Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 13
Rytters" í auglýsingum sínum fram- an af. ÞaS hefur vafalaust verið kona, sem reynzt hefur honum notadrjúg í Danmörku um það leyti, sem Kína- lífs-elixírinn var að ná heimsfrægð- inni. Kína-lífs-elixírnum var tekið tveim höndum. Hann streymdi út um byggð ir landsins í kauptiðinni. Forskrift- in um notkun hans var lesin af sömu andakt og húspostillurnar, og drop- arnir voru taldir af nákvæmni í te- skeiðar og hornspæni. Valdimar Pet- ersen í Friðrikshöfn neri hendur af ánægju. En ekki voru allir jafnkampakát- ir. Mansfeld-Bullner þótti voða stefnt að bramanum. Hann dustaði rykið af gömlu auglýsingunum, sem orðið höfðu Nissen og essensi nans að falli, og tefldi hvað eftir annað fram mergj uðum vottorðum frá Lemvík Kaup- menn, sem lágu með ýmis kosta- meðul frá fyrri tíð, ruku líka upp tíl handa og fóta. Eggert Laxdal á Akureyri auglýsti í ákafa kjöngs- plástur (ekta) og súndheðssalt (ekta) á sérlega lágu verði og handhafar nýrra töframeðala reyndu að ná fót- festu. Albert Zenker í Berlín hafði fyrir skömmu komizt yfir afbragðs- meðal, sem amerískur lyfsali fann upp gegn hósta og uppgangi, og nú gerði hann íslendingum þau kosta- boð að fá þrjár flöskur af þessu ágæti á þrjú mörk og skuldbatt sig til þess að láta hundrað krónur af höndum við hvern þann, sem ekki fengi bót þessara meina. í Sunnanfara var auglýst albumin maitose, og þó einkum stjörnubitter sem vann hylli um skeið að verðleik- um: „Stjörnuheilsudrykkur skarar fram úr.“ Þennan heilsudrykk seldi Edvard Christensen i Kaupmanna höfn og mælti svo fyrir, að neyta skyldi tveggja teskeiða í brennivíni kvölds og morgna. Þó mátti líka not ast við kaffi eða te, ef menn vildu lúta svo lágt. Tilraunir voru líka gerðar til þess að búa til bitter í sumum lyfjabúð- um landsins. En það heppnaðist mis- jafnlega, og náði varan ekki hylli, enda fylgdu henni engin vottorð. Stundum voru eiginleikar þessa lyfja- búðabitters dálítið kyndugir. Einu sinni var Guttormur Vigfússon, um- boðsmaður í Geitagerði á ferð með manni, sem keypt hafði íslenzkan bitter í lyfjabúð. Þegar þeir komu í áningarstað, opnaði maðurinn bitt- erglasið og hellti í brennivínspytlu sína. Varð hann við þetta blóðrauð- ur á fingrunum, og þegar hann tók að súpa á flöskunni, litaðist skegg hans rósrautt. En svo löng varð sam fylgd þeirra Guttorms ekki, að hann gæti borið vitni um það, hvaða lit- brigðum kona þessa fagurskeggja tók, þegar hann kyssti hana í bæjardyr- unum, heim kominn úr kaupstaðar- ferðinni. Yfirburðir Valdimars Petersens komu mjög fljótt í ljós. Hann brá á það heillaráð að safna vottorðum frá íslenzkum mönnum veturinn 1890, til styrkingar meðmælum ekkju Lausts Rytters. Eyfirðingar riðu á vaðið. Árni Árnason á Hamri, maður, sem nokk- uð fékkst við lækningar, kvaðst hafa tæpt ár notað Kína-lífs-elixír handa sér og öðrum, „og lýsi ég því hér með yfir, að ég álít hann áreiðan- lega gott matarlyf, einkum móti meltingarveiklun og af henni leið- andi vindlofti í þörmunum, brjóst--. sviða, ógleði og óhægð fyrir bring- spölum. Líka yfir það heila styrkj- andi.“ Hina lærðu og ólærðu lækna Ey firðinga greindi ekki stórum á um Kína-lífs-elixírinn. Héraðslaéknirinn. Þorgrímur Johnsen, tók í sama streng: „Með því ég hef haft lækifæri til að reyna Kína-lífs-elixír herra Valdi- mars Petersens, sem herra kaupmað- ur J. V. Havsteen hefur útsölu á, votta ég hér með, að ég álít hann gott meltingarlyf, auk þess sem hann er hressandi og styrkjandí meðal.“ Sunnlendingar létu ekki sitt eftii liggja. Lárus Pálsson, hómópati á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, kom fram á sjónarsviðið með langt og rækilegt vottorð og lét sérlega vel af hinum nýja elixír: „Hef ég alls enga magabittera fundið að vera jafn góða sem áminnztan Kínabitter Valdi mars Petersens og skal því af eigin reynslu og sannfæringu ráða íslend- ingum til að kaupa þennan maga- bitter við öllum magaveikindum og slæmri meltingu, af hverri helzt or- sök sem þau eru sprottin." Meðmælum þessara -manna, sem létu mein mannanna meira til sín taka en almennt gerðist, fylgdu svo þakkarávörp og vottorð bæði karla og kvenna, sem notað höfðu Kína-lífs- elixír sjálfum sér til heilsubótar. Út vegsbóndi við Faxaflóa hafði þjáðst í sex ár af megnum veikindum á sál- inni og verið bagaður af svefnleysi — hann hlaut náðargjöf svefnsins, þegar hann hafði tæmt þrjár flösk- ur, og sálarhrellingarnar rénuðu til muna. Gamall prestur, þrúgaður af magaveiki eins og Iengi og hann mundi eftir sér, hreppti líka bata. Bóndi i Árnessýslu hafði legið rúmfastur i hálft fjórða ár, þjakaður af óstyrkleika í taugakerfinu, svefn- leysi og magaverk, og teitað margra lækna án árangurs. „Þá er ég hafði neytt úr einni flösku, tók ég að fá matarlyst og rólegan svefn Að þrem- ur mánuðum liðnum tók ég að hafa fótaferð og hef smám saman gerzt svo hress, að ég get nú verið á gangi. Alls hef ég neytt úr tólf flöskum og geri mér vonir um, að mér muni mikið batna við að neytá þessa elixírs stöðugt framvegis.“ — Við þetta upp- risuvottorð var svo mikið haft, að það var birt undir sérstakri fyrirsögn: „Ný sönnun fyrir gæðum Kína-lífs- elixírs." Þetta var áþekkur hvalreki og gefizt hefði sýn inn i annan heim. Þannig rigndi vottorðunum bók- staflega yfir Valdimar Petersen, og þeim var jafnóðum haldið samvizku- samlega til skila í blöðum landsins. Þess var ekki langt að oíða, að unnt væri að birta vottorð margra ís- lenzkra manna samtímis og hafa þó vel til skiptanna. svo a fólk þreytt- Waldemars Petersen’s ekta Kína-llfs-ellxír, scm bcr nicrki það, er hér cr sýnt og innsiglið VJf>’ I grænu i'akki á flösku- stútnum, fæst hjá: Örum & Wulfif á FAskfMsfirdi, Sigfúsi Svcinssyní á Þegar leið fram om 1890, var fátt, sem íslendingum kom kunnuglegar fyrir sjónir en Kínverjinn me3 glasið. ítMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 397

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.