Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 10
Þau reiknuðu og ráðgerðu á kvöld- in, þegar þau sátu við eldstóna fyrir framan viðarglóðina, sem hélt marz- kuldanum utan dyra: „Þetta eigum við — þetta eigum við ekki . . . En við byrjum samt. Okkur tekst þetta með guðs hjálp. Það skiptir mestu að eignast þak yfir höfuðið." Vindurinn gnauðaði úti, og reykn- um sló niður. Og þau sátu hlið við hlið við eldstóna með ófætt barnið iifandi' í huga sér, sæi í draumum sínum um nýja heimilið. Svo kom vorið í allri sinni dýrð. Steinarnir lágu í hrúgum og röð- um á litla blettinum, og sólin skein á þá — brúna, hvíta og gula. Þeir biðu þarna eins og tjóðraðir gripir, þolinmóðir og fúsir til þess að verða eiganda sínum að gagni. Jafnvel rauð ur leirinn beið harpaður í stórum hrúgum og mjólkurhvítt kalk í holu ofan á. Einn góðan veðurdag sagði mað- urinn við konu sína: „Nú er allt tilbúið. Við göngum frá undirstöðunum í fyrramálið.“ Þessi orð bitu sig í hana: Þau gátu gengið frá undirstöðunum. En hún svaf illa um nóttina. Hug- ur hennar veitti henni ekki neina ró: Auðvitað mátti henni standa á sama um ættfólk sitt . . . Hvað varð- aði hana um það, þó að foreldrar hennar væru ygldir og reiðir? Hún hafði þó Jánnos súnn. Vénóúla bylti sér og hlustaði á andardrátt sofandi manns síns. Og þá var eins og hún sigldi inn í trygga höfn, þar sem engin veður fengju ógnað henni. Það var sunnudagur að morgni, og þau lögðu af stað í guðrækilegum hugleiðingum. Þau gengu hratt upp brekkuna, þræddu hvern hlykkinn af öðrum. Þau könnuðust orðið við eim víðirunnanna og ilm hunangsjurtar- innar, sem lagði fyrir vit þeirra á þessum götuslóða. Og sjáið þið bara — þarna uppi var bletturinn þeirra, umleikinn hressandi blæ og djúpum friði skógarins, og hann beið þeirra eins og hann væri lifandi. Eflir fornri venju fórnaði Jánnos fallegum, svörtum hana, áður en hann byrjaði á undirstöðunum, og þau signdu sig bæði hvað eftir ann- að á meðan presturinn blessaði fyrir- tæki þeirra. Einn geitasmali og tveir umrenningar voru við athöfnina, og þeir óskuðu þeim allra heilla í nýja húsinu. Vénóúla var hljóð. Hún gat ekki einu sinni þakkað fyrir sig — orðin sátu föst í hálsi hennar. Hún var að því komin að gráta af einskærri gleði. Þegar þau voru orðin tvö ein, hófst Jánnos handa. „Húsið okkar, litla húsið okkar. Og maðurinn minn,“ hugsaði konan ög sökkti sér niður í drauma, sem voru bundnir þessu nýja heimkynni þeirra. Þau fóru upp á hæðina á hverju kvöldi, þegar Jánnos hafði lokið dag- vinnu sinni, og jafnvel á sunnudög- um fóru þau þangað bæði. Hann hlóð veggina og múraði þá, en hún rétti honum steina. „Ekki of. marga í einu,“ sagði hann. Veggirnir hækkuðu smám saman, tylltu sér á tá og störðu forviða á umhverfið. Þarna var dyragáttin og gluggatóftin. Bráðum var unnt að gera sér í hugarlund, hvernig þetta vinalega hús ætlaði að líta út þarna í skógarrjóðrinu. Trén breiddu græn ar greinar sínar eins og verndar- vængi í kringum það, og brekkan var eins og flosdúkur fyrir framan dyrnar. Vénóúla reikaði um tóftina og lét sig dreyma. Hvar átti hún að hafa rekkjuna þeirra, og hvar átti kistan að vera? Stóla varð að kaupa, þegar um hægðist, og spegil, sem prýði var að á veggnum — einn af þessum fallegu speglum, sem glóðu í gyllt- um römmum í búðunum niðri í bæn- um. Hún mundi samt, að þeir voru dýrir. En gat ekki kraftaverk gerzt? Gat ekki guð hjálpað henni? En góði guð — hvers vegna ætl- umst við til alls af þér? Þú kemst ekki yfir að hjálpa öllum . . . Hvers vegna er ekki lítill guð hérna niðri á jörðinni eða hvers vegna getur ekki einhver sagt: „Það er spegli ofaukið heima hjá mér. Vilt þú ekki eiga hann, Vénóúla?" En hvað var hún að hugsa um peninga og skrautmuni? Vagga barns ins skyldi skreyta heimilið í þeirra stað. Og standa þar, sem ekki skein sól framan í barnið. Seinna ætlaði hún að koma sér upp litlum hænsna- kofa bak við húsið. Þess var ekki langt að bíða, að barnið þyrfti að fá egg. Hún sagði Jánnosi allt, sem henni hafði dottið í hug, þegar þau settust að kvöldverði, og þá rauk þreyta hans út í veður og vind og allar áhyggjur hans með. Hann gat ótrauð- ur boðið andstreymi morgundagsins byrginn. Konan hlífði sér ekki held- ur — hún reyndi líka að komast í vinnu á daginn, svo að hún gæti lagt fram fáeina skildinga í bygging- arkostnaðinn. Stundum urðu þau samt að gera hlé á. Efniviðínn þraut Og þá urðu þau að spara við sig mat, draga saman skildinga, svo að þau gætu hafizt á ný handa við bygg- ingu sína uppi í skógarkvínni. Svo rann upp dagur, þegar allt virtist rekið í strand. „Þetta ætlar að verða ókljúfandi,“ sagði Jánnos raunamæddur. „Nú þarf að reisa sperrur og fella í gluggakarma. Til þess þarf timbur, og það kostar pen- inga. Það var annað með grjótið, sem við gátum rifið upp.“ Þau urðu að hætta, þegar veggirn- ir voru komnir upp. Og það var þegar liðið langt á sumar. í júlímánuði kvað Jánnos upp úr með það, að sperrurnar yrði að reisa. „Nú má ekki fresta því lengur,“ sagði hann við konu sína. „Ég hef enga eirð í minum beinum. Ein- hvern veginn verð ég að komast yfir peninga . . .“ Vénóúla fylgdist með öllu: „Þú veizt bezt, hvað við getum gert,“ sagði hún. 4 iial/dikrf&tdlfflfaJi 394 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.