Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 16
allt þess háttar og verzlaði heilmik- ið með kvikfé og hunang — þetta var stórmenni, skilurðu. En hann var orðinn gamail og grár fyrir hær- um, stór maður og stórbeinóttur og stirður í liðamótunum. Og allir sner- ust í kringum hann, þegar hann kom á torgið í refskinnshempunni sinni. „Góðan daginn, Ankúdim Trofimo- vitj,“ sögðu aliir. „Já, góðan daginn," sagði hann þá. Hann var sko ekki að líta niður á fólk, hann var nefnilega ekki af þeirri sortinni, skilurðu. „Gæfan sé með þér, Ankúdim minn.“ „Hvað er að frétta af búskapn- um?“ spurði hann svo. „Æ, fátt og Iítið. En hjá þér, Ankudim góður? „O, við hjörum líka, eins og Vor herra úthlutar. við erum Honum allt- af tii skammar," svaraði hann. „Jæja, Ankúdim góður,“ sögðu menn þá, og svo fór hver sína leið. Hann var ekki að gera neinn mannamun, skaltu vita, og orð hans voru gulls ígildi. Biblíufróður var hann og fluglæs og skrifandi, en hann las ekkert nema guðsorð. Hann var vanur að kalla konu sína fyrir sig öðru hvoru, og segja til svona um leið og þau settust ein saman: „Hlustaðu nú á, mamma, og reyndu að skilja það, sem ég ætla að segja þér.“ Og svo fór hann að ieggja útaf ritningunni. Konan var ekki gömul — það var seinni konan hans, hann kvæntist henni til að eignast börn, hann hafði engin börn átt með fyrri konunni . . . En með þessari — Marja hét hún — með henni átti hann tvo hálfstálpaða stráka þegar þetta- var. Sá yngri, hann Vasja, fæddist, þegar Ankúdim var kominn fast að sextugu. Svo átti hann dóttur sem hét Akúlína, hún var elzt. Hún var þá átján ára og var kölluð Akúlka. — Var það hún sem þú giftist? — Bíddu nú hægur! Fyrst kom Filka Morozov og kom illu umtali af stað. En þar á updan fór hann til Ankúdims gamla og sagði við hann: „Nú skaltu gera upp við mig, Ankúdim Trofimovitj, þú verður að borga mér þessar fjögur hundruð rúblur, sem ég á. Ég ætla að freista gæfiinnar. Ég vil hvorki vera vinnu- maður hjá þér né eiga við þig kaup. Og hana Akúlku þína vil ég heldur ekki sjá. Nei. nú ætla ég að lifa lífinu!" Foreldrar hans voru báðir nýdán- ir, skilurðu, og nú átti að hlaupa af sér hornin. Svo ætlaði hann að gefa sig fram, sagði hann, hermað- ur vildi hann verða og snúa heim sem marskálkur eftir tíu ár. Ankúdim gerði upp við hann og taldi hvert kópek út. Faðir Filka hafði nefni- lega átt hlut I mörgum fyrirtækjum hans, sjáðu, og Filka 'átti heimtingu á að fá sitt. „Nú ferð þú í hundana, Filka,“ sagði Ankúdim. „Það kemur mér einum við, hvort ég fer í hundana, en hjá þér, gamli skröggur, má maður búa sig undir að lepja dauðann úr krákuskel alla sína tið. Þú veltir fyrir þér hverju kópeki og dregur heim alls konar skarn til að gera þér mat úr. Þú nurlar og nurlar, og kaupir víst að lokum sjálfan fjandann — en ég gef frat í allt þetta,“ sagði hann, „ég stefni hærra. Og Akúlku þína vil ég ekki sjá. Ég er reyndar búinn að sofa hjá henni . . .“ „Hva!“ skrækti Ankúdim. „Þú dirf- ist að svívirða heiðarlegan mann og heiðvirða dóttur hans! Nær hef- urðu sofið hjá henni, nöðruafspreng- ið, eiturkvikindið?" Allur iíkaminn skalf og hristist. Finka sagði mér það sjálfur. „O, hún má sleikja út um, þótt fleiri eigi í hlut en Filka Morozov, en ég skal sjá um að enginn, ekki einn einasti, vildi líta við Akúlku þinni, heldur ekki Nikita Grigoritj — því smánuð er hún og það verð- ur hún. Við höfum verið saman, hún og ég, frá því í haust leið. En nú vill ég hvorki eiga hana né sjá hana — ekki fyrir hundrað stóra! Þú get- ur reynt að telja hundrað af þeim stóru rauðu fram á borðið — ég tek ekki við þeim! Og nú fór hann að svalla, fírinn. Lét vaða á súðum. Og það var nú lifnaður, skaltu vita! Það hneykslaði allan bæinn. Hann safnaði um sig kumpánum, hann stráði peningum úr hnefa, og svona lét hann gamminn geysa og rúblurnar fjúka í tvo mán- uði. „Þegar ég verð blankur," sagði hann, „þá sel ég húsið, sel hvert pút og plagg, og svo fer ég í herinn ellegar leggst í flakk.“ Hann var fullur frá morgni til kvölds, og með klingjandi tvíeyki fór hann eins og hvirfilbylur um þorpið og alla sveitina. Stelpurnar voru band óðar í honum, skiljanlega, hann kunni að haga sér eins og ríkisbubbi. það held ég. — En var hann þá virkilega búinn að komast yfir Akúlku? — Hægan, góði, hægan! Faðir minn var þá líka nýdáinn. Mamma bakaði hunangskökur og vann hjá Ankúdim, hún vann fyrir okkur. En það var af litlu að taka, auðvitað. Landskika höfðum við átt, sem gaf dálítið af sér, en þetta fór allt í súginn, eftir að pabbi dó, því ég var lika farinn að hrista úr klaufunum. Peningana hafði ég út úr mömmu með barsmíð . . . — Það var Ijótt af þér . . . þetta er stórsynd. — Og fullur var ég, skilurðu, full- ur frá morgni til kvölds. Húsið okk- ar áttum við áfram en það var svo hrörlegt, að maður gat elt héra þvert í gegnum það. Vikum saman höfð- um við ekki annað en ruður að nasla í, mamma var sí og æ að skamma mig en hvað stoðaði það? Sýknt og heilagt var ég að elta Filka Morozov. „Taktu nú gítarinn,“ sagði hann. „og spilaðu og dansaðu fyrir inig, ég ætla að liggja hér og kasta til þín peningum því nú er ég matador hérna, skilurðu!" Ja, uppátækin hjá honum! . En þýfi vildi hann ekki sjá. „Nei, ég er ekki þjófur,“ sagði hann stundum, „ég er heiðarlegur maður, hér eftir sem hingað til.“ Dag nokkurn sagði hann við mig: „Komdu, nú skulum við bera tjöru á dyrnar hjá Akúlku, ég vil ekki hafa það að Nikita fari að giftast henni. Það er mér fyrir öllu.“ Gamli maðurinn hafði lengi gert sér vonir um hún giftist Nikita Grigoritj, gráskeggjuðum ekkjumanni með gleraugu. Hann átti líka verzl- un, maður vel akandi, og svo hafði hann eitthvað stigið í vænginn við hana. En nú heyrði hann orðróm- inn um Akúlínu, og þá dró hann sig í hlé. „Það yrði mér til vansæmdar, An- kúdim," sagði hann, „og svo er ég líka orðinn of gamall til að kvæn- ast.“ En við sóttum tjörudallinn, fórum heim til Akúlku og bárum á dyrn- ar. Eftir á heyrðum við, að hún fékk stanzlausa barsmíð þar heima. Maria mamma hennar skrækti hvað eftir annað: „Þetta leggur mig i gröfina! Ég lifi það ekki af!‘ Og gamli maðurinn sagði: „Ef þetta hefði átt sér stað í fyrri daga, á tíð hinna æruverðugu kirkju- feðra — skyldi ég hafa steikt hana í eldi, en nú er heimurinn spilPu;, og enginn sér handa sinna skil í myrkrinu. Nágrannarnir heyrðu út á góluna. hvernig Akúlka æpti og hljóðaði und- ir svipunni. Þau börðu hana frá morgni til kvölds, og á meðan gekk Filka um og belgdi sig á torginu. „Snotur stelpa Akúlka, svo íjandi skemmtileg í rúminu! Fallega vaxin, og ekki skömm að flíkunum sesn hún gengur í! Spyrjið hana bara, hvern henni þyki vænzt um! Jú, ég hef velgt þeim undir uggum, gömlu skótu hjúunum — þau muna víst eftir mér héðan af." Einmitt um þetta leyti hitti ég Akúlku litlu, hún var þá að bera heim vatn, og ég kallaði til hennar: „Góð- an daginn, Akúlína! Ég tek ofan fyr- ir fínu dömunni! Hvað þú ert fín og falleg! Hvaðan færðu allt þetta? Það væri gaman af vita, hverjum þú ert skotin í!“ Hún bara horfði á mig, náhvít í framan, augun fjarskalega stér, en 736 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.