Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 8
 Af öllum guðshúsum í Eyjafirði er það Saurbaejarkirkja ein, sem enn ber fornlegan svip. arnir þannig, að hann skyldi af- henda heilagri Hólakirkju þau átta tíu hundruð, er faðir hans hafði fengið honum. — Þegar hér var komið, var hústrú Margrét látin og því ekki til staðar að biðja biskup um eftirgjöf á sökum, enda mundi nú varla hafa stoð- að. Þó að nú sé ekki unnt að færa skjallegar sannanir fyrir því, mun sök Þorláks hafa verið önnur en sú, er honum var færð til sektar. Á árunum 1492 og 1493 leitaði Ólafur biskup að sök- um á þá menn, er svarið höfðu fríunareið með Bjarna í Hvassa- felli 1481, en þau hústrú Margrét og Páll tengdasonur hennar héldu hlífhskildi yfir Hvasisafellsheimil- inu, og það hafa eflauts fyrst og fremst verið þeirra vinir, er sóru fríunareið með Bjarna, fyrst á Alþingi 1881, síðan á Grýtu- bakka. Kunnugt er um ofsókn biskups á hendur Höskuldi Árna- syni á Núpufelli fyrir þær sakir og aðrar tilnefndar. En báðar sak- irnar á Þorlák eru því líkastar, ■að þær séu tilfundnar. Sökin um skógarhöggið liMéga þanmig til komin, að hann hefur treyst á lauslegt vilyrði um leyfi til þess, en ekki reynzt hald í, er biiskup vildi gera það að sök. Sökin á föður Þorláks dauðan er a.m.k. tortryggileg, og var Þoilláki þar að auki óviðkomandi frá sjónar- miði pútímamanna. Skemmtilegri er heimildin um gjöf, er hústrú Margréti var gef- in: 7. apríl gerði gamall prestur Magnús Einarsson, „heill að viti, - - en nokkuð krankur í líkama,“ testamenntisbréf sitt. Ekki voru gjafir hans miklar. Höfuðkirkjan á Hólum, þar sem hann kaus lík- ama sínum legstað fékk aðeins fimm kúgildi, og herra biskupinn kross með festi, ef hann vildi syngja prestinn til moldar. En hústrú Margréti gaf hann skip sitt og kapla sína alla fimm. Eru þeir þó goldnir meir en gefnir, því að upp á mörg ár hef ég verið henn- ar ómagi sakir míns krankleika sem fleiri aðrir mínir fátækir frændur, er hún hefur fyrir guðs skuld og mína við hjálpað, sem guð launi henni. Og hér með skipa ég henni ásauðarkúgildi fyrir þann umbúning, sem mér ber að hafa til moldar.------- Hústrú Margrétar getur síðast, er hún krafðist dóms Hrafns lög- manns Brandssonar um erfða- hlut Orms Bjarnasonar og um það jafnframt, hver skuli vera fjór- haldsmaður hans Málavextir voru þessir: Soffía Loftsdóttir, mágkona hústrú Margrétar, giftist fyrst Árna Þorleifssyni frá Vatnsfirði, bróður Björns hirðstjóra hins ríka. Árni varð skammlífur, en þó áttu þau Soffía son, Þorleif, síðar bónda 1 Glaumbæ í Skagafirði. Síðar giftiist Soffía Bjarna írvanssyni, bróðursyni hústrú Margrétar. Bjarni dó um 1473 og Soffía um líkt leyti. Þau áttu son, er Ormur hét. Þennan svein hafði hústrú Mar grót tekið að sér og fjárhald hans. Þorleifur sonur Árna og Soffíu virðist hafa dáið áður en þau Bjarni og Soffía, a.m.k. kemur það hvergi fram, að hann hafi gert kröfu til arfs eftir móður sína. En er Ámi elzti sonur hans náði fullorðinsaldri, gerði hann kröfu bæði til arfs eftir ömmu sína, Soffíu, og umboð yfir eignum Orms föðurbróður síns, er enn var barn að aldri. Hrafn nefndi þá tylftardóm um bæði þessi mál að kröfu Margrétar á Þorkelshóli í Viði dal 20. maí 1480. Um það, hver skyldi vera umboðsmaður yfir eign um Orms, féll dómurinn þannig að það skyldi vera Páll Brandsson vegna Ingibjargar konu sinnar. er væri Ormi náskyld án þess að geta átt kröfu til arfs eftir hann, en hústrú Margrét, sem réttilega hefði að sér tekið eignir Orms, skuli hyggja að á hverjum tólf mánuðum, hversu með fé hans væri farið og sveinninn haldinn, en Erlendi tengdasyni hennar fal- ið að inná af hendi greiðslur til Páls fyrir umboðsmennsku hans „með dándimanna gjörð.“ En af arfi eftir Soffíu var Ormi dæmdur bróðuþhlutur, eða tveir þriðju hlut ar arfsins, en Árna og bræðrum hans tveimur aðeins systurblut- ur eða þriðjungur arfsins. Dómar þessir hafa augljóslega verið að Framhald á 862. síðu. 848 Tf IU > N N,— SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.