Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 11
því aftur á móti fram, að það væri enn nokkuð hært. Hinn rauða haus þess hugðu sumir jafnvel mea öllu húðlausan, enda líkast því, að þar skini í bera og blóðhlaupna kviku, en það þótti öðrum óseanilegt og hölluðust frekar að því, að hausinn væri þakinn hvelju. I megindráttum bar þó lýsingum manna á dýrinu saman, svo að ekki varð með neinni sanngirni krafizt, að sjónarvotta greindi minna á, eink- um þegar þess er gætt, að margir voru allmiklu flemstri slegnir, þegar þeir leiddu þetta furðudýr augum, en margir til frásagnar. Einn var bó sá, er komizt liafði nær því og séfi það glöggar en aðrir. At- vikaðist það svo, að hann átti leið fram hjá Katanestjörn, og vissi hann ekki fyrr til en hann reið fram á dýrið. Þótti vitnisburður hans merki- legur. enda var honurn á loft. haldið, og það þeim mun fremur sem þeir, er manninn þekktu, báru til hans fyllsta traust: „Sannorður maður kveðst hafa ver- ið á reið hjá nefndri tjörn, hvar dýr þetta lá í laut einni. Þafj leit ekki við honum. Sá hann, að þáð hafði sex stórar klær á hverjum fæti eða löpp, en fæturnir stuttir, kjafturinn ákaflega mikill og framtennur fjór- ar í, miklar og hvassar". Þegar þetta spurðist, máttu allir vita, að ekki þyrfti sá að biðja fyrir sér er lenti í klóm þess. Honum var aðeins einn v;gur búinn — og hann lá beint undir hinar hvössu tennur ag inn í hinn viða kjaft. Þá, sem veíengt höfðu tilvist Katanesdýrsins, setti hljóða við þessi firn. Þeim fækkaði ört, er báru sér lengur í munn, afi þetta væri skrök eitt eða heilaspuni. Smalarnir á flóajörðunum neituðu algerlega að fara út fyrir túnfótinn, nema þeir fengju lipra hesta til reiðar, og þurfti samt nokkurt hugrekki til þess að halda langt út á flóana, því afj aldrei var að vita, hvenær komið var í flas- ið á óvininum, og víða gat hesfur legig í, ef ógætilega var hleypt í of- boði. Þag var raunar ekki venja, að smaladrengir settu húsbændum sín- um kostina, en hér var sú ógn á aðra hönd, að gamlar og góðar venjur gengu úr skorðum. Viðurhlutamikið var að neita slíkri kröfu, þegar ann- ar eins vágestur lá í byggðinni, og -smaladrengirnir komust nú þurrum fótum um votlendi, nema hvað leir- inn slettist um leggina, þe.gar reyndi á fráleik fararskjótanna. En enginn öfundaði þá af því tillæti, sem þeim var sýnt þetta sumar. Og þag voru ekki aðeins smalarn- ir í Katanesi og Galtarholti, sem lcveinkuðu sér við að vera á ferð um flóann. Um þær mundir, er hvað mest kvað ag glettingum Katanes- dýrsins, voru að hefjast lestaferðir ofan úr sveitum og innan af Hvai- fjarðarströnd í kaupstaðinn á. Akra- nesi. Lá kaupstaðarleiðin niður að sjónum utanvert við Kalastaði og þaðan út til Kalmansár um hlað í Katanesi og síðan sunnan Akrafjalls á Skipaskaga. Kunnugir ménn. tóku þó að jafnaði af sér 'nokkurn krók meg því ag fara frá Kalmansárósi beint yfir flóann við Katanestjörn og þaðan á veginn nokkru utan við Katanes. Nú leið senn að túnaslætti, og mátti því ekki undan dragast að fara með ullarlestina og sækja kaupa- fólkið. En að þessu sinni áræddu fá- ir að fara gagnveginn yfir flóann frá Kalmansárósi, því að það þótti að stofna sér í voða og freista guðs að fara svo nærri tjörninni, þar sem óvætturin átti sér bólfestu. Jafnvei sumir þeirra, sem" borginmannlega höfðu hafnag tilveru skrímslisins fyrir fáum mánuðum, tóku þegjandi á sig krókinn með ullarlestina sína. Og dæmi munu hafa verið um það, ag konur og börn, sem beðið höfðu þess lengi með óþreyju að fara í kaup- staðinn með húsbóndanum á lestun- um, sætu heima að þessu sinni. Það var bókstaflega ekki vogandi að fara meg konur og börn, því ag ekki var fyrir það að sverja, að dýrið réðist á lestina. Á bæjum í grennd vig hættusvæð- ið voru allar dyr margkrossaðar á hverju kvöldi og kvöldbænir lesnar a£ þeirri andakt, sem geigurinn blæs fólki í brjóst. IV. Frægð Katanesdýrsins hafði víða flogið, þegar hér var komið, Menn ræddu af á.kefð um atferli þess og eðli, bæði nær og fjær. Alls konar sögur um skrímsli og ófreskjur voru rifjaðar upp, hafstrambar og skelja-, dýr, sem birzt höfðu endur fyrir iöngu, fengu nýtt líf, nykrar og sæ- kýr gengu á land. Og menn stældu og deildu af kappi um furður íslands. Þag var því vel þegið, er með- hjálpari úr sóknum Katanesdýrsins, greindur bóndi og vel virtur. sendi einu Reyk.iavíkurblaðanna, sem hing- að til höfðu þagað þunnu hljóði um hin annálsverðu tíðindi af Hvalfjarð arströnd, greinagóða lýsingu á skrímslinu og öllu þess athæfi. Skír- skotaði hann þar til þeirra, sem sjálf- ir höfðu komizt í kast við það, og 'Oykkti út með þessum orðum: „Eftir þessari lýsingu manná á bessari skepnu virðist hún að bví leyti afarmerkileg sem hún er tölu- vert frábrugðin öllum þeim láðs- og lagardýrum, sem meiin meg vissu þekkja, og væri mjög æskilegt að heppnast mætti að veiða það lifandi". Þáð var Matthias Jochumsson, sem birti þetta í Þjóðólfi, því ag til hans hafði meðhjálparinn snúið sér. En Akureyringar vildu ag sjálfsögðu ókki vera eftirbátar Sunnlendin’ga um fréttaflutnin.s og nvtsam]?sar, hugleiðingar. enda birti Norðanfari nokkru síðar frásögn, sem í voru þess'i ummæli úr bréfi að sunnan: „Nú er í ráðagsrð að fá. sóða -kvtt.u og menn með iagjárn til að ráða skepnu þessa af dögun, ef hægt er — hvað úr því verður veit ég efcki. En ef það tækist, fengist ný uppgötv- un í sædýrafræðinni á íslandi. í bókmenntafræðinni hefur uý- iega birzt áþekk sköpun — það er Köllun til guðsrikis eða nokkur« kon ar vanskapnaður af ritningargrein- um, seni þýddar eru upp á trú Mor- móna“. Isafold var ein blaða með þver- girðing í garg Katanesdýrsins, og virðist þó hafa valdið því agnúaskap- ur og afbrýðisemi í garð Þjóðólfs. Voru þar talin ýmis tormerki á því, ag Þjóðólfi yrði að von sinni, og hefði ritstjórinn eða meðhjálpara hans láðst að geta þess, að Katanes- dýrig væri ag sögn svo magnað. að það sakaði ekki, þótt byssukúla færi í gegnum það, heldur sletti aðeins hinum langa hala yfir sárið og væri þá alheilt eftir. Og ekki væri líklegra, að þag yrði fangað lifandi, þar eð af því legði svo megnan daun, að menn fen.gju með engu móti staðizt hann. Og svo fór, að ekki rættust hinar frómu óskir meðhjálparans og bréf- ritara Norðanfara. Katanesdýrið varð aldrei safngripur. Hrakspár ísa- foldar reyndust því miður nær sanni. S' Forynjan, sam sló felmtri á heil byggðarlög: Katanesdýrið. — Teikninguna mun Benedikt Gröndal hafa gert. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.