Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2004 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG, eins og eflaust margir aðrir, hef orðið vitni að einum mesta skrípa- leik sem þekkst hefur í 60 ára sögu íslenska lýðveldisins. Skrípaleikur sem slíkur þarf ekki endilega að vera neikvæður, en því miður er þessi skrípaleikur af þeim toga sem við Íslendingar mættum vel vera án. Það sem um ræðir eru kosningar til embættis forseta Íslands, sem hingað til hafa verið blessunarlega nokkuð lausar við svona skrípaleik eins og borinn hefur verið á borð fyrir okkur á undanförnum vikum og mánuðum. Sú orrahríð sem gengið hefur manna á milli vegna þessara kosninga tel ég vera besta dæmið um það hvað embætti forseta Ís- lands er í raun orðið pólitískt. Þetta þarf ekki koma nokkrum manni á óvart, hr. Ólafur Ragnar Grímsson er jú einn af reyndari stjórn- málamönnum þjóðarinnar og ekki hægt að ætlast til þess að blessaður maðurinn hætti bara einn góðan veðurdag að vera pólitískur, eða hvað? Mín persónulega skoðun er sú að hr. Ólafur hafi látið leiða sig út á hina pólitísku braut eða öllu heldur stimplað sig sjálfur hressilega þar inn með því að neita hinu „ofrædda“ en almennt séð „ókynnta“ fjölmiðla- frumvarpi staðfestingar. Nóg hefur verið um þá ákvörðun hans rætt og skrifað og ekki skal fjölyrt um hana hér. Það sem hefur þó tekið botninn úr að mínu mati eru þær yfirlýsingar hr. Ólafs eftir að úrslit kosninganna voru ljós, að sá fjöldi landsmanna sem skilaði auðum seðlum hafi til komið vegna hvatninga Morg- unblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Með yfirlýsingu þessari tel ég að hr. Ólafur hafi móðgað og vanmetið fólkið í landinu sem hann segist svo oft og iðulega styðja við bakið á og tel ég að hann ætti að biðjast op- inberlega afsökunar á þessum um- mælum sínum. Mín skoðun á þeim fjölda sem skilaði auðum seðlum í þessum kosningum tel ég frekar vera að skort hafi valmöguleika á kjörseðlunum. Einhver verður jú að gegna embætti forseta Íslands og töluverður hluti þeirra sem settu kross við hr. Ólaf Ragnar Grímsson hafa hreinlega talið hann vera skásta kostinn til að gegna þessu ágæta embætti. Lifið heil. HJALTI SIGURBERGUR HJALTASON, Lerkilundi 30, 600 Akureyri. Forsetakosningar og fleira Frá Hjalta Sigurbergi Hjaltasyni: KJÓSENDUR velta að sjálfsögðu fyrir sér hvað gera skuli, varðandi fjölmiðlalögin. Þrætubókarmenn vilja setja skilyrði eða skilyrði ekki um framkvæmdina. Þjóðin hefur hingað til ætlað alþingismönnum að klára lagasetningu, sem, síðan, for- seti ásamt ráðherra staðfesta með undirskrift, formsins vegna. Laga- setning er að öllu jöfnu aðalstarf þingmanna og einhver laun fá þeir fyrir. Einnig hafa þeir leyfi til að kalla til sérfræðinga og hags- munaaðila og krefja umsagna. Nú hefur forseti Íslands úrskurðað að sitjandi þingmenn séu ekki hæfir til starfans og vill að ég og aðrir kosn- ingabærir menn tökum að okkur verkið. Við þurfum tíma til að setja okkur inn í „djobbið“ og þessvegna verður forseti vor að stoppa þá óráð- síu forsætisráðherra og einhverra þingmanna að ætla okkur að ganga frá þessu , þegar á þessu ári og jafn- vel strax í sumar. Mönnunum virðist ekki sjálfrátt. Þeir hafa haft áratug eða meira, síðan forsetinn sjálfur vakti athygli á málinu. Því legg ég til að málið verði látið bíða fram yfir næstu þingkosningar og forseti ein- hendi sér í að fá hæfa menn og þæga í framboð. Til þess hefur hann að öðru jöfnu u.þ.b. 30 mánuði og kjós- endur frið í sumarblíðunni. En ef forseti stöðvar ekki þingið með þetta kosningafár, verður hann að sjá til þess að kosningin verði ógild ef færri en 50% kosningabærra landsmanna, plús einn, kjósa eins. Það er einfaldur meirihluti og allt annað er klára þjófnaður á sjálfu lýð- ræðinu og þessvegna valdarán. Slíkt þolir auðvitað hvorki þjóð, né forseti. HALLDÓR BEN HALLDÓRSSON, Laugavegi 61–63, 101 Reykjavík. Um löggjafann Frá Halldóri Ben Halldórssyni: ✝ Þorleifur JónThorlacius fædd- ist í Reykjavík 28. september 1944. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 20. júní síð- astliðinn. Foreldar hans voru Ólafía Thorlacius, f. 18.8. 1912, d. 9.9. 2002, og Haraldur Þ. Thorlac- ius, f. 9.6. 1909. Systkini Þorleifs eru Þórir, búsettur í Nor- egi, og Kolbrún, bú- sett í Reykjavík. Hinn 30. ágúst 1974 kvæntist Þorleifur eftirlifandi konu sinni, Elsu Jóhönnu Gísladóttur, f. í Reykjavík 24.1. 1941. Foreldrar hennar voru Hafdís H. Rosenberg, f. 9.8. 1914, d. 26.7. 1990, og Gísli Guðni Jónsson, f. 12.5. 1909, d. 1980. Barn Þorleifs og Elsu er Haraldur Þ. Thorla- cius, f. 27.4. 1975, kona hans er Borg- hildur Birna Þor- valdsdóttir, f. 7.6. 1970. Barn þeirra er Hekla Rán Thorla- cius, f. 1998. Fyrir átti Elsa börnin 1) Gísla Má, f. 1958, 2) Hjört Gísla, f. 1959, 3) Jóhönnu Sigrúnu, f. 1962. Útför Þorleifs Jóns verður gerð frá Krossinum í Hlíðarsmára í Kópavogi og hefst athöfnin klukk- an 14. Ljúfmenni er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég minnist Jóns. Ég kynntist Jóni fyrir um 27 ár- um, en það var vegna vinskapar okkur Hönnu Rúnu en hún var sama og fósturdóttir hans. Það var ekki erfitt að líka vel við Jón, hann var einstaklega þægilegur og al- mennilegur við alla. Vildi allt fyrir mann gera. Þegar ég frétti fyrst af veikindum hans gerði ég mér ekki grein fyrir hvað þetta yrði hræði- legt og vissi ekki hvað hann átti eftir að ganga í gegnum mikla erf- iðleika. Við fórum nokkur saman til Keflavíkur fyrir síðustu jól og gistum á hóteli, fórum út að borða saman. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir hvað hann var orð- inn virkilega veikur. Hann stóð sig svo vel í þessari ferð, vildi gera gott úr öllu og stóð sig svo vel. En hann var í rauninni mjög veikur. Í mínum huga er þessi ferð dýrmæt minning, sem ég gleymi aldrei. Og ég er þakklát fyrir að hafa getað farið með. Ég dáðist að því hve Jón var góður eiginmaður, faðir og afi, hvort það voru fósturbörnin hans eða eigin sonur, barnabörn eða fósturbarnabörn skipti engu máli, hann var jafn yndislegur við þau öll. Mikið rosalega þótti mér vænt um þegar hann sagði við mig og aðra að ég væri fósturdóttir hans. Ég á eftir að sakna þess að sjá hann aka um á vel bónuðum bíln- um sínum alveg eins og prins. Ég veit að það verður erfitt að horfa á Elsu eina og Jón ekki lengur við hliðina á henni. En ég veit líka að öll þjáning er farin en það er hugg- un gegn harmi. Ég mun ætíð minn- ast elsku Jóns. Hann var góðhjart- að ljúfmenni, sem skilur eftir sig stórt skarð. Og vil ég þakka honum sérstaklega fyrir hvað hann var alltaf góður við mig. Elsku Elsa mín, þú ert búin að standa þig svo vel og ég bið góðan Guð að gefa þér áframhaldandi styrk. Ég votta allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guð geymi ykkur öll. Kveðja Bryndís Vilhjálmsdóttir. Þegar síminn hringdi úti í Lúx- emborg morguninn 20. júní síðast- liðinn vissi ég alveg að það væri frænka mín Elsa að tilkynna mér fráfall mannsins síns, Þorleifs Jóns. Það var léttir að vissu leyti að hann fékk hvíldina blessaður. Hann var búinn að þjást af þessum ólæknandi sjúkdómi sem kallaður er MND, hreyfitaugahrörnun, í tæp tvö ár. Jón var það sem hægt er að kalla þúsundþjalasmiður. Það var alveg sama hvort hann málaði veggi, lagði gólfflísar eða smíðaði, hann hafði lag á þessu öllu. Jón var líka mjög músíkalskur. Elvis Presley var númer eitt, tvö og þrjú. Þegar best lét hljómuðu lögin hans Presleys um íbúðina og Jón flautaði með. Ég er búin að þekkja Jón í ald- arfjórðung. Elsa og hann hafa oft heimsótt okkur hjónin úti í Lúx- emborg og höfum við átt margar skemmtilegar stundir saman, bæði þar og hér heima. Elsa og Jón áttu einn son saman, Harald. Haraldur á eitt barn, Heklu Rán, og átti Jón þetta eina barnabarn. Elsa kona hans átti þó þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Yngsta dóttir Elsu, Jóhanna Sigrún, var alveg sérstak- lega mikill augasteinn Jóns. Börn hennar fjögur tóku Jóni eins og afa sínum og var hann þeim öllum líka, eins og maður segir, alvöru afi. Móður sína missti Jón fyrir u.þ.b. tveimur árum en faðir hans, 95 ára gamall, lifir son sinn. Votta ég og fjölskylda mín föður hans, konu, syni, afabörnum, systkinum og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúð. Bið ég góðan Guð að gefa þeim styrk og kraft í sorg sinni. Við kveðjum góðan dreng í Drottins nafni. Líttu fram en ekki aftur. Örugg von sé lífs þíns kraftur, von sem byggð á bjargi er. Líttu upp en ekki niður. Eilíf gleði, Drottins friður búi æ í brjósti þér. (B.G.) Sigrún Rosenberg. Elsku afi minn, nú ertu kominn á betri stað og þér líður miklu bet- ur en þér leið nokkru sinni hér. Ég á bara góðar minningar um þig, elsku afi minn, ég elska þig af öllu hjarta og þín verður sárt saknað. Takk fyrir allar okkar stundir saman. Þær hafa verið frábærar. Kveðja. Emil Alfreð Emilsson. Elsku besti afi minn. Nú ertu farinn frá okkur og ég mun sakna þín mjög mikið. Nú ert þú ekki lengur veikur heldur frískur hjá Guði. Ég man svo mikið þegar við fórum með hundinn okkar Fíbí í göngutúra. Núna er ég að passa fuglinn þinn hana Jossu og nú er hún orðin fuglinn minn. Ég á margar skemmtilegar minningar um þig. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín afastelpa Elsa Jóhanna. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín mikið, sérstaklega allra laganna sem þú varst alltaf að búa til, sem fáir útvaldir fengu að heyra. Þú varst búinn að vera svo veik- ur en núna líður þér betur uppi hjá guði og ert núna þar hjá mömmu þinni. Mér þótti mjög vænt um þig og ég elskaði þig mikið. Þú varst fyndinn og skemmtilegur og þú varst alltaf brosandi en aldrei reiður jafnvel þegar þú varst mikið veikur og það hjálpaði mér mikið. Þér þótti vænt um alla í kringum þig og öllum þótti vænt um þig. Og ég skal passa það að ekkert komi fyrir ömmu því ég veit að þér þótti mikið vænt um hana og auð- vitað bílinn þinn. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið því þú varst svo góður við mig og ég mun aldrei gleyma þér. Ég á margar minningar um þig. Þú varst besti afi í öllum heim- inum. Kveðja. Jón Hjörtur Emilsson. Elsku afi, nú ertu horfinn á braut eftir erfiða baráttu við þenn- an hræðilega sjúkdóm. Þrátt fyrir veikindin varstu ávallt með bros á vör og lést engan bilbug á þér finna. Þú varst alltaf svo góður við okkur krakkana, eins og alla, og vildir allt fyrir okkur gera. Við átt- um margar góðar stundir saman og ég mun ávallt sakna þín. Nú ertu hins vegar kominn á betri stað þar sem engin þjáning er. Það er með söknuði sem ég kveð hann afa minn, Jón Thorlacíus. Hilmar Rafn Emilsson. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyr- ir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.“ (23. Davíðssálmur.) Kæri mágur. Ég þakka þér góð kynni. Mætti Guð geyma þig. Hilmar Gíslason. ÞORLEIFUR JÓN THORLACIUS KÆRU lesendur! Ég vil byrja þenn- an bréfstúf á því að þakka Hunda- ræktarfélagi Íslands fyrir afar gagn- legt námskeið, sem ég og tíkin mín sóttum, höfðum við báðar gagn og gaman af. Takk innilega fyrir okkur, Valgerður og Guðrún, sem voru leið- beinendur á námskeiði þessu. Annað það, sem mig langar að skrifa um, varðar reglur er lúta að hundahaldi. Ég og fjölskylda mín ákváðum að fá okkur hund, eftir að hafa fengið upplýsingar hjá dýralækni og Hundaræktarfélaginu, að við þyrft- um ekki að fá skriflegt leyfi frá sam- eigendum (fjöleignarhús) þar sem um sérinngang væri að ræða hjá okkur. Þegar ég fór fyrir hönd fjölskyld- unnar til Umhverfis- og heilbrigð- isstofu til að fá leyfið, var mér sagt að ég þyrfti að hafa skriflegt leyfi frá öllum sameigendum á þeim for- sendum, að um sameiginlega gang- stétt, að hluta, væri að ræða við hús- ið sem við búum í. Þarna skortir virkilega á að reglur sem settar hafa verið um hundahald séu nógu skýr- ar. Reglur þessar er nefnilega hægt að lesa á nokkrum stöðum þar sem þær eru hvergi eins orðaðar, hægt að teygja þær og toga að vild, þannig stendur t.d. á umsóknarblaðinu varðandi sjálft hundaleyfið: „Þegar íbúð umsækjanda hefur sérinngang þótt um sé að ræða annars konar sameiginlegt húsrými eða sameig- inlega lóð, þá er veiting undanþágu til hundahalds ekki háð samþykki annarra eigenda enda er öll viðvera og umferð hundsins um slík rými stranglega bönnuð.“ Getur hver og einn séð í hvurslags vandræði fólk er sett með svona tvískinnungi. Fólk fær sér ekki hund bara si svona. Reglur sem hægt er að túlka á fleiri vegu, bjóða einungis upp á misskiln- ing. Hvet ég þá, sem hlut eiga að máli, að setja reglurnar þannig fram, að komast megi hjá að fólk lendi í erfiðleikum og jafnvel útistöð- um við sameigendur hvað þetta varðar, það er ekki það sem fólk sækist eftir, alla vega ekki ég og mín fjölskylda. SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Austurbrún 33, 104 Reykjavík. Hundahald Frá Sigrúnu Sigurjónsdóttur: Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.