Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 2
— Skyttan, sem teiknaði mynd með byssukúlunum Fyrir aiimörgum árum fór leiðangur jarðfrædinga tíl Uvaldehéraós í Texas í iandaríkjunum, og urðu þeir bæði undrandi og ruglaöir, þegar þeir fundu „hellna- ristu“ af Indíanahöfðingja hátt uppi í klettóttri fjalls- hlíð. — Jarðfræðingarnir skildu í fyrstu alls ekki, hvernig Indíáninn hafði far- ið að þvi að höggva mynd- ina i bergvegginn, því að þeim var hann ókleifur að sjá. Það gerði þá enn rugl- aðri, að myndin var af Sio- ux-lndíánahöfðingja í fullum stríðsskrúða, fjaðrakrans á í.öfði, og þeim vifanlega höfðu Indíánar á þessu svæði aldrei notað fjaðra- skraut á stríðstíma. En þegar þeir komu nær fjalls- hlíðinni, komust þeir að raun um, að myndin var alls ekki eftir Indíána. — Það var amerískur skotmejstari, sem hafði skemmt sér við að skjóta upp myndinni í bergvegginn, ein- hvern tíma þegar fiskurinn i vatn- inu fyrir neðan fjallið hafði verið tregur til þess að bíta á hjá houm. — Þessi furðulegi „myndhöggvari", sem notaði byssukúlur i stað meitils og hamars við myndagerðina, hét Adolph P. Toepperwein og var fædd- ur Texasbúi (náttúrlega!). Hann fæddist árið 1869 og um þær mund- ir valt líf manns á því, hve fljótur hann væri að draga upp byssuna. Hann^lifði sem sagt á því að sýna skothæfni sína. Og þegar þessi blá- eygði, magri Amerikani dró sig í hlé eftir að hafa látið byssuna þruma árum saman og gert fólk agndofa með skotfimi sinni, átti hann a? baki sér feril sem meistaraskytta, sem er einstæður í sinni röð. Hann hafði skotið látlaust f tólf daga í eins konar maraþon-skotkeppni og skotið niður 72.491 „leirdúfur“ (þess- ar leirdúfur voru trékubbar, sem kast- að var á loft), af 72.500 mögulegum. — Honum hafði aðeins mistekizt níu ginnum, og þar með hafði hann sýnt öryggi sem samkv. ,útreikningi stærð fræðinga samsvaraði 999.875,872 skipt um af einum milljarði mögulegum! Á hinum sextiu og fimm ára skyttu ferli sínum hafði Toepperwein einn- ig unnið aðrar miklar dáðir með riffl- um. — Einu sinni var hann á ferð um Mexikó með öðrum fjöllistamönn um í hringleikahúsi, sem kallað var Þetta er Indíáninn, sem skyttan „teiknaði". Orrins-hringleikahúsið, og þá bað lögreglustjóri í litlum mexikönskum bæ hann um að gefa sér eitthvað til minja um komu hans, sem bæri skot leikpi hans vitni. Toepperwein lét þá kasta þremur skildingum á loft upp og hæfði þá alla í miðjuna. Skildingarnir hentust náttúrlega langar leiðir, þegar kúlurnar lentu í þeim, og þegar Toepperwein og félagar hans voru að leita þeirra, komu þeir að Indíánakonu, sem kraup á kné og baðst fyrir. Hún hafði verið að biðja guð almáttugan um hjálp, og sem svar við bæn henn- ar féll gegnumboraður skildingur af himnum ofan og lenti á bera fætur hennar. í annað sinn var meistara- skyttan á veiðum með nokkrum vin- um sínum í Mexikó, þegar þeir komu auga á trúboðsstöð og kapellu nokk ur hundruð metra í burtu. Stöðin var gömul og löngu auð af mönnum. To- epperwein veðjaði um það, að hann gæti fengið klukkuna í kapelluturn- jnum til þess að hljóma með einu riffil'Skoti. Hann hæfði klukkuna og fannst hljómur hennar svo fallegur, að hann skaut á hana hvað eftir ann- að, og í hvert sinn barst hljómur hennar til þeirra. Þegar þeir komu í námunda við kapelluna, bárust æst ar mannsraddir að eyrum þeirra og fljótlega komu þeir auga á hóp Mexi- kana, sem störðu með andakt á klukk una og óttinn skein úr hverju and- liti — Þetta er kraftaverk! hrópuðu þeir. Klukkan hefur ekki hringt svo lengi sem við munum, og þa® hefur ekki verið kólfur i henni 1 tuttugu ár! Toepperwein hafði vanizt skotvopn um frá barnæsku. Faðir hans þar, sem heitir Leon Springs í Texas, og rak þar litla vopnaverksmiðju. Hann seldi bufflaveiðimönnum °= öðrum skammbyssur, sem hann bjó til, en þetta fólk notaði ekki vopnin sem leikföng, heldur eingöngu sem hagkvæm tæki í lífsbaráttunni, enda var ástandið á þessum tímum þannig, að öryggi manna og líf gat oltið a því, hvort þeir voru vopnaðir eða ekki. Toepperwein var tíu ára gam- all, þegar hann eignaðist sinn fyrsta riffil, sem var einskota og einfaldur að gerð. Ellefu ára gamall var hann vi5_ staddur skotkeppni, þar sem helztu skyttur landsins voru saman komn- ar til þess að reyna leikni sína, og hann varð mjög hriíinn og hugfang- inn af þvi, sem fyrir augu hans bar. Sérstaklega dáðist hann að leikni eins manns, sem hét dr. W.F. Carvér, en hann átti metið á þessum tímum í því að skjóta hluti á lofti; hafði hæft 5.500 sinnum í röð. ToepPer- wein horfði stórum augum á ótrú- lega leikni þessa manns og einsetU sér að verða jafngóður honum i skot- fimi og betri, slá metið. En það leit þó ekki út fyrir, að honum ætti aff auðnast að standa við það heit fyrsta kastið, því að faðir hans andaðist um þessar mundir, og þar með minnkuðu líkurnar á því, að hann hefði mögu- leika til að æfa sig sem skyldi. Hin væntanlega meistaraskytta varð a® leggja til hliðar allar rómantískar hugmyndir um sinn og verða réttur og sléttur verkamaður í glerverk- smiðju í borginni Sán Antonío. í tóm stundum sínum byrjaði hann ae teikna sér til gamans og dægrastytt- ingar. Nokkrar af þessum teikning- um höfnuðu á skrifborði ritstjóra Daily Express í borginni, og hann sá, að Toepperwein hafði góða hæf1" leika sem teiknari og bauð honum starf sem skopteiknari við blaðim og var meistaraskyttan tilvonand1 ekki seinn á sér að taka því boði, enda átti það betur við hann en glasagerðin. Nú fékk hann lika það góð laun, að hann hafði efni á því að kaupa T t M I N N — SUNNUDAGSBLA® 818

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.