Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 6
I. Manarklettar. ViS erum á ferð, nokkrir íslenzkir og sænskir kennarar. Þegar við lögð- um af stað frá Kaupmannahöfn, var sólskin og hiti, en þegar við erum komin suður á mitt Jótland, er kom- inn strekkingur og orðið allsvalt. Ferðinni er heitið suður á Mön til þess að sjá hina merkilegu kletta. Vegurinn er ágætur og bifreiðin eins og bezt verður á kosið. Brátt er Jót- land að baki, og við ökum yfir hina myndarlegu brú, sem kennd er við þá mildu drottningu, Alexandrínu, og erum samstundis komin yfir á Mön. Við stígum út úr bifreiðinni hjá gistihúsi og áningarstað ferðamanna, og þar í nánd má vænta þess að sjá klettana. Göngum þaðan. fram á klettanafirnar og horfum niður á úf- ið Eystrasalt. Vindur er svo mikill, að við ráðum okkur varla. Það væri verra að detta hér fram af. Þetta átti Danmöi'k til. En til allrar ham- ingju hefur verið sett handrið fremst á brúnirnar. Ég ræði við nokkra Svíanna. Er ekki ákaflega kalt á fs- landi? spyrja þeir. Þeir segja, að í Svíþjóð sé kalt á vetrum, einkum norðan til. Sumir félaganna láta sér ekki nægja að horfa á hafið að ofan, held ur ganga niður í fjöru um mörg hundruð þrep, sem búin eru til úr staurum, er lagðir hafa verið þvers um. Er þannig tröppugerð algeng í Danmörku úti í náttúi-unni og fell- ur vel inn í umhverfið. Sérkennilegt er og skemmtilegt að sjá trjágróður mikinn' framan í krítarklettunum. Alls staðar er lífið að verki, ekki sízt í þessu frjóa og fríða land/ Heimsóknin hefur ekki varað langa stund, en skilur eftir í hugum okkar ógleymanlega mynd. Og eftir að hafa notið nokkurrar hressingar úti við veitingahúsið og setzt inn í bílinn og ekið beint til Hafnar. II. Ströby á Stevns. Lítið sveitaþorp er á Suðaustur- Sjálandi, á skaganum sunnan Köge- flóans. Nokkur gul og rauð múrsteins hús og kii’kja. Eins og flest dönsk þorp og smábæir. Við erum hér á ferð til þess að skoða æskuslóðir Martins A. Ilansens rithöfundar, en hér fæddist hann og sleit bamsskón- um til þess tíma, er hann hélt til Hafnar í kennaraskóla. Ströby stendur á ofurlítilli hæð. Suður af er lægð og sunnan hennar hæð á borð við þá, sem Ströby stend- ur á. Di-engirnir á hæðum þessum áttu oft í erjum sín á mllli á æsku- árum Martins, en hann var þar lítt eða ekki þátttakandi, en sökkti sér niður í náttúruskoðun. Hafði sérstak lega áhuga á fuglum, eins og hann hafði alla ævi sína. Við erum svo heppin að hitta sóknarprestinn, sem fræðir okkur um allt, er viðkemur æsku Martins A. Hansens hér í Ströby. Við veginn skammt frá kirkjunni er steinn, sem á eru höggvin þessi orð: — Martin A. Hansen, f. 20. 8. 1909, d. 27. 6. 1955. Han synger. Sol synger Guds naade og jordéns gláede synger í dit ord. Arvet ret- syns ,unge værner stort gav du os landet igen. — Presturinn gengur með okkur i sóknarkirkjuna. Hér var Martin litli fermdur. Kirkjan er upphaflega byggð um 1100, en endurbyggð 1910. Altaristaflan er frá því um 1700, prédikunarstóllinn frá 1735. Skirnar- fontur úr kopar, forkunnai-fagur. Hér talar sagan sínu þögla máli. Enn lifir móðir Martins A. Han- sens og á heima í litlu, gulu múr- steinshúsi skammt frá kirkjunni. Við höfum örlítið kynnzt æskuslóðum rit- höfundarins, sem reit um tuttugu bækur, þó að hann yrði aðeins 46 ára. Einn dáðasti rithöfundur Dana á síðari tímum. Og hann er enn að vaxa. Martin A. Hansen var grafinn í Allerslev, skammt frá Ilróarskeldu. III. Rípar Við erum á ferð frá Askov súður til landamæra Þýzkalands. Fyrst er ekið vestur undir Norðursjó. Rípar 22. júlí. Rigning. Haldið er inn í hina gömlu og merku dómkirkju. Alla leið upp á turn, 253 þrep. Við erum orðin ærið þreytt eftir allt það plamp, en útsýnið er, þrátt fyrir rigninguna, okkur næg laun crfiðis- ins. Hvernig hafa menn farið að þvi að hlaða þennan turn, og það úr ein- tómum múrsteini? Og að hann skuli hafa staðið jafnmargar aldir og raun ber vitni, en kirkjan er frá því um 1200, að vísu með nokkrum lagfær- ingum og bi-eytingum. En i Dan- mörku eru sem betur fer engir jarð- skjálftar né eldsumbrol eins og heima á Fróni. Margt er að sjá í sjálfri kirkjunni, enda er hún geysistór. Þar er mikið um latneskar áletranir frá kaþólsk- um tíma. Reyni ég af minni lélegu latínukunnáttu að ráða í merkingu þeirra. Aðrir láta sig þær litlu skipta, sýnist mér. Consummatuni est, stend- FYRSTA GREIN Eftir Auðun Braga Sveinsson, kennara 390 T í VI I N N — SDNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.