Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 8
tilliti til sólar, yrði því aðfall á h\ erj- um stað tvisvar á sólarhring. En nú gengur tunglið umhverfis jörðu á 29,5 sólarhringum með tilliti til sólar. Þetta hefur þau áhrif, að há- flæði seinkar á hverjum stað um það bil 50 mínútur á dag. En það er ekki tunglið eitt, sem veldur sjávarföllum á jörðunni. Sól- in er geysilega stór og þung, og þyngdarkraftur hennar verkar á jarðarkrílið, þótt hún sé miklu lengra burtu en tunglið. Á einu ári fer jörðin heilan hring ím sólu og þeytist í burt frá henni með jafnmiklum krafti og sólin dreg- ur hana að sér. Á sama hátt og tungliö veldur sól- in flóði á þeirri hlið jarðar, sem að henni snýr og gagnstæðri hlið. Sólar- hringur er einmitt sá tími, sem jörð- in er að snúast um möndul sinn. Þ^ss vegna veldur sólin flóði tvisvar á sólarhring á hverjum stað. Það lægi beinast við samkvæmt þessu, að sólarflæði yrði alltaf á miðnætti og á hádegi, en ýmislegt annað grípur inn í og veldur því, að flóð verður á allt öðrum tíma en vænta mætti. Ef ekkert fleíra kæmi við sögu en það, sem um hefur verið rætt, væri 53.5 sentimetra munur á lægstu fjöru og hæsta flóði, sem tungl veldur, en 24.6 sentimetra munur, þegar sól veldur. Sólarflæði kemur alltaf á sama tíma, en tungifiæði seinkar um 50 mínútur á sólarhring. Á einum mánuði, 29,5 dögum, fellur því sél- ar- og tunglflæði tvisvar sinnum saman. Þá eru sól, tungi og jörð, í beinni línu og tunglið því annað hvort fullt eða nýtt. Þá er stór- streymi. Stórstreymi verður um það bil á fjórtán daga fresti. Milli nýs og niðar myndast rétt horn milli stefnunnar frá jörðu til sólar og stefnu jarðar til tungls. Þá er hálft tungl, og sólin veldur fjöru, þar sem tunglið veldur flóði og öfugt. Ef sól og tungi yllu jafnmiklu flóði, vægi það hvort á móti öðru, en þar sem tunglflæðið er helmingi meira en sólarflæðið, verður einnig flóð við hálft tungl, en þó fremur lítið, þá er talað um smástreymi. Smá- streymi verður þannig mitt á milli stórstrauma. Munur flóðs og fjöru æf-ti samkvæmt þessu að vera 78 sentimetrar við stórstreymi og 29 sentimetrar við smástreymi. Allir, sem þekkja eitthvað til sjáv- arfalia, vita, að það, sem hér hefur verið sagt, stenzt ekki alltaf í reyndinni. Venjulega kemur flóðið ekki fyrr en nokkru eftir að tungl- ið hefur verið i suðri, og það gelur vikið mikið frá þeim tölum, sem nefndar hafa verið um hæð þess. Mikilvægustu orsakir þessara frá- vika er viðnámið, sem hafstrauni- arnir veita því að breyta hreyf- ingu sinni, þegar flóðbylgjan fer um. Það er alls ekki sama vatnið, sem fylgir flóðbylgjunni allan tím- ann. Vatnið streymir aðeins 'irfáa kílómetra milli flóðs og fjöru, en straumarnir eru þannig, að vatnið leitar flóðmegin á jörðina. Það er geysimikið vatnsmagn, sem hér er um að ræða, og það tekur tíma að koma öllu þessu vatni á hreyfingu, og er líka nokkra stund að kyrr- ast, þegar það er á annað borð komið af stað. Vegna þessa kom- ast straumarnir ekki af stað, fyrr en nokkru seinna en vera ætti og stöðv- ast ekki heldur fyrr en töluverðri stundu eftir að áhrifanna frá sólu eða tungli hætti að gæta. En það er fleira en tregða haf- straumanna, sem hefur áhrif á sjáv- arföllin. Snúningur jarðar veldur því, að allir straumar fara til hægri á norðurhveli jarðar, en til vinstri á suðurhveli. Auk þess hindra nes og óreglulegar strendur straumana. Þess vegna hefur flóðbylgja oft allt aðra stefnu og kemur á öðrum tíma en annars yrði. Tíminn frá því, að tunglið er hæst á lofti í suðri, og þangað til aðfdUið kemur, er.alltaf sá sami á hvorjum stað, en hins vegar mjög mismun- andi, eftir því hvar er. f norðausturhluta Atlantshafs, virðist fljóbylgjan koma að ströndunum úr suð-vestri. Hún skeil- ur á Evrópu í suðri og fylgir síðan ströndinni norður og austur eftir. Úti á opnu hafi er mismunur ílóðs og fjöru að líkindum svipaður og hann ætti að vera samkvæmt hinum fræðilegu útreikningum. Við smaeyj- ar langt úti í hafi er flóðið að minnsta kosti ekki mjög hátt. í inn- höfum eins og Eystrasalti er því nær ekkert flóð. Þar sem flóðbylgjan kemur inn í oddlaga firði eða víkur, verður sí- fellt þrengra um vatnið, eftir því sem innar dregur, og flóðið verður mjög hátt. En það eru ekki bara sól og tungl, sem valda flóði. Mikill, langvirandi stormur getur hækkað mjög yfir- borð sjávarins. Þegar vindur geisar lengi úr sömu átt, hrífur hann með sér nokkuð af yfirborðsvatninu. Þeg- ar slíkur vindstraumur kemur að landi, hleðst vatnið upp, og það verður flóð. Langvarandi vestlægir og norð- vestlægir vindar geta valdið flóði við strendur Evrópu. Verði samtímis stórstreymi, getur það haft hræðileg- ustu afleiðingar, sjórinn gengur á land og færir í kaf hús og bæi. Neðst í ám, sem eiga ósa sína við hafið, taka flóðin á sig einkenni- lega mynd. Salt sjávarvatnið er þyngra en ferskt árvatnið. Við aðfallið þrengir þess vegna saltvatn- ið sér undir árvatnið og flóðið fer eins og veggur eða alda upp eftir ánni. Slík flóð verða til dæmis í neðri hluta Signu. Ein af aðalreglum eðlisfræðinnar segir, að orka geti hvorki orðið að engu né orðið til af engu. Orkan breytist aðeins úr einni mynd í aðra. Sjávarföllin hljóta því að fá orku sína einhvers staðar að. Orkugjafarn- ir, sem flestum kæmu eflaust fyrst í hug, eru sólin eða tunglið, en sjáv- arföllin fá þó orku sína frá snún- ingi jarðar. Jörðin snýst um möndul sinn einu sinni á sólarhring, það er því óhætt að líkja henni við stórt sveif- hjól. Sveifhjól hefur snúningsorku, og kraft eða orku þarf til að stöðva það, þegar það er farið að snúast. En sé notað eitthvað af snúnings- orku þess, dregur það úr hreyfing- unni. Nú nota sjávarföllin nokkuð af snúningsorku jarðar og hljóta því að draga úr snúningi hennar. Með öðrum orðum: Hraðinn, sem er á snúningi jarðar um möndul sinn, hlýtur að fara síminnkandi. Af því leiðir, að dagarnir lengjast, eftir því sem timinn líður. Þar eð gangan um sólu breytist ekki, hlýtur dögunum að fækka í árinu. Væri sólin eina himintunglið, sem hefði áhrif á jörðu, yrði dagurinn að lokum óend- anlegur, jörðin sneri alltaf sömu hlið að sólu. Það er þó mjög lítið, sem sjávar- föllin draga úr snúningi jarðar. F :á því að sögur hófust, hefur snúning- urinn ekki minnkað svo mikið, að unnt sé að greina það. Á öðrum hnöttum geta aðstæðurn- ar verið öðru vísi. Það er til dæmis álitið, að Merkúr hafi einhvern Lraa snúizt um sinn eigin öxul, en þar sem hann er mjög nálægt sólu, haíi flóð og fjara, jafnvel á föstu yfir- borði, dregið svo úr snúningnum, að hann hafi stöðvazt, og snýr hann nú alltaf sömu hliðinni að sólu. Að líkindum hefur tunglið Iika snúizt einhvern tíma. Þá heíur jörðin valdið svo miklu flóði og fjöru á yfirborði þess, að það stöðvaðist að lokum. Hvort sem svo hefur verið eða ekki, þá snýr tunglið nú illtaf sömu hliðinni að jörðu. Læknisráð. Símon Dalaskáld var oft á ferð um landið að selja bækur sínar og skemmta fólki með kveðskap sínum. Eftir eina slíka ferð sagðist honum svo frá: Skelfing var það góð kona, sem ég var hjá fyrir norðan. Karl- inn hennar var nú bezti karl én ósköp heimskur. Þegar hann var á engjum, þá var ég einn hjá kon- unni heima, þeir sögðu mér það læknarnir i Reykjavik, að ég þyrfti að hafa kvenmann. 728 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.