Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 18
Sigurjón Jónsson fro þorgeirí>siöáum: oo Það var á þeim árum þegai dag arnir áttu ferskan svip og óvænt ævintýri voru að gerast. Þá var litið spyrjandi tii næsta dags, og næturn- ar bjuggu vfir fleiri töfrum en tungl skini og norðurijósum Vegagerðarmennirnir höfðu lokið •ið að skila af séi stundafjölda vinnuvikunnar aðfaranótt laugar dags. Miðnætursól skein um heiðar- orúnir og fjörðurinn eins og bráð ið guli Laust t'yrir hádegi á laugardag var Komið til bæjarins við fjörðinn og skroppið í búðarholu, er verzlaði með bannvöru Eigi var laumulega farið með varninginn. enda þarflaust. Verzlunin stóð undir sérlegri vernd. Málaliðar í þingsölum höfðu lært ið leika tveim skjöldum, óragir að snúa snældu þannig að samþykkja undanþágur, svo að brot á gildandi iögum væru í bókstaflegri merkingu Næst gerðist það, að áfengisbann var sett í landinu. Lögin um aðflutnings- bannið tóku að fullu gildi 1 janúar árið 1915, og var þá ekki lengur heimilt að selja áfenga drykki. En Valdimar Petersen var allvel við þess ari nýbreytni búinn. því að hann átti sextíu þúsund glös í birgða skemmum sínum hérlendis. Horfði þó svo um hríð, að þessi for- sjálni myndi ekki gagnast honum, því að sala bitters- ins taldist óheimii, en hins vegar krafizt fjörutíu þúsund króna tolls af birgðunum bótt hann flytti þær úr landi. En þá sárnaði gullkónginum í Friðrikshöfn, þvi að hann skipaði svo fyrir, að þessum indæla bitter skyldi frekar hellt niður en hann reiddi þá fúlgu af höndum. Viö þetta sljákkaði heldur betur í fslenzkum stjórnarvöldum. Þeim var lika sárt um aurana, og sá varð endirlnn, að alþingi kaus fremur þann kostinn að slá undan og heim ila sölu þessara sextíu þúsund glasa en missa af krónunum. lögleg — Siðfræði skipti engu máli. Það voru fimm ungir menn, sem stefndu í breiðfylkingu til hússins. Þó að suma þeirra skórti ár og daga að vera hlutgengir aldurs vegna í viðskiptaskrá á nefndum stað, varð verzlunin ánægjuleg og snurðulaus. Það er svo auðvelt að fljóta á lýgi, þar sem engra skilríkja er krafizt. Fengurinn var borinn út. Leigubifreið ekið úr bænum. Skemmtiferðin hafði verið á’dag- skrá alla vikuna og tilhlökkun í ráðagerð Þav átti að verða glatt á hjalla. Einn vinnufélaginn var seytján ára um þessa helgi. Hann hafði aldrei rekið tungu í vínanda. svo reynslulaus reifastrangi var tæpast liðtækur í lagsbræðralagi heiðarbúa. f tilefni afmælisins ætlaði hann að taka einn lítinn af stút. Vinirnir slógu skjaldborg um hann og ákváðu Og þar hljótum við að skilja við Kínabitterinn og gullkónginn í Frið- rikshöfn Rökkur hálfrar aldar leikur nú um Kínverjann með glasið og hinar grænlökkuðu heilsudrykkjar- flöskur. Sennilega hafa glösin sextíu þúsund fljótt horfið úr búðum. Aug- lýsingarnar hverfa gersamlega af síð- um blaðanna, og þar sáust þær aldrei framar. Vel má vera, að hinir síð- ustu hollvinir Kínabittersins hafi var- ið handbærum fjármunum sínum til þess að viða að sér birgðum, er máttu endast þeim um skeið, þegar þeir sáu fram á, að hann myndi ella frá þeim tekinn. Vafaiaust hafa þeir menn verið til, sem voru bæði sárir og hneykslað- ir, er þeir voru sviptir þessu hnoss- gæti. En það áttu svo margir um sárt að binda þessi misseri, brenni- vínssalar landsins og tryggir hirð- menn gamla Bakkusar. Helzta hugg- unin fólst i því, sem forfeður okkar orðuðu svo af vizku sinni og mann- þekkingu, að sætt sé sameinginlegt skipbrot. að verða honum tii halds og trausts, þegar hann bætti þeim sumarauka í ævi sína að kjamsa á guðaveig. Hann yrði hissa, er hann k'ynntist ylnum fyrir bringspölunum. Hann yrði hissa að kynnast töfravaldi, sem leysir tunguhöft og eyðir minnimáttar- kennd. Þetta urðu sönn orð. Tími leið við söng og gamanmál. Nýliðinn lék eft- ir getu hirðfífl Bakkusar. En þegar leið á dag, sló svörtum flókum í sjá- öldur. Sólmerluð fjöll urðu eins og dökkir fjóshaugar. og hann dottaði í sætinu. Raddir félaga hans komu óralangt utan úr rökkrii|u. * „Sefurðu svínið þitt, svartur í augum. Farðu í fúlan pytt fullan af draugum." Þá var skynvillan komin á það stig, að þetta lét í eyrum eins og himna- lag og velfarnaðarbæn Um kvöldið fóru þeir á kvenféiags- ball í sveitinni. Það var haldið til styrktar góðum málstað og hófst með hlutaveltu. „Drátturinn 25 aura," hrópaði kona hásum rómi í þvögunni Þeir keyptu miða og drógu. Afmælisdrengurinn var stálhepp- inn. Hann gantaðist við stelpurnar, sem afhentu vinningana. Fallegar stúlkur á hans reki færðu honum ýmiss konar glingur. leikföng og snuðtúttur Hann var riddaralegur: Vildi gefa þeim dótið. ef til vill gætu þær notað það handa barna- börnunum. En þær færðusl undan að þiggja gjafir, Loksins fékk hann bók i gylilu bandi. Hann pírði stundarkom á bókartitilinn. Vék síðan þöguli frá borðinu og dró sig úr glaumnum. Á leiðinni í bæinn talaði hann um djöful, sem pínir mannsálir í eilífum eldslogum. Það væri ekki einskisvert að halda sig frá freistingum Þær gætu dregið dilk eftir sér. Hann sjálfur hefði nú verið að leggja út á braut lastanna. En æðri hönd tekið í tauma. Augu hans opnuð fyrir dýrðinni, sem þeirra bíður, er á guðs vegum ganga. Þegar morgnar, fér hann á fund trúboðans. Teningum væri varpað. Hann færi út í heiminn. Ilann ætlar að vinna meðal heiðingja. kenna þeim að þekkja sannleikann Vinirnir skellihlógu og kölluðu hann veimiltítu. Þeir sögðust hvorki hræðast dauðann né djöfulinn. Að- eins það skyggði á nautnasæluna. að birgðirnar úr ríkinu voru þrotnar. Þá gerðist eitt kraftaverkið Bíi- stjórinn átti eina hálsmjóa. Hún var föl á tvöföldum prís. Það sögðu þeir kjarakaup. Þegar þessari flösku væri brugðið í birtuna, sæist, að þav væru þrjár á lofti. 402 T f M I N N - SUNNUOAOSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.