Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BUSH OG DAVÍÐ HITTAST Davíð Oddsson mun hitta George W. Bush Bandaríkjaforseta að máli í Washington 6. júlí. Verður á fund- inum rætt um alþjóðamál og sam- skipti landanna. Gert er ráð fyrir að rætt verði um varnarsamninginn við Bandaríkin. Fiskútflutningur eykst Sprenging hefur orðið á útflutn- ingi ferskfisks frá Íslandi. 48% aukning hefur orðið frá árinu 1999. Þrátt fyrir þetta hefur dregið úr út- flutningi til Bandaríkjanna. Ákvörðun tekin á morgun Forsætisráðherra segir end- anlega ákvörðun um þjóðaratkvæða- greiðslu væntanlega tekna á rík- isstjórnarfundi á morgun. Miðað er við að frumvarp um atkvæðagreiðsl- una verði lagt fram á þingi sem kem- ur saman 5. júlí. Vinna við frum- varpið er hafin í forsætisráðuneyti. Vaxtahækkun í BNA Seðlabanki Bandaríkjanna hækk- aði vexti í gær úr 1% í 1,25% og er þetta fyrsta vaxtahækkunin þar í landi í fjögur ár. Er henni ætlað að vinna gegn verðbólgu en hagkerfið er á mikilli siglingu og gott ástand á vinnumarkaðnum. Búist er við fleiri hækkunum á þessu ári og á því næsta. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Erlent 12 Minningar 25/29 Höfuðborgin 15 Bréf 25 Akureyri 16 Kirkjustarf 33 Suðurnes 22 Dagbók 32/34 Landið 17 Fólk 38/41 Neytendur 18/19 Bíó 38/41 Listir 35/37 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Veður 43 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Amnesty á Íslandi. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #            $         %&' ( )***                     +   FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir fær afhent hús Eimskipa- félagsins við Pósthússtræti í dag. Áætlað er að hótelið verði opnað í mars 2005, og verður það fjögurra stjörnu „superior“ hótel, að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist í september. „Það kom í ljós þegar farið var að hanna hótelið að húsið lá betur við breytingum en við höfðum þorað að vona. Mjög lítið þarf að gera við húsið sjálft til að breyta því í hótel, og breytingar munu kosta minna en áætlað var,“ útskýrir Andri. Salur á annarri hæð hússins er friðaður, fyrrum afgreiðslusalur Eimskipa- félagsins. Ytra byrði hússins er sömuleiðis friðað, og segir Andri engin áform uppi um að breyta því að utan. Tvær stórar svítur á efstu hæð 70 herbergi verða í hótelinu. „Það verða óvenju stór herbergi í hótelinu, til dæmis verða „deluxe“-herbergi og „junior“-svítur um 30–40 fermetrar, og með um fjögurra metra lofthæð. Á efstu hæð hússins verða innréttaðar tvær stórar svítur.“ Að auki verður 60 manna veitingastaður, stór setu- stofa og bar fyrir gesti, líkamsrækt og fundarsalir. Segir Andri bókanir í hótelið þegar hafnar. Morgunblaðið/Jim Smart Verður fjög- urra stjörnu hótel NEFND á vegum danska dóms- málaráðuneytisins hefur skilað af sér skýrslu þar sem lagðar eru til breytingar á nafnalögunum þar í landi, sem þótt hafa nokkuð ströng. Meðal helstu breytinga er að veita dönskum ríkisborgurum frjálst val um eftirnafn og geta þeir þá tekið upp algeng eftirnöfn, s.s. Jensen, Holm eða Lund, en fleiri en 1.000 manns þurfa að bera þau. Þá verður öllum Íslendingum bú- settum í Danmörku heimilt að fylgja íslenskri nafnahefð og kenna börn sín við föður eða móður, t.d. Jón Jónsson eða Jóna Jónudóttir. Dönum verður sömuleiðis heimilt að fylgja þessari hefð, kjósi þeir það, en sú regla var lögð niður fyrir um 150 árum. Mikið hagsmunamál Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í íslenska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn, segir að hér sé mikið hags- munamál á ferðinni fyrir þá 6.500 Ís- lendinga sem búsettir eru í Danmörku. Hann segir marga hafa lent í vandræðum vegna núgildandi laga, sem séu afar ströng, og Dan- mörk sé síðast Norðurlanda til að breyta sínum nafnalögum. Svíar hafi gert þetta síðast en breytingarnar eru liður í sameigin- legu átaki norræna ráðherraráðsins, undir stjórn Pouls Schlüters, fv. for- sætisráðherra Danmerkur, um að af- nema landamærahindranir á Norð- urlöndum. Danir hafa einnig orðið að beygja sig undir skuldbindingar Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Þá bar nafnamálið á góma í viðræðum for- sætisráðherra Íslands og Danmerk- ur, Davíðs Oddssonar og Anders Fogh Rasmussens, á Íslandi á síð- asta ári. Friðrik bendir á að Íslendingar með tímabundna búsetu í Dan- mörku, aðallega námsmenn, hafi haft undanþágu frá lögunum frá árinu 1988, með sérstakri reglugerð, og fengið að kenna börn sín við föður eða móður. Með fyrirhuguðum laga- breytingum nú muni þetta gilda um alla Íslendinga í Danmörku. Gæti tekið gildi um næstu áramót Friðrik segir að frumvarp verði líklega lagt fram á danska þinginu í haust, sem byggist á fyrrnefndri skýrslu, og ný lög taki vonandi gildi um næstu áramót. „Dönsku nafna- lögin hafa þótt ströng og Danir hafa einnig verið strangir við túlkun lag- anna. Við hér í sendiráðinu höfum viljað túlka þau þannig að fólk gæti nýtt sér íslensku nafnahefðina,“ seg- ir Friðrik og bendir á að dönsk stjórnvöld hafi fylgt nafnalögunum svo strangt eftir að sektum hefur verið beitt hafi íslenskir foreldrar ekki skráð börn sín í þjóðskrá eftir lögunum, innan ákveðins tíma. Af öðrum breytingartillögum dönsku nafnalaganefndarinnar má nefna að fólk í óvígðri sambúð má taka upp eftirnafn hvort annars, fólk í vígðri sambúð má taka upp milli- nafn hvort annars og breyta má millinafni í eftirnafn. Sem fyrr segir þurfa fleiri en 1.000 manns að bera það eftirnafn sem þeir vilja skipta yf- ir í, þannig að nöfn undir þeim fjölda teljast sértæk að mati dönsku nafna- laganefndarinnar. Þannig má t.d. Igor Ibrahimovic heita Igor Jensen og sami maður mætti skíra son sinn Alex Igorson, ef áhugi yrði á því. Lagðar eru til breytingar á ströngum nafnalögum í Danmörku Jón má verða Jónsson eða Jóna Jónudóttir STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti í gær að hækka gjaldskrá fyrir raforku til dreifiveitna um 2,9% frá 1. ágúst næstkomandi. Hækkunin er aðallega tilkomin vegna aukins rekstrar- kostnaðar Landsvirkjunar og nær ekki til stór- iðju. Þá ákvað stjórnin að taka gjaldskrána aft- ur til endurskoðunar í árslok. „Landsvirkjun hefur síðustu ár hækkað einu sinni á ári um mitt ár og reynt þá að taka mið af kostnaðartilefnum. Það er ljóst að bygging- arvísitala hefur hækkað, laun hafa hækkað og síðan eru vextir á skammtímamarkaði að hækka þannig að það er vissulega tilefni til hækkunar,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir að reynt hafi verið að fara „vægilega“ í hækk- anir. Verðlagsvísitala á heilu ári, frá júlí til júlí, sé yfir fjögur prósent og byggingarvísitalan enn hærri. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja ákvað sömuleiðis á fundi sínum á föstudag að hækka gjaldskrá á raforku en ekki liggur fyrir um hve mikið. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hita- veitu Suðurnesja, ræðst hækkunin væntanlega að hluta til af byggingarvísitölu, auk þess sem beðið var með hækkanir þar til gjaldskrár- hækkanir Landsvirkjunar næðu fram að ganga. Landsvirkjun hækkar verð á raforku til dreifiveitna um 2,9% 1. águst Aukinn kostnaður ástæðan METTE-Marit, krónprinsessa Nor- egs, og Dorrit Mousaieff forsetafrú heimsóttu listamiðstöðina Klink og Bank í Brautarholti í fyrradag á meðan á opinberri heimsókn norsku krónprinshjónanna stóð, en þau héldu af landi brott í gær. Að sögn Heklu Daggar Jóns- dóttur, eins af aðstandendum Kling og Bang gallerís, dvöldu þær í yfir klukkustund og skoðuðu listmuni og ræddu við listamenn. Mette-Marit hreifst meðal annars af hönnun Hrafnkels Birgissonar listamanns á bollum á fæti og hafði áhuga á að kaupa slíka bolla af honum. „Hann er reyndar með þá í sölu í London og ég held að hún hafi ætlað að fara þangað þar sem hann átti þá ekki á lager,“ segir Hekla Dögg. Þá skoðuðu þær ljósmyndir eftir Heklu Dögg en Dorrit hefur áður keypt tvær ljósmyndir eftir hana – af bleikum golfbolta sem ber nafnið „Flying Lady One“. Bollar á fæti hrifu Mette- Marit krón- prinsessu Mette-Marit krónprinsessa og Dorrit Moussaieff forsetafrú ásamt Birgi Erni Thoroddsen listamanni í listamiðstöðinni Klink og Bank. ÍSLENSKUR skötuselur verður meðal aðalhráefna í Bocuse d’Or matreiðslukeppninni í lok janúar 2005. Mun kynning á skötuselnum og íslenskum sjávarafurðum hefjast bráðlega og standa fram að keppn- inni. 24 matreiðslumeistarar keppa, og mun hver og einn þeirra fá einn heilan skötusel með haus og sporði sem hráefni í fiskrétt keppninnar. Að sögn Helgu Valfells, forstöðu- manns Útflutningsráðs, hafa SÍF, SH og sjávarútvegsráðuneytið kom- ið að undirbúningi málsins, allt frá síðustu matreiðslukeppni, árið 2003. „Ég tel þetta gott tækifæri fyrir Íslendinga þar sem þetta er þekkt- asta matreiðslukeppnin sem haldin er í Frakklandi og næstum sú þekk- asta í heimi. Þetta eru því kjör- aðstæður til að kynna íslenskt sjáv- arfang sem sælkeravöru, bæði fyrir Frökkum, og svo einnig mat- reiðslumeisturum víða að úr heim- inum,“ segir Helga í samtali við Morgunblaðið. Sjávarútvegsráðherra mun af- henda verðlaun fyrir besta fiskrétt- inn að lokinni keppni. Að sögn Ár- manns Kr. Ólafssonar, aðstoðar- manns ráðherra, er árangur íslensku matreiðslumeistaranna í keppninni mjög markverður. „Við höfum séð hve mikla athygli keppnin vekur, og töldum við sóknarfæri í því að styðja við bakið á matreiðslu- mönnunum með það jafnframt að markmiði að koma íslenskum fiski að í keppninni. Við teljum að þetta muni nýtast íslenskum fiski almennt og opni augu matreiðslumanna víða um heim fyrir möguleikum á að kaupa ferskan íslenskan fisk til veit- ingahúsa sinna,“ segir Ármann. Gríðarlega þýðingarmikið „Ég tel gríðarlega þýðingarmikið fyrir íslenskan fisk og ferðamennsku að íslenskt hráefni verði notað í keppninni,“ segir Gissur Guðmunds- son, matreiðslumeistari á Tveimur fiskum, sem verið hefur ábyrgð- armaður fyrir þátttöku íslenskra matreiðslumeistara í keppninni und- anfarin ár. „Ávinningurinn af þátt- töku er gríðarlega mikill, þar sem allir sem fylgjast með í þessum geira vita um þessa keppni. Ef keppandi nýtur velgengni í keppninni nýtur hann þess ekki einungis heldur hans heimaland einnig,“ segir Gissur. Skötuselur á borðum í Bocuse d’Or TENGLAR ..................................................... http://www.bocusedor.com/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.