Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 14
Haldið til fjalla. Og við Gudda stöndum ferð- búnar við Austurvöll með allt okkar mislita hafurtask. Þar er fjöldi bíla og fleira fólk. Hér er brottfararstaður Ferðafélags ís- lands, í ýmsar áttir. Flestir halda í slóð Maríu og Sigurðar í Mörk- Ina, sem nú er fræg og freistandi Minnsti bíllinn ætlar til Hvera- valla og er vart fullsetinn. Rigningin dundi úr lofti og ferðamenn urðu sem skjótast að draga sig i vatnsheldar burur ril •að verða ekki gegndrepa, Við gaukuðum undir bilinn kexkassa og öðru, sem þoldi illa vætu. svö það skemmdist ekki, meðan bil- stjórinn gekk frá trússi Óstund- vísi var ekki tiltakanleg. Um hálf- þrjú er lagt af stað. Fararstjóri er með, svo sem vera 'ber, bví að Ferðafélagið er með helgar- skemmtiferð Sá, sem stýrði för, að þessu sinni, hafðj sérstakt dá- læti á jarðfræði. Þegar í /Svína- hrauni hóf hann að fræða um byltingar og brambolt jarðar end- ur fyrir iöngu. Virtist hann hafa mesta löngun til að staldra við hvert hraunstél, sem á vegi varð. Ekki var hann líkt því eins fróð- ur um bæjarnöfn, sem ef til vill ekki var von, enda þýddi lítt að spyrja hann um nafn á búand- görðum í Biskupstungum. Staldrað var við í skálanum við Gullfoss og þar drukkið kaffi, en síðan haldið á hálendið. Þungt var í lofti og fjallasýn slæm. Far- arstjóra pótti það illt. því uú kunnj hann skil á öllum fjöllum, fjarlægum sem nálægum En hvað um það. Þarna úti i þok- unni var petta fjall og þarna hitt Hætt er við, að fleiri en mér hafi orðið erfitt að greina, hvað var hvað, þegar farið var um björtu. Um náttmál er komið til Hvera valla. Svo stóð á þar efra, að Eysteinn Björnsson, húnvetnsku.r bóndi og margreyndur gæzlumað- ur sauðfjárveikivarnagirðinga á Kili, hélt þar hátíðlegt sjötugsaf- mæli sitt. Þar var margt um rnann Inn að heiðra Eystein, og var starfslið byggingar boðið til veizlu Sátu menn að sumbli í vistarveru þeirri, sem þénaði sem matstaður timburmanna. Gudda var ferða- þreytt og vildi fara í háttinn, enda leizt henni ekki gæfulega á vænt- anlegan vinnustað sinn i eldhú.sr og matstofu. Fór ég með hana í skála Ferðafélagsins og kom henni þar fyrir í rumi. Þar lá hún til morguns and- vaka af áhyggjum, en ég labbaði mig upp í tjald til að skála við afmælisgesti. Undu menn lengi við ágætar veitingar. Dætur Eysteins höfðu komið með feikn af brauði og kökum, svo menn gátu etið, drukkið og verið glaðir. ’Nót't var björt, svo ég veit ekki hvað lifði nætur. þegar ég fór að huga að tjaldi mínu. Ég hafði sent tjaldið tii Hveravalla á und- an mér og beðið þess, að það yrði reist. Ekki gafst á að líta í tjald- inu. Það hafði staðið þarna tómt og þótt hin ákjósanlegasta matar- geymsla. Þar var . nú ekki þver- fótað fyrir mat En ég varð að láta mig hafa það að hreiðra þarna um mig, ekki gat ég gert ónæði í skála Ferðafélagsins, þeg- ar svo var áliðið, og önnur tjöld voru fullskipuð. Taldi ég svo eft- ir á, að ég hefði haft kartöíiu- poka fyrir l^odda, saltfisk fyrii fótagafl og niðursuðudósir í stað vindsængur. Starfið hefst. Ekki héldu áhyggjur fyrir mér vöku, þó útgerðin væri meira í minni ábyrgð en Guddu. Svaf ég vel á dósunum til kl. 7 næsta morg un og fór þá á' stjá. En smiðir voru framlágii eftir veizlu og bærðu vart á sér fyrr en um dag- mál og sumir fyrst um hádegi. Fór ég nú að litast um á vinnustað og leizt ekki ofsögum sagt af að- búnaði. Trégólf var að vísu í eld- hústjaldi, og þar voru tvö borð og tveir stólar. Tvíhólfað gasapparat var ætlað til eldamennsku. Lýsti ég því á þann veg, að hitaorka þess væri næg fyrir tvær turtildúf- um í brúðkaupsferð, sem varið gætu öllum deginum til að bíða eftir því, að hitnaði í pottunum. Olíuprímusinn, sem ég hafði af forsjálni haft með mér, kom í goð- ar þarfir. En eldhústjaldið var hreinasta lúxustilvera hjá matstað þeim, sem piltar höfðu búið sér Þeir höfðu raðað saman eimngr- unarplötum ' og skyldj það vera matborð Plöturnar voru hvitar fyrstu, en síðan rósaðar i öi!um litum, eftir mataræði Við vorum stundum að snúa plötunum við, en það var næsta vonlaust verk Sæti höfðu menn ætlað sér á ve-k- færakistum eða matvælaköss- um og lækkuðu þeir í sessi, beg- ar gekk á birgðir. Eiginkonurnar, sem staðið höfðu fyrir búi, tygj- uðu sig til ferðar með bíl Ferða- félagsins. Þá fluttu þeir saman, sem búið höfðu með konum. Losn aði nú ágætt svefntjald handa okk- ur Guddu, enda þurfti hún að rýma koju sína í skálanum, sim nú fylltist af gestum. Starf okkar Guddu hófst á því að gefa þeim kaffi, sem úr ból- um höfðu komizt. Veðrið lofaði góðu, og þegar Gudda sá, hvað ég var léttlynd, hætti hún að sýta. Stefán Bjarnason yfirsmiður kom til okkar, þar~sem við vorum að trítla uppi við hver að þvo ílátin. Stefán sagðist vona, að hann og félagar hans færu ekki of mikið i taugarnar á okkur. ,,Við höfum engar taugar,“ svaraði Gudda að bragði. Seinra fréttum við, að einhver hefði gert sér það til gamans að segja þeim, að von væri á tveim ferlegum kvensköss- um til eldamennskunnar, og voru þeir á verði fyrstu dagana, en samkomulagið var í' bezta ’ igi, þegar á reyndi Fljótlega fór ég að kanna birgð- ir áhalda, og fannst mér þau tá- brotin og varð að orði: Hér eru áhöld óhentug jg fá, auðséð að karlmenn hafa im þetta fjallað. Gudda, sem er hagorð i betra lagi var fljót að bæta við: Ráðs'konan geðvond, orðin alveg frá, oft er því til Messa-Guddn kall- að: Varaðu þig, það veltur pottur- inn, vertu ekki fyrir, mjólkurfatan elti Allur í hverinn horfinn þvott- urinn hátt uppi á Kili mannskapur í svelti. Veðrið var ^ott til að byrja með og bætt var að nokkru um áhöld, eftir beiðni Matarpantanir komu til skila án nokkurra verulegra mistaka i talstöð. svo allt gekk nokkurn veginn Á sjöunda tím- anum á morgnana fór Stefán á stjá og vakti mannskapinn Um kl. 7 átti hafragrautur að vera til reiðu ásamt smurðu brauði, kaffi, súrmjólk o.fl. Klukkan hálf átta 854 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.