Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 17
um, svo ekki var annað fyrir hendi en þrauka sultinn svo sem útilegu- menn í óbyggð. Lítt grillir framundan, en hljóð heyrist norðan úr þokunni. „Var þar einhver að hóa?“ spyr ég, strákana. „Þetta er áreiðanlega fugl,“ segir Pétur Örn. „Ég hef heyrt í svona fugli fyrr,“ bætir hann við. Áfram höldum við O'g reynum að halda hópinn. Ég hef áhyggjur af Vikari, sem ekki er heilfættur, en hann ber sig vel. Lobs fer þokunni að létta og örla fer á birtu af degi. Reykir koma í Ijós. Nú fer að styttast til Hveravalla. Verðum við nú sem heimfúsustu hestar og förum svo hratt sem þreyttir fætur mega. Um það bil að kl. er fimm að morgni, náum við á Breiðmel. Gott er nú að hafa lyklavöld og geta komizt beint í matarskúrinn. En í þann mund, sem við erum að koma að skúrnum, berst okkur á ný hljóðið úr þeim furðufugli, sem Pétur Örn þóttist þekkja fyrr. Er þar kominn Bjarni, bróðir hans, með tvo til reiðar. Hafði Bjarni haft áhyggjur af Vikari og fengið léða hesta Eysteins til að fara á móti okkur. En þar sem við fórum suður fyrir fellið, urðum við ekki á vegi hans, enda fór hann skemmstu leið, en við örugglega Þeír sem senda Sunnu 4s*asblaðinu efni til Wírtingar, eru vinsam '''qa beðnir að vanda *il ^andrita eftir föng- . >m og helz* að láta vél- rita þau et kostur er. ckki má þó vélrita '>4*tar en i aðra hverja 'ínu. 'Hveravellir. Ljósmynd: Páll Jónsson. ekki. Vikar hafði illa villzt á fjöll- um, þá hann lét okkur trítla suðui fyrir Þjófafell. Eysteinn hafði sagt honum, að skemmsta leið milli Þjófadala og Hveravalla lægi fyr- ir sunnan Stélbratt, en það var sko allt annað fjall. Og af þeim misskilningi höfðum við, svöng og köld, tvöfaldað þá skemmstu leið, sem við ætluðum að fara. Þeir ungu menn, sem með mér voru, töldu sig þarna i fyrsta sinn á ævinni hafa kynnzt því að verða verulega svangir, enda var það fljótt að hverfa, sem ég tíndi í þá. Ekki var svefn mikill, það sem lifði nætur, en furðu brött var ég í morgunsárið. Gudda og Ragn- heiður voru því fegnar að hafa haldið heim í tíma. Þeim leizt ekki, að þær hefðu þraukað slíka för. Kjalfell. T Í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 857

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.