Nýja dagblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 4
4 M Ý J A DAGBLAÐIÐ í DAG Sólai'uppkoma kl. 5,31. Sólarlag kl. 7,19. Flóð árdegis kl. 4,55. Flóð síðdegis kl. 5,10. Veðurspá: Vaxandi norðaustanátt. Skúrir öðruhvoru. Ljósatimi hjóia og bifreiða kl. 7,50-5,00. Sðln, skrifstofux o. 1L Landsbókasafnið .......opið kl. 1-7 Alþýðubókasafnið .. 10-12 og 1-10 Landsbankinn..........opinn 10-1 Búnaðarbankinn .. .. opinn 10-1 Útvegsbankinn.............opinn 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7% Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-0 Búnaðarfélagið ....... 10-12 og 1-6 Fiskifélagið ....... SkriísLt. 10-12 Samband ísl. samvinnuféiaga 9-1 Skipaútgerð ríkisins .... opin 9-1 Eimskipafélagið ........ opið 9-1 Stjómarráðsskrifst. .. opnar 10-12 Skrífst. bœjarins .... opn&r 10-12 Skrifst lögreglustj....opin 10-12 Skrifst. lögmanns .... opin 10-12 Skrifst. tollstjóra .... opin 10-12 Tryggingarst. rikisins ....... 10-12 Hafnarskrífstofan opin 9-12 og 1-3 Ríkisféhirðir ................. 10-2 Bœjarstjórnarfundur kl. 5 í Kaup- þingssalnum. Bæjarþing kl. 10. Heimsóknartíml sjúkrahúaa: Landspitalinn ................ 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ........... 12%-2 Vífilstaðahælið .. 12%-2 og 3%-4% Kleppur ...................... 1-6 Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Sólheimar ................... 3-4% ERiheimilið .................. 1-4 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Halldór Steíánsson, Lækjargötu 4, simi 2234. Samgöngur og póstterðlr: Goðafoss væntanlegur frá Hull og Hamborg. Botnia til Færeyja og Leith kl. 8. Island til Akureyrar kl. 6. Nova væntanleg frá Bergen. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Grammófóntónleikar. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar (Útvarps- tríóið). 20,30 Fréttir. 21,00 Upplest- ur (Kristján Albertsson). 21,30 Grammófónkórsöngur (Norður- landakórar). Danslög til kl. 24. Uppreisn i Grikklandi. í Aþenu- horg höfðu nokkrir undirforingjar í gríska flughemum undirbúið uppreisn sl. þriðjud., en uppreisn- aráformunum var ljóstað upp, og r.rðu forsprakkamir að flýja. þeim tókst að hafa á brott með sér álitlegar fjárupphæðir úr sjóðum flugdeildarinnar. — FÚ. Illviðri mikil hafa geysað i Danmörku um helgina síðustu, og var þeim samfara úrhellisrigning, svo að úrkoman mældist allt að 68 mm. á einni nóttu. í Kaup- mannahöfn var björgunarliðið sí- xtarfandi vegna slysa, er af ó- veðrinu hlutust, en bátar og smá- skip strönduðu viða við Danmerk- urstrendur, svo að alls þurfti að bjarga 50 manns úr lífsháska. FÚ. Annáll Skipafréttir. Gullfoss variKaup- mannahöfn i gær. Goðafoss kom kl. 12 í gærkvöldi til Vestmanna- eyja. Dettifoss fór kl. 6 í gær- kvöldi til útlanda. Brúarfoss fór Ííá Sauðárkróki i gærmorgun, á leið til Siglufjarðar. Lagarfoss fór frá Leith í fyrrinótt. Selfoss var á Hólmavík í gær. Góð sildveiði er nú á Skaga- firði og halda flest skipin sig þar, sem ekki eru hætt veiðum. Dr. Ligkt flaug í gær frá Fær- evjum til Orkneyja og þaðan eftir stptta viðdvöl áleiðis til Ed- iriburgh. Óvenjulega mikil úrkoma var hér í fyrrinótt. í Reykjavík rigndi 27 mm. og við Elliðaárnar 31 mm. — í fyrradag var gott og heiðríkt veður, bæði á Austur- og Norðurlandi. ísland kom í fyrrinótt frá út- löndum með marga farþega. Dronning Alexandrine kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun. Tíund. í Ashford í Kent (í Eng- landi) átti nýlega að innheimta tíund hjá Kedwood, sem er for- maður Félags tíundargjaldenda. Kedvvood og nágrannar hans lögð- ust þvert yfir veginn heim að kornhlöðum hans, til þess að inn- hcimtumenn gætu ekki ekið þang- að. En þeir óku þá út á engi lians, og komust að komhlöðun- um og tóku það kom sem þeir œtluðu sér, en það kostaði miklar stimpingar. — FÚ. Sundlaugamar. Viðgerð þeirra er nú að verða lokið. Verða þær oþnar fyrir almenning á morgun. Alþingi hefir verið kallað sam- an 1. okt. n. k. Héraöslæknisembættið í Ólaís- vík er laust. Umsóknarfrestur til 20. þ. m. Happdrættið. Dregið verður í 7. fl. á mánudag kl. 1 í Iðnó. Vinn- ingar 400, samtals 83400 kr. Hæsti vinningur 20 þús. kr. Athuganir veðurstofunnar. í ný- komnu mán.yfirliti Veðurst. seg- ir: í vor var rófufræi sáð frá 23. maí til 8. júní, að meðaltali 1. júní (12 stöðvar); hætt að gefa kúm frá 6. júní til 6. júlí, að með- altali 15. júni (16 stöðvar), 11 dögum síðar en 5 ára meðaltal; gemlingar rúnir frá 9. til 26. júní, að meðaltali 16. júní (7 stöðvar), 6 dögum síðar en 5 ára meðaltai; ær rúnar frá 14. júní til 5. júlí, að meðaltali 27. júní (10 stöðvar), 3 dögum síðar en 5 ára meðaltal og túnasláttur byrjaði frá 2. til 12. júlí, að meðaltali 8. júlí (16 stöðv- ar). Hæstiréttur tekur aftur til starfa 21. þ. m. Valdimar Björnsson ritstjóri í Minnesota, sem verið hefir á ferðalagi hér í sumar, flytur erindi í útvarpið kl. 9 á sunnudags- kvöldið, er hann nefnir: Austan hafs og vestan. Stúlkubam druknar. það sorg- lega slys vildi til í fyrradag, að 6 ára gömul telpa féll út af bryggju á fiskverkunarstöðinni í Viðey og druknaði. Hún var dóttir Skúla Sveinssonar. Ríkarður kennir Færeyingjum tréskurð. í ágústmánuði síðastl. 1 var haldið kennaranámskeið í þórshöfn í Færeyjum og kenndi Ríkarður Jónsson myndhöggvari þar tréskurð. Hann hafði 36 nem- endur. Höinin. Línuveiðarinn Fáfnir kom af sildveiðum í fyrradag. Tryggvi gamli kom frá Englandi í gær og fór á ísfiskveiðar. Gull- foss fór í gær með ísfisk áleiðis til Englands. Hernaðaráform Japana London 7/9. FÚ. Á ráðherrafundi, sem hald- inn var í gærdag, gekk jap- anska stjórnin endanlega frá tillögum um styrkleika jap- anska flotans í hlutfalli við flota annara stórvelda, og voru tillögurnar lagðar fyrir keisar- ann í dag. Talið er, að jap- anska stjórnin muni krefjast fleiri orustuskipa í hlutfalli við Stóra Bretland og Banda- ríkin, heldur en henni ber samkvæmt núgildandi samn- ingum. Þessar tillögur verða lagðar fyrir undirbúningsfund um flotamál, sem haldinn verð- ur í London í okt. Sigurður Kristjánsson og Snorri Stefánsson, verksmiðjustjóri, hafa keypt Goos-eignirnar á Siglufirði: lóðir, bryggjur, verksmiðjur og húseignir á 180 þús. kr. Bærinn hefir ennþá rétt til að ganga inn í kuupin. — FÚ. Ríkisverksmiðjan lauk bræðslu sl. miðvikudag og hafði þá brætt alls 116 372 mál. — Síldarkaup- menn greiða nú 10—12 krónur fyr- ir tunnuna, a f herpinótasíld, og meira fyrir reknetasild. — Síld- veiðin var mest á tímabilinu 1.— 15. f. m. Mesta söltun á einum degi var 3. ágúst, 12.644 tunnur, og þar næst 8. ágúst, 4.645 tunn- ur. — FÚ. Eldur braust út i gærmorgun á 10. tímanum í heyhlöðu á Skeggjastöðum í Hraungerðis- hreppi í Flóa. Mannafli var lítill en fljótlega tókst þó að hefta út- breiðslu eldsins. Hiti var í hey- inu og er liann talinn orsök elds- ins. Ekki er vitað með vissu live mikið hefir brunnið af heyi. Hús urðu fyrir litlum skemmdum. FU. Olíuskip kom til Olíuverzlunar Islands í fyrradag og annað í gær til Shell. Kristindómur og jafnaðarstefna, heitir fyrirlestur, sem Páll Sig- urðsson prestur í Bolungarvík flytur í Iðnó næstk. sunnudag kl. 4 e. m. ísfisksalan. Valpole seldi í We- sermúnde í gær 103 tonn fyrir 12.500 ríkismörk. Belgaum seldi í gær í Grímsby fyrir 966 sterlings- pund. Ferðir strætisvagnanna að Rauð- hólum hætta í dag. Jafnframt verða stórum tíðari ferðir innan- bæjar, sbr. augl. í blaðinu í dag. Og á sunnudaginn kemur munu verða ferðir að Rauðhólum, ef veður verður gott. Orðrómur hefir gengið um að Frakkar og ítalir hafi náð sam- komulagi sín á milli um það, að hvor þjóðin um sig skuli hafa jafnrétti á við hina, að því er tekur til vígbúnaðar á sjó. Enn- fremur að þeir hafi komið sér saman um pólitíska samvinu og hernaðarlega, til þess að afstýra endurvígbúnaði þjóðverja. Engir samningar hafa enn verið birtir um þetta, en þeirra er talin von bráðlega. — FÚ. Lögreglan í Berlín hefir tekið fasta 50 menn, sem sakaðir eru um það að vera viðriðnir kom- múnistaundirróður gegn stjórn- inni. Stöðvar þeirra eiga að vera í Schöneberg í Berlín. Orð íeikur á því, að lögreglan hafi fundið höfuðstöðvar þýzku kom- múnistanna, þaðan sem dreift sé út um landið leynilega allskonar kommúnistiskum bókmenntum og stjórnað undirróðri gegn stjórn- inni. — FÚ. Sovétvina- kvöld i „lðnó“ sunnudaginn 9. sept. kl. 8V2 e. h. Fyrirlestur: Kristinn Andrésson mag.: Ferð mín um Sovétrík- in. Hljómleikar: Karoly Szénassy með að- stoð Fritz Dietrich. Aðgöngumiðar á kr. 1.25 seldir við inn- ganginn í „Iðnó“ og á skrifstofu Sovét- vinafélagsins í Lækj- argötu 6. Öllum heimill aðgangur! Bill fer i dag til Borgarfjarðar frá Bifreiðastöðinni HEKLU. Fótboltaf okkur ellefu bræðra Fyrir stuttu síðan kom þýzk- ur knattspyi-nuflokkur til Dan- merkur og tók þátt í nokkrum kappleikjum. Þessi flokkur vakti mikla at- hygli vegna þess, að allir 11 meðlimir hans voru albræður. Foreldrar þeirra voru með sonum sínum og hafði faðirinn, sem heitir Miintse kennt son- um sínum fótboltaleikinn og æft þá undir kappleiki. Fjöl- skyldan á heima í nánd við Diisseldorf, og strax og dreng- irnir komust á legg, byrjaði gamli Múntse að kénna þeim að leika með fótknött. Flokkurinn hefir ferðast víðsvegar um í Þýzkalandi og hvarvetna vakið mikla athygli. En þetta er í fyrsta sinn að hann fer út af landinu og sýn- ir listir sínar. í Danmörku var þeim tekið með virktum. Þótti nýstárlegt að sjá, er hinn aldni íþróttavin. ur kom inn á leiksvæðið í far- arbroddi 11 drengja sinna. Og ekki vakti það síður eftirtekt, er hann stillti þeim öllum í beina röð, gekk svo sjálfur fram með henni og gaf hverj- um nauðsynlegustu ráð og áminningar undir leikinn. Að því búnu tók gamli Muntse sér sæti við hlið konu sinnar á áhorfendasviðinu og fylgdist, ásamt henni, nákvæmlega míeð gangi leiksins. Sennilega er það algert eins- dæmi, að hjón eignist 11 sonu, sem allir verða knattspymu- menn og leika einir samán í flokk. Falsturbúar, en þar fór leik- urinn fram, fylgdu för þessa bræðraflokks méð stórmikilli ánægju og athygli og voru hátt á þriðja þúsund áhorfendur að leiknum, sem lauk með sigri Dana. Menn geta birt smáauglýs- iugu í „ódýru auglýsingunum" héi' i hlaðinu fyrir 1 krónu. Fjöldi mamia sem reynt hefir þessar smáauglýsingar láta ágætlega yfir árangri þeirra. 0 Odýru § anglýiinfarnar. Hásnœði 2—3 herbergi og eldhús með þægindum óskast 1. okt. Helzt neðan til í Vesturbænum. Þrennt fullorðið í heimili. Ábyggileg greiðsla. A. v. á. Iiúsnæði fyrir iðnaðarfyrir- tæki óskast 1. nóvember. Til- boð sendist á afgreiðslu Nýja dagblaðsins merkt „Iðnaður“. Herbergi og eldhús óskast 1. okt. Tilboð merkt 1934 sendist afgreiðslunni fyrir sunnudag. Herbergi til leigu með ljósi og hita, fyrir skrifstofustúlku. A. v. á. Iíeglusamt, kyrlátt, bam- laust fólk, vantar 2 herbergi og eldhús. Ábyggileg greiðsla fyrirfram mánaðarlega. Tilboð oskast sent blaðinu sem fyrst, merkt „Góð íbúð“. 2—3 siðprúðar og samhent- ar stúlkur geta fengið stóru stofu til leigu ásamt ljósi, hita, ræstingu og fæði, nálægt sam- vinnuskólanum. Einig geta piltar fengið gott fæði. A.v.á. Keuunla Saumið og sníðið haustkjól- ana sjálfar. Saumanámskeiðið er að byrja. Kvöld- og eftir- miðdagstímar. Austurstr. 12. Sími 4940. Ungur maður óskar eftir heimiliskennslu. Lysthafendur leggi adr. sína í lokuðu um- slagi á afgr. Nýja dagbl. Kaup og sala Nokkrir nýtízkukjólar (,,modelar“) verða seldir. — Verð frá 10 krónum. Austur- stræti 12, 1. hæð. Saumastofan Tízkan. Nú hefi ég aftur fengið hið vel þekkta stumþasirz, léreft, ullartau hentugt í drengjaföt o. m. fl. í dag og á morgun er úrvalið mest. — Leví, Banka- stræti 7. VÍNBER nýkomin. Kaupfélag Reykjavíkur. Nýtt hvalrengi fæst nú í Tryggvagötu bak við verzlun Geirs Zéga. Lækkað verð 30 aura kílóið. LINSUR nýkomnar í dós- um og lausri vigt. Kaupfélag Reykjavíkur. Bifrastar ilar Hverflsg. 6 estir Sími 1508 Grænmeti verður selt fyrri- partinn í dag á Lækjartorgi. Sérstaklega góðar rófur og kartöflur. Lækkað verð. Miðstöðvarketill „Narag“ nr. 4 og 40 element-ofnum með tækifærisverði. Uppl. í síma 2294.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.