Nýja dagblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLABIB I NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: • Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39. Sími 4245. Ritstjórnarskrifstefumar • Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Skipulag og mjólkurverð Þó að mikið sé rætt um skipulagning mj ólkursölunnar þessa dagana, þá eru sjálfsagt ýmsir ménn, sem ekki gera sér grein fyrir, hvað skipulagning- in þýðir í raun og veru. Ástandið í mjólkurmálunum hingað til hefir verið næsta bágborið eins og allir vita. Mjólkin hefir verið dýr hér samanborið við suma aðra staði á landinu t- d. Akureyri. Hinn höfuðgallinn frá sjónarmiði neytendanna er sá, að engin trygging hefir verið fyrir því, að mjólkin væri góð, heilnæm og ósvikin vara. Viðhorf fram- leiðendanna hefir hinsvegar verið, það, að þrátt fyrir hátt útsöluverð hafa bændumir íengið lítið útborgað. Sérstak- lega á þetta þó við um! bænd- urna austanfjalls. Ástæðan er sú, að dreifingarkostnaður og flutningskostnaður hefir verið óeðlilega mikill. Og af því að reglur vantaði um skiptingu bæjarmarkaðarins, hafa bænd- urnir í hinum fjarlægari sveit- um sérstaklega getað orðið mjög hart úti. Nærsveitirnar hafa í sjálfu sér bezta aðstöðu til að nota bæjarmarkaðinn. En þær hafa samt viljað skipulagningu og gengið inn á að leggja á sig verðjöfnunargjald til uppbótar á verð mjólkurinnar í fjar- sveitunum. Nærsveitimar telja sér hag af þessu meðfram af því að annars væri mjólkur- stríð yfirvofandi. Og út af fyr- ir sig vílja bæði nærsveita og íjarsveitabændur, að sölukostn. aðurinn sé færður niður. Nú er það svo, að þrátt fyr- ir það, þótt /njólkurverðið sé hátt, þá geta mjólkurfram- leiðendur, kannske með sárfá- um! undantekningum í næsta nágrenninu, alls ekki komizt af með minna verð en þeir fá nú heim til sín. Og allur þorr- inn, sérstaklega í fjarsveitun- um, kemst alls ekki af með það. Með núverandi ástandi fá þeir alls ekki vinnu sína borg- aða í neinu hlutfalli við venju- legt verkamannakaup, og er það þó að flestra dómi sízt of hátt. Ætlunin er 'sú, að með skipu- lagningunni minnki sölukostn- aður mjólkurinnar til mikilla muna, við fækkun búða og hagkvæmari vinnubrögð. Það er einnig gert ráð fyrir að draga úr flutningskostnaðinum m. a. með því að minna af mjólk- inni verði flutt langar leiðir. Bændurnir eystra ganga inn á að flytja minna á bæjarmark- aðinn, en fá í þess stað verð- jöfnunargjald, til að jafna þann mun, sem þetta skipu- lagsatriði kann að orsaka þeim í óhag. En hvað á nú að gera við þá peninga yfirleit, sem spar- ast á skipulaginu, þ. e. á minnkuðum sölu- og flutnings- kostnaði? Þeir verða að ganga til þess, að bændurnir fái þol- anlegt verð heim fyrir fram- leiðsluna, þ. e. viðunandi kaup fyrir vinnu sína. Og þeir þurfa líka að ganga til þess að lækka eitthvað verðið til neytend- anna, jafnhliða því sem þeim er tryggð góð vara. En nú er það svo, að fyrir- fram er alveg’ ómögulegt að segja um það svo að byggt verði á, hvað sparast getur á skipulaginu. Um það er eng- in reynsla til. Það er víst að eitthvað sparast og sennilegt, að það muni geta orðið tals- vert. En eftir því, hvað mikið er Ýmisl. fleira kemúr til greina. hægt að spara, verður hvort- in á verðinu til bændanna og lækkunin á verði til neytend- anna. Að ætla að ákveða með töl- um fyrirfram hvaða hækkun bændurnir eigi að fá og hvaða lækkun neytendumir eigi að fá, væri „ barnaskapur, og bæri vott um vánþekkingu á eðli málsins. Því að fyrir slíkri ná- kvæmri ákvörðun vantar allan grundvöll. Einhver kynni t. d. að álykta sem svo í fljótu bragði: Ef mjólkin er seld hér í bænum á 35 aura, þá ættu bændurnir að geta fengið 25 aura, því að 10 aurar hljóta að vera nægur flutnings- og sölukostnaður. En málið er ekki svo einfalt. tveggja að fara: Bæði hækkun- Verulegur hluti af þeirri mjólk, sem framleidd er, er t. d. ekki seld sem neyzlumjólk. Hún er framleidd sem vinnslumjólk.Og vinnslumjólkin er alltaf stórum verðminni. Fyrir hana fást engir 35 aurar brutto (þótt neyzlumjólkin væri í því verði) og ekki heldur 25 aurar netto til bændanna, heldur miklu minna. En þeir, sem framleiða vinnslumjólkina, þurfa að lifa eins og hinir. Allir aðilar þessa máls hafa gert sér þetta méira og minna ljóst. Og flokkarnir, sem standa að núverandi stjórn, komu sér þegar í upphafi sam- an um það, að verðlagið skyldi á hverjum tíma ákveðið af nefnd, þar sem væru fulltrúar frá framleiðendum og neytend- um, og stjómin tilnefndi odda- mann. Þessari nefnd var ætlað að ákveða verðið eftir því sem skipulagið reyndist. Þetta er sú eina leið, sem vit er í að fara og hægt er að * fara. Verzlið við þá að öðru jöfnu, sein auglýsa í Nýja dagrbladinn hfi Allt mb tolenskutu skipaini! •§* Vatnavirkjon Fljóttdaishéraðs Framveéis Eftir séra Sigurð Þórðarson Ég sá að blað hér í bænum birti fyrir nokkru viðtal við útvarpsstjórann, hr. Jónas Þor- bergsson. Lét hann þess þar getið, að bráðlega verði reist endurvarpsstöð á Austurlandi, og muni hún reist verða á Hér- aði, að líkindum á Eiðum. Er þá að því komið að vatnavirkj- un hefjist á Fljótsdalshéraði, til opinberra þarfa. Er nauð- synlegt að sú virkjun verði hafin með framtíðina fyrir augum, en að fé verði ekki eytt í dýr mannvirki af skammsýni. Lítt athuguð augnabliksmark- mið mega ekki ráða. Þær afl- stöðvar, sem til yrði stofnað af ónógri fyrirhyggju, yrðu ekki aðeins fjárfrekt framkvæmda- kák, heldur einnig hemill á víð- tækari hagnýtingu rafmagns- tækninnar í nánustu framtíð. Virkjunina verður að hefja sam kvæmt þeirri þörf, sem fyrir hendi er, en með rækilegri hlið- sjón af þeim möguleikum til menningar. og atvinnulífs, sem Fljótsdalshérað býr yfir og væntanlega verða hagnýttir á næstu tímum, en þeir mögu- leikar eru margir og miklir. Það er augljóst, að nú þeg- ar verður að framkvæma vatna virkjun á Héraði í stórum| stíl, þar eð rafmagnsveituþörfin er þegar orðin ærið mikil. Endur- varpsstöðin krefst þess að haf- izt verði handa. Alþýðuskólinn á Eiðum hefir lengi beðið eft- ir mikilli rafyrkju. Húsmæðra- skólinn á Hallormsstað verður að fá rafmagn. Héraðið kemst ekki lengur af án þess að fá íullkomna mjólkurverksmiðju, sem krefst mikillar raforku- Mikil þörf er fyrir nýtízku frystihús á Egilsstöðum til al- menningsþarfa. Þar á líka sjúkrahús Austurlands að koma. Þar er sjálfvalin mið- stöð alls Austurlands, af þeirri einföldu og eðlilegu ástæðu, að þar skerast allar samgöngulín- ui Austfirðingafjórðungs á landi, að minnsta kosti fólks- flutningar. Mörg fleiri verkefni mætti telja, sem úrlausnar biðu á Fljótsdalshéaðri, og síðast en ekki sízt skal nefna brýna þörf hinna mörgu bændabýla á rafmagni, ekki aðeins til lýs- ingar, suðu og hitunar, heldur og einnig til daglegrar vinnslu við bústörf og húshald sam- kvæmt nýjustu tækni og nýj- ustu kröfum urri verklega menn ingu og lífsþægindi. Um leið og víðsýnni og mark- vísari stefnur í þjóðfélagsmál- um taka höndum saman til að beina atvinnulífi þjóðarinnar til siðmennilegra horfs og sam- einast í menningarlegum átök- um, þá geta þeir, sem ganga í fylkingarbrjósti framfara- mannanna varla með nokkurri sanngirni synjað viðreisnarmal- um Fljótsdalshéraðs þess full- tingis, er í þeirra valdi stend- ur, láti Héraðsbúar sjálfir ekki á sér standa að saméinast um verða ferðir méð vögnum okkar á 15 mínútna fresti eftir kl. 12 á hádegi frá Lækjartorgi og inn að Kleppi og Vestur Vesturgötu, Bræðraborgarstíg að Sellandsstíg, en Framnes- veg og Vesturgötu til baka, nema kl. 12.45. Þá fer enginn bíll í Vesturbæinn. Jafnframt verða ferðir um Sólvelli kl. 15 mínútur yfir og 15 mínútum fyrir heilan tíma frá Lækjar- torgi. — Loks verður sú breyting á, að sá bíll, sem hefir farið á hverjum heilum tíma inn Hverfisgötu og upp Bar- ónsstíg, fer nú inn Njálsgötu, um Barónsstíð, Freyjugötu og Óðinsgötu. Virðingarfyllst. Halta- & Skeíinabáðin Austrsturæti 8 Nýkomnir nýtísku vetrarhattar tyrir dömur. Fjölbreytt úrval. Inéibjörg Bjarnadóttir. Girðingarefni Girðíngarnet allar venjulegar gerðir. Garðanet Refanet Hænsnanet Járnstaurar Vírlykkjur Samband ísl. samvínnufélaga FREYJU kaffibætisduftið — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bæti í stöngum. Notið það bezta, sem unnið er í laudinu mál sín og veita þeim það fylgi og þann atbeina, sem nauðsyn krefur og réttmæt er. B’ljótsdalshérað er áreiðanlega eitt af þeim sveitabyggðarlög- um, sem, framtíðarinnar vegna, má sízt afrækja. Það má ekki úr hömlu drag- ast að hefja skipulagsbundið viðreisnarstarf á Fljótsdalshér- aði. Skipulagning sú er óhjá- kvæmileg vegna heildarinnar og framtíðarinnar. Framsýn og þjóðholl viðleitni velur sér hin víðu viðhorf félagshyggjunnar, sjónarmið heildarinnar. Við- reisnarstarfið verður að vera grundvallað á glöggum og ó- eigingjömum skilningi á nútím anum og nauðsynlegri þróun. Skipulagning viðreisnarstarfs ins á að byrja á skipulagðri rafmagnsvirkjun fyrir Héraðið. Rafmagnið er eitt aðalatriðið, ef ekki grundvallaratriðið í tækniþróun og menningarþró- un nútímans. Hér ríður því á þeirri víðsýni og þeirri fyrir- hyggju, sem skilur rétt nútím- ann og sér inn í framtíðina. Framh.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.