafa séð hið glitrandi sýnishorn af auðæfum Aztekanna. Hann á- kvað að komast yfir auðæfi konungsins með góðu eða illu. Kvaðst hann þurfa að fara til fundar við Montezuma og þakka honum persónulega fyrir allar gjafirnar. Hinn óboðni gestur hbfði neitað að fara. Quetzalcoatl- spádómurinn hafði ræzt. Cortes hélt liði sinu til borg- arinnar eftir Cholulo dalnum og fram hjá fjöllunum, sem um- lykja Mexicoborg. Og nú breytti Montezuma um aðferð. Hann liætti við að biðja hann að fara í burtu, en tólc í þess stað að örfa hann upp í að hraða sér sem mest. Þégar Cortes átti skammt ó- farið, sendi Montezuma sendi- boða á hans fund, til að visa honum veginn til borgarinnar. Þegar þeir fóru yfir brúna, sem tengir Mexicoborg við megin- landið, hafði stór hópur manna safnazt saman og horfði fullur undrunar á hina hvítu guði. Hvaða örlög mundu þeir færa íbúum Tenoctitlan? Þeir fengu brátt að kynnast þvi. Montezuma kemur nú sjálfur tíl að bjóða Cortes vel- kominú við borgarliliðin. Hann er klæddur fegursta kontmgs- skrúða og situr í skrautlegum burðarstól, sem tignustu aðals- menn bera á herðum sér. Að baki þeirra ganga þeir aðals- menn, sem halda á gullstöfum og í kjölfar þeirra fýJöir grúi hirðmanna. Montezuma heilsar Cortesi vel og virðulega. Hann flytur honum dýrindis gjafir og hýð- ur hann velkominn í land Az- tekanna. Síðan fylgir konungur hinum óvelkonma gesti lil hall- ar skamnit frá konungshöll Montezuma og segir: „Þér eruð hér gestur og heima hjá yður. Hvilist nú og nærist í návist minni.“ Hann hýst síðan til hrottferð- ar með bros á vör, en þungt um hjarta. Um sólarlag minntist Cortes innreiðar sinnar í Mexicohorg með drunandi fallbyssukothríð. Montezuma varð skelfingu lost- inn. Þetta var rödd hins nýja guðs. Strax daginn eftir fór Cortes að reyna að fá konung til að varpa trú sinni og gerast krist- inn, en það bar engan árangur. Montezuma hélt fast við trú feðra sinna til síðustu stundar og vildi fyrir enga muni varpa þeim hollvættum fyrir borð, sem höfðu reynst honum og Aztekunum trúir og traustir, liöfðu fært þjóðinni farsæld og velmegun öld eftir öld. Cortes bað þá um leyfi til að fara upp í hofið mikla, og fékk hann leyfi til þess. Hann gekk einn og óstuddur upp hinar eitt hundrað og fjöru- tiu tröppur, sem lágu upp á þak hofsins. Fyrir neðan lá borgin milda. Fjöldi hvitra og skínandi halla glitruðu eins og silfur undir hitabeltissólinni. í f jarska sást á turnana á hofum í öðr- um borgum í Mexico og yfir það gnæfðu eins og ti’öll bæði markafjöll landsins — Eldfjall- ið með mökkinn og risakona þess. Augu hans leiftruðu af ágirnd og þrá til að leggja þetta blómlega land að fótum Spán- arkonungs. Nýtt land fyrir Spán, nýjan auð í eigin vasa og nýja trú fyrir Aztekana. Cortes hafði tekizt að magna uppreisnarhreyfingu í löndum Montezuma og hafði fengið nokkur þúsund Indíána í lið með sér, þegar hér var komið sögu. Hann tók nú að færa sig upp á skaftið, og einn morgun um sólarupprás kom hann óviðbú- ið i höll konungs og tók hann fastan Undir þvi yfirskini, að nokkurir Spánverjar hefðú Verið telcnir af lífi í skattlönd- um konupgs og að undirlagi hans. Var konungur hafður í haldi i aðalbækistöðvum Cort- es og átti að geyma hann þar unz búið væri að rannsaka mál- ið. laust að hafa gefið út nokkurar tilskipanir um að drepa Spán- verja og lét hirðmenn sína fara og handtaka landstjórann, sem talinn var eiga sök á ])vi. Spán- verjar neyddu landstjórann til að játa, að konungur hefði stað- ið á bak við sig. Tóku þeir siðan landstjórann af lífi, en lögðu konung í hleklci. Cortes ætlaði sér að ræna valdinu smátt og smátt af kon- ungi, ætlaði að lofa honum að drekka hinn sára bikar niður- lægingarinnar í botn á löngum tíma. Hann tók þvi að gefa Montezuma dálitið meira frelsi aftur. Hann levfði honum jafn- vel að fást við stjórn rikisins, en ávallt undir vakandi auga Spánverjanna. Hann mátti ekki við þvi, að ganga of langt, því að Aztekar voru honum langt- um fjölmennari og gátu orðið skeinuhættir, ef þeir hæfu sam- eiginlega baráttu gegn böðlum sínum. Montezuma vonaði, að eitthvert kraftaverk gerðist, sem gæti bjargað honum og löndum hans úr þessum heljar- viðium, sem Spánvei'jar höfðu búið þeim. En kraftaverkið kom aldrei. Daglega fóru að koma fréttir af hryðjuverkum hvítra manna gegn ibúunum og ofsóknum gegn trúarbrögðum þeirra. Goðin voru tekin sumstaðar og þeim varnað á bálið. En þó kevrði um þverbak, þegar Cortes ætlaði að fara að innleiða kristna trú í musterið í Mexicoborg. Montezuma var- aði bann við bvi. en Cortes lét bað sem vind um evrun þióta. Hann lét setia unp altari í hof- inu og þá brauzt unnreisnin loks lit. Aztel-or eátil hrdn^ hverskonar móðganír n« kúg- un gegn siálfum sér. Þeir gáti’ þolað að konungur þeirra væri æfintýramanni. En þeir gátu ekki fellt sig við, að guðir þeiri-a væru svívirtir og móðgaðir. Uppreisnin logaði um allt land- ið. Spánverjar voru drepnir livar sem í þá náðist og brátl settust uppreistarmenn um að- albækistöðvar Cortes. Brátt safnaðist múgur og margmenni úti fyrir virkinu og heimtaði konung sinn fram- seldan tafarlaust. Þá allt i einu gekk Montezuma fram á vii’kis- vegginn í fullum konungsskrúða og með veldissprota i hendi. Hann bað menn að fara í fi'iði og lifa í sátt og samlyndi \dð lxina hvílu menn. „Engan frið fyrir hvíta menn,“ heyi'ðist hrópað utan úr mannþrönginni. „Við höfum svarið þess dýi'an eið, að drepa þá alla.“ „Drepið mig þá fyrst,“ kall- aði konungur og svipti klæðinu fi’á brjóstinu. „Vel mælt,“ sagði einn Aztekahei'maðurinn. „Betri er skjótur dauði, en að lifa við skömm.“ Brátt stefndi að honum örfa- drífa og grjótkast. Hann í'iðaði við og féll loks inn fyrir virkis- garðinn. Montezuma var fluttur til bú- staðar síns í virkinu. Sárin voru ekki hættuleg, en lífsþráin var horfin. Hann vildi enga læknis- hjálp þiggja af hinum spönsku fangavörðum sínurh, reif af sér sárabindin og snéri sér til veggjar. Þegar hann dó,fékkþað jafnvel mjög á spænsku hex'- mennina. Þeim liafði fallið prýðilega við þennan hægláta en heillum hoi’fna einvaldskonung. Órælctað hveiti vex hvergi í heiminum. ★ Á miðöldunum voru kettir æv- inlega liafðir i klausiriun. Moatezuma neitgði afdráttar- hafður 1 haldi af útlendum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.