Nýja dagblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 1
Bruninn á Vífilsstöðum Um 1200 hestar af þurheyi meira og mínna skemmdir I alla nótt logaðí í hlöðunní Eldur kom upp í heyhlöðunni á Vífilsstöðum laust eftir há- degi í gær. Verkamennimir á búinu höfðu verið að vinna að því um morguninn, að grafa geil- ar í heyið, þar eð hiti hafði að eldurinn mundi þá og þeg- ar komast í fjósið, því trégó'if er í þeim hluta fjósloftsins, sem eldri er og nær er hlöð- unni. Einnig var svínahúsið og hænsnahúsið í nokkurri liættu. Hlaðan og fjósið á Vífilsstöðum. Til hægri á myndinni sézt heyhlaðan, byggð 1925. — Langa byggingin er fjósið. Nokkur hluti þess (með dökka þakinu), var byggður 1916, en hinn 1927. — Skúrbyggingin undir hlið fjóssins er hænsnahús og svínahús. — Veggir eru allir úr steinsteypu, en þak úr tré og jámi. verið töluverður í því undan- farna daga. Þó hafði þess ekki orðið vart, að um meiri hita í heyinu væri að ræða en iðu- lega kemur fyrir. Eldsins varð fyrst vart kl. 12.15 og var þá óðar hringt á slökkviliðin í Reykjavík og Hafnarfirði og þau beðin að koma. Slökkviliðið hér taldi sér ekki heimilt að fara úr bæn- um, nema m;eð leyf i borgar- stjóra. Var nú reynt að hafa upp á borgarstjóranum, en hann fyrirfannst hvergi. Var því tekið til ráðs að hringja til forsætisráðherra. Hann fékk lögregluna til að leita að borgarstjóranum og heppnaðist henni að finna hann von bráðar. Gaf borg- arstjóri slökkviliðinu leyfi til að fara. Komu bæði slökkviliðin nokkumveginn jafnt á vett- vang. Hafnfirðingamir aðeins á undan. Töluverður tími fór til þess, að koma vatnsleiðslunum fyrir og mun ekki hafa verið byrjað að dæla á eldinn fyr en um kl. V/z. Vatnið var leitt úr læk sunnan við heilsuhælið, ca 400 m. langa leið. Þegar faríð var að dæla vatn- inu hafði eldurinn náð að læsa sig um alla hlöðuna og úr henni yfir á fjósloftið, sem var fullt af heyi. Mátti hæglega búast við því, En fyrir ötula framgöngu slökkviliðanna og annara þeirra, sem aðstoðuðu við slökkvunina, tókst að verja fjósið fyrir eldinum. Einnig 200 hesta af heyi, sem voru norðan undir byggingunni, hesthús og þær byggingar aðr- ar, sem voru í hættu og áður eru nefndar. Kl. 8 í gærkvöldi var búið að slökkva eldinn á fjósloftinu, en í hlöðunni var eldurinn ó- slökktur en þó í mikilli rénun Var búist við að eldurínn mundi loga þar í alla nótt og ætluðu slökkviliðsmennirnir að vera kyrrir uppfrá. í nótt átti að vinna að því, að koma héyinu út úr hlöð- unni, bæði til þess, að hægi væri að slökkva eldinn að fullu og bjarga því, sem var ó- skemmt. Átti að fá til þess menn héðan úr bænum, Hafnarfirði og annarsstaðar úr nágrenninu. Skemnidirnar, sem orðið hafa af brunanum, eru geysi- miklar, en þó minni, en áhorfð- ist um tíma. Allir máttarviðir í fjós- loftinu og hlöðunni eru geró- nýtir og jámið má telja ónýtt. Heyið, sem eldurinn náði til, má telja meira og mina ónýtt. í hlöðunni vom ca. 1000 hestar af þurheyi og um 400 hestar í súrheysgryfju. Súr- heyið hefir sennilega ekki orð- ið fyrir neinum skemmdum, en Rafmagnsstraamur verGur hesti að bana Einkennilegt slys vildi til við Kaplaskj ólsveginn um kl. 9 í gærmorgun. Var mjólkursendill þar á ferð með vagnhest og vissi hann ekki fyr til en hesturinn fellur niðui' og við nánari at- hugun komst hann að raun um, að hann var dauður. Ileí'ir þetta verið rannsakað betur .og þá komið í ljós, að götuljósavír, sem liggur með- í'ram veginum, hafði slitnað og fallið yfir götuna. Hafði hann jafnframt fallið á rafmagns- línu og þess vegna verið raf- magnsstraumur í vímum. Þykir sennilegast, að bíll muni hafa ekið á ljósastaurinn í fyrrinótt og vírinn slitnað af völdum þess. Hesturinn hefir stigið á vír- inn og straumurinn verið nægi- lega sterkur til þess, að ríða honum að fullu. Eigandi hestsins er Eyjólfur Kolbeins bóndi, Bygggarði. Austurlandsbillinn í Möðrudal í nótt. Austurlandsbíllinn lagði af stað frá Húsavík kl. 8 í gær- mbrgun með sex farþega og bílstjóra, Gunnar Eiríksson. Var haldið sem leið liggur inn austan við Reykjahverfi, aust- ur yfir Reykjaheiði og Keldu- hverfi og yfir Jökulsá á Fjöll- um. En þar er beygt til suð- urs og tekur þá við Hólssand- ur, sem er milli öxarfjarðar og Hólsfjalla og er sá vegur erfiður, enda aðeins ruðningur, þar sem nokkuð er að gert. Klukkan hálf fjögur í gær var bíllinn kominn að Gríms- stöðum á Fjöllum. Þaðan sendu þeir Sigfús Halldórs og Ámi Jóhannsson Nýja dagblaðinu skeyti, og kváðust myndu gista í Möðrudal um nóttina. Möðrudalur telst til Norður- Múlasýslu. þurheyið er meira og minna eyðilagt af orsökum elds og vatns. Á fjósloftinu voru um 200 þurheyshestar. Um1 60 hestar, sem voru í vesturálmunni, eru sama og óskemmdir, en hitt sennilega allt ónýtt. Heyið var óvátryggt, en all- ar byggingarnar eru vátryggð- ar. Stærsta háskólabyggingin Háskólinn í Columbia í Bandaríkjunum er í þann veginn að flytja í meiriháttar stórhýsi. Er það hin geysimikla bygg- ing, sem sést hér á myndinni og var smíði hennar lokið fyrir skömmu. Þegar skólinn er fluttur í nýj u' bygginguna á hann að geta tekið 40 þús. nemendur og er því talinn stærsti há- skóli í heimi. Verkfallið í Bandarikjunum London 7/9. FÚ. Sérstök nefnd, sem Roose- velt forseti hefir skipað til þess að leitast við að miðla málum í vefnaðariðnaðarverk- í'allinu, hélt fyrsta fund sinn í dug. En svo virðist sem nefnd- in eigi frá öndverðu við all- mikla örðugleika að stríða, þar sem bæði leiðtogar verka- manna og atvinnurekendur hafa lýst sig andvíga henni. Talsverðar sögur fara af óeirð- um í gær í sambandi við verk- fallið. Frá verkamálaráðu- neytinu í Washington liggur þegar fyrir opinber skýrsla um að 10 menn hafi þegar verið drepnir og' 40 særðir. Enn eru ýmsar verksmiðjur að loka. í opinberum skýrslum eru verk- fallsmenn nú taldir um 270 þús. Herlið hefir verið kvatt til þess að verja verksmiðjur, sem enn starfa, þar sem verk- fallsmenn gera tilraun til þess að stöðva þær. Mikil síld- veiði nyrðra Síldveiði hefir nú hafist aftur fyrir norðan og er aflinn á Skagafirði og Grímseyj ar- sundi. Á tveim síðustu sólar- hringum hafa verið saltaðar um 10 þúsund tunnur. Fjöldi skipa stundar nú veiðina þótt nokkur færu um daginn, þegar leit út fyrir að vertíðin væri á enda, að þessu sinni. Þær 10 þús. tunnur, sem nú hafa aflazt, hafa verið létt- verkaðar (matésíld), og mun því haldið áfram, því að mark- aðurinn þolir a. m. k. 20 þús. tunnur enn, án þess að verðið þurfi að lækka. Sem stendur er það hækkandi. í gær var seld síld á Siglufirði fyrir 40 kr- tunnan, eftir því sem blað- ið hefir frétt. Mestur aflinn þessa tvo síð- ustu daga er hjá Samvinnufé- lagi ísfirðinga og Ingvari Guð- jónssyni. I gærmorgun var sólskin á Siglufirði, en þurviðri og logn allan daginn. FJármál Nazista London 7/9. FÚ. Þýzki landbúnaðarráðherr- ann flutti í dag ræðu á móti National-Socialista í Niimberg, og gerði þar grein fyrir fjár- málastefnu stjómarinnar. — 1-Iann sagði, að stjórnin stefndi að viðskiptalegu sjálfstæði og væri það ætlan hennar, að full- nægja fyrst og fremst þörfum heimamarkaðsins með þýzkri framleiðslu, en þvi næst að kaupa það af öðrum þjóðum, sem á vantaði. Ennnfremur sagði hann, að stjómin stefndi ekki að algerðri einangrun heldur að hæfilegu jafnvægi milli innanríkis- og utanríkis- verzlunar. Þá gat hann þess að lokum, að nýja uppskeran mundi hrökkva þýzku þjóðinni sem brauðkorn þangað til upp- skeran kæmi næsta ár. En Þýzkaland mundi þurfa að kaupa ýmsar aðrar landbúnað- arafurðir frá öðrum þjóðum, I ef takast mætti að greiða fyr- , ir þær með þýzkum vörum. Að þessu stefndu ýmsir viðskipta- samningar, sem stjómin hefði nú á prjónunum við aðrar þjóðir. \

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.