Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 11
Margrét Jónsdóttir: Ég geng á fund þinn Ég geng á fund þinn, góða vor, þú gefur mér þitt djarfa þor, þitt geislabros og græna skraut, er grær og fyllir hverja laut. Og ég verð aftur ung og ný, er árdagssólin roðar ský og lóan syngur ástaróð, þá ómar mér á vörum Ijóð. Með fuglum loftsins fagna ég, sem flogið hafa langan veg og ennþá gista ísafold og eru börn þín, fósturmold. Af lífsins gullnu gleðiveig hins góða vors ég drekk í teyg, með fuglum syng hjá blómum bý og böli öllu í fögnuð sný. aðalhlutverkiS í öllum þáttunum með sínu venjulega fjöri og yndisþokka. Ég er ekki í neinum vafa um, að það koma margir í Hafnarfjörðinn tii að sjá þessa mynd. Einhver bezta myndin verður „Fyrir konunginn og föðurlandið,“ stónkostleg mynd. Ég hef fáar mynd- ir séð, sém hafa haft eins mikil áhrif á mig. Hún gerist í fyrri heimstyrj- öldinni, er ádeila á stríð og heraga, ákaflega áhrifamikil og átakanleg. Það er engin hetja, sem myniin fjallar um, og engar dáðir drýgðar. heldur lýst ömurlegu víti skotgraf- anna og sögð saga ungs, óbreytts her- manns, eins af hundruðum þúsunda. Kona ans og tengdamóðir hafa hvatt hann til að ganga í herinn og berjast fyrir „konunginn og föð- urlandið." í leðju skotgrafanna hef- ur hann horft á félaga sína skotna í tætlur í þrjú ár. Þá gefst hann upp eitt sinn og heldur af stað. Eiginlega hefur hann ekki í hyggju að gerast liðhlaupi, hann verður bara að kom- ast burt, burt frá þrumandi fall- byssunum, burt frá dauðanum. En hann næst og er fundinn sek- ur um liðhlaup, enda þótt hörku- duglegur höfuðsmaður taki að sér og leggi sig allan fram við að verja hinn barnslega, saklausa, unga aer- mann, sem stendur varnarlaus gagn- vart hörku herréttarins. Herréttur- inn trúir ekki á taugaáfall af völd- um sprenginga. að lokum verður höfuðsmaðurinn að veita honum banaskotið, félögum hans er það um megn. Dó hann fyrir konunginn og föð- urlandið? Það er ef til vil! óhætt að segja, að dauði hans var öðrum við- vörun. Menn gerast ekki liðhlaupar. Hvers vegna ekki? Þeir gera það ekki, það er ekkert um það. Þessari mynd verður ekki lýst, menn verða að sjá bana. Myndin er gerð af Josep Losey, og Tom Cortenay og Dirk Bogarde fara með aðalhlutverkin. Tom Cortenay, sem leikur unga her- manninn, leikur sérstaklega vel, hann nær áhorfandanum algerlega á sitt band með barnslegum svip- brigðum sínum og öllum leik og framkomu. Tom Cortenay er einn af ungu kynslóðinni í Bretlandi, fædd- ur í Hull 1937, hann er grannur og fremur veikbyggður, en hefur ódrep- andi áhuga á íþróttum, einu sinni ætlaði hann að verða kennari og var byrjaður að lesa bókmenntir við há- skólann í London, en hann var allt- af að snuðra kringum leiklistarhá- skólann og lenti þar að lokum. Hann hefur áður leikið í einni mynd og er nú á Spáni að leika í mynd Davíðs Leans, Doktor Zhivago. Fyrir konunginn og föðurlandið „Fyrir konunginn og fööurlandið um sínum. hefur fengið mjög góða dóma, og fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Ég vona, að hún hljóti hér þá að- sókn og athygli, sem hún á skilið. Allar þessar myndir, sem ég hef verið að segja þér frá, verða sýndar á þessu ári, og ég verð að segja, að ég vona Jþær dugi, þeim verði það vel tekið. Eg hef töluvert af mynd- um nú þegar, sem ég hef í athugun að sýna á næsta ári, en það er of snemmt að segja frá þeim, enda er allt-óráðið um þær enn þá. Kvikmyndahúsgestir ráða miklu um val mynda, það er tilgangslaust að taka myndir til sýningar, sem ég er fyrir fram viss um, að fáir eða engir koma að sjá. Kristín. Tom Cortenay <»3 Dirk Bogarde í hlutverk- T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 731

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.