Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 20
ÓLAFUR ÞORVALDSSON: jr Ohugnanlegaokoma Þegar ég legg í, eftir allþunga umhugsun, að færa þessar minning- ar á blöð — minningar, sem að flestu eru elns ljósar fyrir mér eftir sextíu og sex ár eins og þá þær gerðust, þá er mér um og ó, hvort ég á með þeim að rjúfa þá leynd og algeru þögn, sem yfir þeim hefur hvílt þessi mörgu, liðnu ár. Og ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að þótt frásögn þessi hafi lítið eða ekk- ert gildi, þá geti hún úr þvi, sem komið er, ekki skaðað neinn, nema þá heizt sjálfan mig, en fyrir því er ég ekkert hörundssár. Það eru mörg blindsker I lífi ein- staklingsins, sem örlar á í straumi tímans og áranna, sem stundum flæðir alveg yfir, en stundum brýtur á. Þess vegna eigum við svo oft erf- itt með að átta okkur til fulls á ýmsu, sem er löngu liðið, og er þá venjan að kenna um meðfæddu minn isleysi, jafnvei nokkru, sem nú er nefnt kölkun. Þó mun i huga flestra, þrátt fyrir nefnda galla, standa upp úr straumi áranna eitt og eitt atvik löngu lifað, sem hinn iðandi straumur hefur aldr- ei fengið fært i haf, og minna þar með á sig, sé litið til baka. Frá einu þessara hugarskerja mun ég nú segja, en það hef ég aldrei áður gert, hvorki I ræðu né riti. Það skal þó tekið fram, að fyrstu tuttugu árin eftir atburðinn var ég þó ekki að öllu einn um þetta mál, og kemur siðar fram, á hvern hátt annar aðili var við málið riðinn og hve mikið — eða lítið réttar sagt. Þau tuttugu ár, sem umrædd mann eskja lifði eftir atburðinn, var ég alveg öruggur um þagmælsku henn- ar, jafnvel öruggari heldur en um sjálfan mig. Kem ég þá að efninu. Það var síðari hluta aprílmánaðar árið 1898, að atburður sá gerðist, sem drepið var á að^ framan, en sagt verður hér frá. Ég var þá 13 ára. Heimilisfólkið var: Móðir mín, sem búið hafði ekkja nokkur ár, systir mín, yngri en ég, systursonur okkar tveggja ára, tveir vinnumenn, sem báðir voru þá við sjó að róðr- um, vinnukona og ég. Vetur þessi hafði verið frekar væg- ur viðskiptis á Suðurlandi miðað við ýmsa aðra undangengna. Um síðara hluta þessa vetrar seglr Þorvaldur Thoroddsen i bók sinni, „Árferði á Islandi í þúsund ár:“ „Á Suðurlandi kom batl á einmánuði og gerði hlák- ur, var tíð allgóð og komu upp hag- ar. f maímánuði viðraði víða vel.“ Á mínum heimaslóðum var því, að þeirra tíma hætti, búið að sleppa rosknu fé af húsi, — hætt að smala daglega, þegar atburður sá gerðist, sem hér verður sagt frá. Það fé, sem kom sjálfkrafa heim að kvöldi, var látið inn og eitthvað gefið. í fulla viku hafði engin kind komið að húsi. Eftir að stöðugt var hætt að hýsa, voru hurðir teknar frá dyrum og þeim skotið inn. Fé gat því gengið inn, ef heim kom eftir háttatíma. Dag einn seint 1 april kólnaði nokkuð veður — varð norðanstrekk- ingur og kuldanæðingur þegar leið að kvöldi. Móðir mín, sem venjulega fór síð ust í háttinn, hafði verið lasin þenn- an dag og gekk því óvenjulega snemma til náða, svo og yngri börn- in. Þegar fara átti í fjósið til mjalta, var því enginn á ferli nema ég og vinnukonan. Þegar við vorum á leið i fjósið, sá ég hvar nokkrar kindur lestuðu sig ofan suðuröxl fjallsins heim á leið, venjulega vetrargötu fjárins í haga og úr. Efst í norðausturjaðri túnsins stóðu tvö fjárhús, þó með nokkru milli- bili. Eg sagði stúlkunni, að ég ætlaði að aðgæta þessar kindur nánar, taka svo til hey og gefa þeim. Ég gekk svo til húss þess, er liærra stóð. Dyr þessa húss blöstu ekki við bænum. Þegar að húsinu kom, var hurð fyr- ir dyrum, í lokum utan frá. Þessa átti ég ekki von og kom kynlega fyrir, að svona skyldi vera. Ég tók hurð frá stöfum og leit inn. Þá kom í ljós, þótt í móðu væri, óhugnan- leg sjón. sem ég hef ekki gleymt og mun aldrei gleyma. Húsið virtist fullt af bláleitri móðu, blandinni mjög sterkri lykt. Móða þessi leitaði fram í dyrnar og aftraði mér nokkur augnablik inngöngu í húsið. Loks tók ég að grilla í örsmáa díla sem ljósagnir eða glóðarmola. Þegar ég svo áræddi inn í húsið, rak ég mig á hörmulega sjón. Víðs vegar um gólfið lágu yfir tuttugu fullorðnar kindur, þar af fjórir sauðir, hitt ær á ýmsum aldri. Dílar þeir, sem ég hafði séð gegnum hina óhugnanlegu, bláleitu móðu, sem fyllti húsið, voru vitanlega augu kindanna. Fæstar höfðu ærnar nokkra tilburði til að standa á fætur, þótt ég hlypi milli þeirra. Sauðirnir höfðu sig upp og róluðu út, eftir að ég hafði vísað þeim til dyra. Nokkrum ánna kom ég á fætur og gat stutt þær út og fram í brekkuna framan við húsið, en flestar varð ég að taka í fangið og fann þá átakanlega til, hve faðm- ur minn var umfangslítill. Fyrir full- þroska karlmann hefði þetta ekki verið neitt afrek, en fyrir þrettán ára, seinþroska ungling var það of- raun, þótt leyst væri. Líklegt er, að þetta hafi orðið mér léttara fyrir það, að allar héldu ærnar höfði og fóru nokkuð að brölta, meðan ég var að lyfta þeim frá gólfinu. Engin ær hafði látið lambi í hús- inu og gerði ekki heldur síðar. En fæstar þeirra höfðu átt meira en mán- uð til burðar, og því meiri vandi með að fara. Máttleysi og deyfð, sem þjak- aði ærnar, mun að mestu hafa staf- að af hungri, þorsta og slæmu lofti, en ekki af megurð, því að allar voru þær í góðum holdum, miðað við árs- tíma. Þetta kom gleggst í ljós við burð ánna. Þær fæddu allar á réttum tíma fullburða, frísk lömb, sem þær komu vel frarn. Allt hefði þetta farið á annan veg og verri, ef ærnar hefðu verið illa fram gengnar. Þegar ég var búin að koma síðustu ánum út, þá fannst mér sú þrekraun hafa gert mig að fullorðnum manni. Hvað sem um það er, þá hefur mér ávallt fundizt síðan, að það, sem ég þar á eftir gerði kindunum til líkn- ar og hressingar, bendi heklur til, að í hugarheimi mínum hafi einhver breyting orðið, þótt ólíklegt sýnist. En úr þessu fæst aldrei skorið. Þessu næst hentist ég heim í fjós, þreif þar fötu, sem búið var að mjólka í, greip einnig litla tréskál, og bað stúlkuna að fara ekki úr fjósinu fyrr en ég kæmi aftur — ég myndi ekki verða lengi burtu. Meira fékk stúlkan ekki að vita. Ég fór með mjólk í skálinni til flestra ánna, sem allar drukku nokkuð, en flestar lítið. Þær virtust hafa meiri áhuga á grænu túnnálinni, þótt smávaxin væri. Að brynningunni lokinni skilaði ég leifum mjólkurinnar, sem engin snoppa hafði snert, og bað stúlkuna segja það, sem henni sýndist, án þess að láta hins rétta gefið, ef síðar sæ- ist borð á trogum. Til þessarar nauð- varnar þurfti aldrei að taka. Næst fór ég út í heygarð, leysti grænt og gott 'mýrarhey í laup, fór með það til ánna og lét væna tuggu hjá hverri kind, og tóku allar vel í. Eftir þetta fannst mér ég ekki geta meira gert, fór í bæinn, borð- aði og háttaði. Næsta morgun var ég tímanlega á fótum, og fylgdu mér úr bænum sýstkinin von og ótti, og varð vonin sigursælli þennan morg- uii. Kindurnar horfnar allar úr heinia brekkunni, beittu sér víðs vegar um tún og mýri og báru sig hið bezta. Næstu kvöldin gaf ég ánum töðu svo 740 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.