Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 3
VlSffi sunnudagsblab 3 verið stöðvuð. „Nýskipan“ hans hefir þegar sýnt sig að leiða til meiri kúgunar og meira andlegs ófrelsis en áður er þekkt i sögu mannkynsins. Öryggisleysið um líf manna og eignir er nú orðið meira en það var á víkingaöld- inni og þjóðflutningatímunum eða þegar allra verst var ástand- ið í Evrópu. En af þessari síðustu upp- reisnartilraun Aría — Þjóðverja leiðir nýja byltingu i Evrópu og það er hún sem hófst í fyrravor og nú stendur yfir. Að Evrópu- byltingunni lokinni, þar sem naz- ismanum verður útrýmt, hefst svo síðasti þáttur hinnar miklu heimsbyltingar, er útrýmir bæði kapítalisma og kommúnisma af jörðunni og neyðir hið villuráf- andi- mannkyn til þess að taka upp þá skipulagshætti og sam- búð, sem leiðir til sannra fram- fara, bæði í andlegum og verald- legum efnum. Menn eru nú smátt og smátt að koma auga á hinar nýju leiðir, en það er lengi verið áð losa sig við „gamlar syndir“, og margir eru þeir, sem sjá eftir aðstöðu sinni og völd- um i þeim ranglætisþjóðfélög- um, sem við þekkjum, og því halda til hinztu stundar dauða- haldi í kúgunai’yfirráð sín og annarra. En ekkert mun til duga. jfleimsskipulag vort, sem nú er klofnað í þrent — kapitalisma, kommúnisma og nazisma — er að liða undir lok og nýtt skipu- lag, áður óþekkt í sögu mann- kynsins, er að fæðast. Ein af mörgum „fæðingarhríðum“ þess, er Evrópubyltingin, sem sópar burtu öllum nazista- og fasistaleiðtogum, smáum sem stórum, og rífur niður allt það, sem þeir hafa hlaðið upp sér til varnar. Og það mun verða gert á þessu ári — árinu 1944. ★ Þessu geta allir spáð nú vegna þess hversu nálægt er komið. En hver gat um þetta sagt löngu fyrir 1940? Þá höfðu spádóms- þýðendur og pýramídafræðing- ar sagt þetta fyrir. Að vísu ekki nákvæmlega hvað mundi ger- ast, heldur hilt, að á þessu tíma- bili mundu fara fram í Evrópu stórfelld átök í sambandi við skipulagsbreytingar hjá ríkjum og þjóðum. Eg hefi, í bók sem nú er að koma út, rakið þessa spádóma miklu nánar og geta þeir, sem vilja kynnast þessu betur, lesið um það þar. Árið 1944 verður því eitt merkilegasta ár í sögunni, sem markar viss tímamót, sérstak- lega í sögu Evrópu. Það mun. einnig verða merkilegt ár í okk- ar eigin litlu íslendingasögu. Á því ári munum við snúa við á ógæfubrautinni, en þó Varla fyrr en okkur hefir verið sýnt svo rækilega í tvo heimana, að við skiljum til fulls á hve hættulegri leið við hingað til höfum verið. ★ Að lokum skal þá i fáum orð- um bent á hverju búast má við á þessu ári: Evrópubyltingin, sem hófst 25. júlí 1943, mun halda áfram og magnast með hverri viku sem líður. Mussolíni, fyrsti einræðisherra fasimans, er þeg- ar fallinn og á næstu mánuðum mun byltingarástand skapast í flest öllum ríkjum meginlands Evrópu öðrum en Rússlandi, en Rússland mun styðja að þvi, að sovét-skipulag verði upp tekið i öllum þeim ríkjum, sem það telur sér ávinning vegna heimsyfirráðastefnu sinnar að fá í samband við sig. Árásir bandamanna að sunnan og vest- an á hendur Möndulveldunum munu fara síharðnandi svo og loftárásirnar á Þýzkaland og þegar þeir hafa náð svipaðri fót- festu i Dpnmörku, Frakklandi og Hollandi og þeir nú hafa á Ítalíu, mun þýzka rikið byrja að hrynja saman. Eftir 7. júni — eða í júnímánuði nú í sumar — munu fyrstu einkenni þess liruns, sem verður þar, fara að koma í ljós og upplausnin og byltingin mun síðan velta áfram óstöðvandi þar til 5. nóvember 1944 að hún stöðvast — a. m. k. í bili. Margir merkisatburðir munu gerast fyrir 7. júní, sem oss hér og víðar munu þykja merkileg- ir en þeir munu ekki valda hruni Þýzkalands. Enginn getur nú sagt fyrir hvað það verður, sem veldur þvi, en það mun sjást strax eftir 7. júní 1944. Veitið því nú athygli hversu þetta gengur eftir. A. E. Housman: Tweir vinir Valtur veraldar-auður. Vinirnir skrátSir letri: Annar útaf-dauður. — Ekki er Hinn betri: Annar éndi-langur orpinn jartSar-sinu. — Hinn er sálar-svangur sitjandi i tugthúsinu. (A. Shropshire Lad.) Skuggi þýddi. I spítalanum Eftir Óskar Þórdarson frá Haga. Klukkan er fjögur að morgni. spitalann, þar sem hinir sjúku, Það er hljótt í sjúkrastofunni, þar sem sex menn liggja i drif- hvitum rúmum. Yfir dyrunum hangir mynd af frelsaranum á krossinum. Sólin er komin upp og skín skálialt á gluggann. Það er vor. Eg get ekki sofið, ekki vegna þess að eg sé þjáður. Nei, nú er eg næstum albata og læknirinn sagði að í dag mælti eg fara heim. Eg er í rauninni feginn, að hafa sloppið lifandi úr þess- um liildarleik, þar sem líf og dauði tefla um úrslitin í hk- ama manns. Þegar eg var fluttur hingað inn, fyrir rúmlega þrem mán- uðum, meðvitundarlaus og illa til reika, var mér ekki hugað líf. En dauðinn liafði mikið að sigra, lífsþrá mín var sterlc og líkami minn óvenju hraust- byggður. Eg gekk sigrandi af hólmi að þessu sinni. En eg fann ekki til þeirrar gleði, sem eðlileg væri hjá æskumanni, sem sér fegurð lifsins hrosa við sér. Þegar eg hvarf frá starfi minu, vegna hinna óvið- ráðanlegu orsaka, svaf náttúr- an dauðasvefni vetrarríkisins,nú er endurvakningin hyrjuð; mátt-. ur vorsins kallar allt líf til starfs. Hvililíur munur að lifa nú; þrjá langa mánuði hefi eg legið í þessari stofu. Fyrst var bilið milli lífs og dauða svo örmjótt, vanmáttur minn svo mikill, að mig skipti það engu hvort eg lifði eða dó. En siðan breyttist þetta, ekki smám saman, held- ur allt i einu. Og hvernig stóð á þvi? Einn morgun vaknaði eg eft- ir draumlausa nótt. Það var hljótt í stofunni, eins og nú. í rúminu andspænis mér lá ung- ur maður. Andlit hans, fölt og tært, snéri á móti mér. Það var ekki sérlega fritt andlit, en það var mótað af þjáningum. Þessi ungi maður var búinn að liggja rúmfastur í þrjú ár. Nú svaf hann. En þær voru ekki marg- ar næturnar, sem honuní var svefns auðið. Oftast mókti hann og stundi þungt, við og við. t þrjú ár liafði hann þjáðst, stundum voðalega. En það var áreiðanlegt, að hann svaf núna. Engum nema honum sjálf- um virtist dyljast, að alls engis bata var að vænta. Hann mundi aldrei ganga um milli blóma- beðanna í garðinum fyrir utan þeir er höfðu fótavist, dvöldu flestum stundum, þegar veðrið var gott. Aldrei framar mundi sigg setjast á hendur hans við líkamleg störf. Eg liorfði nokkura stund á andlit hans og eg sá livernig þetta hvita, tærða andlit varð uppljómað af sælufullri gleði og litlausar varir hans hvisluðu lágt, en þó nógu greinilega til þess, að eg heyrði livað hann sagði. Mamma mín, vorið er kornið. Og þá neytti eg allra minna veiku krafta og leit út um gluggann, en eg gat litið séð. Sólin skein á þök húsanna hinumegin við götuna; en eg sá meira. Lágvöxnu trén i spít- alagarðinum voru orðin græn. Þá fylltist sál min innilegum fögnuði, aldrei fyrr hafði eg fundið það jafn glöggt hve nánum böndum lífsþráin í brjósti mannsins er tengd sigur- mætti vorsins yfir myrkri vetr- arins. Aldrei fyrr hafði eg kunnað að meta það, hve dá- samlegt það er, að vera hraust- ur og frjáls á morgni vorsins, til að geta fylgt því í sköpuninni og öðlast þátt úr fegurð þess. Svo fór mér að batna. Hrað- fara, eins og sprotar merkur- innar við yl og ljós, reis likami minn af beði sára sinna. Um- hugsuninni um dauðann var hrundið. Máttur vorsins bjó i sál minni og líkami minn varð alheill á fáum vikum. Klukkan er hálf fimm- Tím- inn er einkennilega lengi að líða, þegar maður vakir aleinn meðal sofandi manna. Eg reyndi að liugsa. Ilversvegna er eg ekki glaður? Hversvegna færist ekki ástin til lifsins í eldheitum straumi um likama minn nú, eins og þegar eg eygði grænu trén i garðinum, þegar eg sjálfur var ósjálfbjarga? Er það vegna þess, að hann, ungi maðurinn, sem hvíslaði eitt sinn þessum undurfögru orðum: mamma mín, vorið er komið, er hér ekki lengur. Hann dó í gær. \ Nafnag-átur á 8. síðu: Kári, Oddur, Hermann, Ketill, Berglind, Hildur, Rósa, Torf- liildur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.