Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 15
ist eða runnig yfir hana úr hlíðinni í miklu úrfelli. Árið 1881 komst upp, öllum til mikillar furðu, að rán konungagrafa var aftur orðinn ábatasamur atvinnu- vegur. Þetta varð með þeim hætti, að aiherískur auðmaður, sem mikinn áhuga hafði á fornminjum, var eitt sinn á ferð upp eftir Níl og kom þá tii smábæjar, sem heitir Luxor, og liggur hann á því svæði, þar sem áður var borgin Þeba. Honum var boðinn pappýrusstrangi til kaups. Hann keypti hann og hraðaði síðan för sinni úr landi sem mest hann mátti. Þegar hann kom til Norður- álfu, sýndi hann sérfræðingi papp- ýrusinn, og féfe þá að vita, að strang inn var mjög verðmætur frá sjónar- miði fornleifafræðinnar. Og hann ljóstraði því upp, að einhvers staðar var stundað rán í konungagröfum. — Scrfræðingurinn sendi umsvifalaust bréf til Kairó, stílað á urófessor Gaston Masperu, sem þar starfaði. Maspero var sem steini lostinn, þeg- ai hann ias bréfið, því að af því fékk hann ráðið, að þessi gripur, sem smyglag hafði verið úr landi, var úr gröf konungs af XXI ætt, en ekki var vitað til þess, að neinum hafi verið kunnugt um, hvar slíka gröf væri a? finna síðan í fornöld. Hann gerði sér samstundis ljóst, að hér var um mjög þýðingarmikinn fund ag ræða, að ræningjann yrði að finna, hvað sem það kostaði svo að vísind- in . g þjóðfélagið gætu tekið í taum- ana Hann treysti hins vegar ekki egypzku lögreglunni til þess að raða fram úr vandanum, en gerði einn af ungum aðstoðarmönnum sín- um út af örkinni. Aðstoðarmaðurinn leigði á sama gistihúsi og ameríski auðmaðurinn hafði verið, þegar hon- um barst í hendur pappýrusstrang- inn. Enginn grunaði hann um græsku, menn héldu, að hann væri bara eins °g hver annar ríkur spjá.trungur. — Hornminjasalar komust þó smátt og smátt að raun um það, að hann var enginn bjálfi, og ekki var hægt að snuða inn á hann sviknum fornminj- um. Hins vegar keypti hann verð- mæta fornmuni dýru verði. Þarna dvaldi hann dögum saman og beið eftir, ag forsjónin legði hon- um eitthvað í hendur, sem gerði kleift að hafa hendur í hári ræningj- ans og finna hina týndu gröf. Og dag nokkurn barst honum lítil líkneskja í hendur, sem hann sá á augabragði að tilheyrði XXI. konungsættinni — áletrun á henni tók af allan vafa þar dm. Hann lét þó ekki á neinu bera, en Þráttaði um verðið að vanda. Keypti hana þó að lokumv en gætti bess að láta það berast út, að hann befði ekki áhuga á fornmunum nema það væri einhver verulegur fengur 1 þeim. Hann var kynntur fyrir Araba, sem nefndi sig Abd-el-Rasul, og var hann höfðingi ættar einnar mikillar. Þeir skröfuðu margt saman og þar kom, að Arabinn sýndi hon- um nokkra gripi, sem voru frá tím um XIX. og XX. konungsættanna. Hann lét síðan taka Araba þennan höndum, og var hann leiddur fram fyrir múdírinn L)aúd Pasha, sem stóð sjálfur fyrir yfirheyrslunum. En unga manninum til sárrar gremju var Rasul sleppt lausum vegna ónógra sannana. En múdírinn vissi hvað hann var að gera og beið rólegur eins og kónguló bráðar sinnar. Hann þekkti sitt fólk, og vissi, hvag við átti. Og dag nokkurn, mánuði eftir yfirheyrsluna, kom einn af ættingj- um Rasuls og gerði mikla játningu. Þá varð ljóst, að Kúrnaþorp þar sem Rasul átti heima, var eitt ræningja- bæli, þar sem stunduð höfðu verið grafarrán frá því á 13. öld. Mesti fengur ættarinnar Rasul hafði verið sá, að þegar Abd-el-Rasul sjálfur fann grafhýsig við Deir-el-Bahri — Hann hafði árið 1875 tekið eftir litl- um hellismunna, sem lét lítið yfir sér og var hátt uppi í eyðilegum fjöll um. Erfitt var að komast að hellin- um og niður í hann, en þegar hann hafði kannað hann, komst hann að raun um, að hann hafði fundið fjölda- gröf með ótrúlegum fjölda smyrlinga — um fjörutíu talsins — og auðæfi, sem nægðu ætt hans til góðrar af- komu, ef aðrir kæmust ekki í spilið, Fratnhald á 837. síöu. Howard Carter, sá er fyrstur manna fór inn i gröf Tút-ench-Amons, opnar hér dyr annars gullna skrinsins, sem var utan um líkkistu faraósins. Og þá blasir við honum þriðja gullna skrínið! 1ÍMINN SUNNUDAGSBLA 831

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.