Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 19
i beinaleifum frá tima Inkaríkisins fyrir um það bil þúsund árum. Ætlað er, að maðurinn hafi kom- izt yfir Beringsund til meginlands Ameríku 10 til 15 þúsund árum fyr Ir Krists burð, og síðan hafi álfan verið einangruð frá gamla heimin- um í óratíma. Því er ekki fráleitt, að þessir fyrstu landnemaflokkar hafi borið með sér beinberkla, en varlegt er að Mlyrða nokkuð um slíkt. Frá Indlandi eru elztu ritaðar heimildir um berkla. í Vedaritun- um má lesa særingarvers frá því um 1500 f.Kr., þar sem hinn illi tæringarandi er beðinn að hverfa og „fljúga í brott með skógar- skjónum bláa“. Lungnaberkla er einyig getið í indverskri lagagrein frá því um 600 f.Kr., þar sem hjúskapur er meinaður þeim mönnum, er þjást af iungnasótt. Ekki er vitað, hvaðan berklar bárust til Indlands, en þar hefur veikin og þekkzt í dýrum. í frá- sögu nokkurri er á það minnzt, að berklar hafi herjað mjög á tamda indverska fíla á níundu og tíundu öld. Enda þótt beinberklar — eink- um berklar í hrygg — hafi lagzt á Egypta allt frá árdögum ríkis- ins, er hvergi rætt um lungna- ber-kla í egypzkum papírusritum. í lagabálki Hammúrabís (u.þ.b. 2250 f.Kr.) er og hvergi minnzt á lungnaberkla, og vitneskju um sjúk dóm þennan er hvorki að fá i gamla né' nýja testamentinu. Þó virðast Gyðjngar hafa veitt athygli berklum í dýralungum, og lýsingu á berklum í lungum fórnardýra má lesa í Talrnúd (u.þ.b. 200 ár- um f.Kr.). Ritgerðir gríska læknimeistar ans Hippókratesar og lærisveina hans (u.þ.b. 450 f.Kr.) koma að góðum notum, þegar rekja á sögu- feril berklaveikinnar. Þar er lýs- ing á lungnaberklum, og að auki fullyrt, að sjúkdómurinn sé smit- andi. í þá daga var fræðimönnum torvelt að skilja leyndardóm smit- unar. Aristóteles, er uppi var ö’.d síðarXen Hippókrates, segir það vekja undrun sína, að þeir, sem umgangist berklaveika, sýkist af berklum, en hins vegar sé óhætt að vera í návist vatnssjúkra. Frá tímum Grikkja og Róm- verja má svo rekja feril berki- anna allt fram til vorra daga. \ T í M I N N — SLNNUÐAGiSBLAto Snemma á miðöldum hafa berk>- ar borlzt til Norðurlanda. Elzta dæmi um berkla í hryggjarbsin- um á norrænum manni fannst hér á íslandi, og eru beinin talin um það bll þúsund ára gömul. 1 Danmörku hafa fundizt berkia skemmd hryggjarbein í gröfum frá þrettándu öld við klaustrin í Apal- durslundi (Æbelholt) og Eyrarbæ (Öm), og slíkir fundir hafa einn- ig orðið á Borgundarhókni. Fjölmargir fundir benda til þess, að berklar hafi einnig verið al- gengur sjúkdómur meðal aðals- stétta á Norðurlöndum. í Vreta- klaustri í Svíþjóð fannst til dæm- is í grafreit stórhöfðingja nokkurs, er uppi var á tólftu öld, bema- grind af átta ára barni með berkia mein í hrygg. Er konungagrafirn- ar í kirkjunni á Hringstað (Ring- sted) voru kannaðar árið 1855 kom meðal annars í ljós, að drottn- ing Valdimars unga, Eleónóra prinsessa frá Poi’túgal, hafði tölu- vert berklamein í hrygg, en bún andaðist á barnsæng árið 1231, liðlega tvítug að aldri. Á síðari hluta miðalda er oft- lega getið um lungnaberkla i nor- rænum ritum. Eins og fyrr er sagt, geta menn tekið berklasmit, ef þeir neyta matar úr berklaveikum dýrum, og frá nautgripum kemur berklaaf- brigði, sem einkum ræðst á háls- kirtla í börnum. Þetta er svonefnd kirtlaveiki, en hún var fyrrurn a’- geng meðal barna, er fengu mjólk úr kúm með júgurberkla. Þar eð hálskirtlarnir bólgnuðu mikillega og augun urðu þrútin og rauð, minntu barnsandlitin á greppitrýni "grísanna, og á máli sínu, latínu, nefndu læknar sjúkdóminn scrop- hulosis. Þetta heiti er myndað úr 859

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.