Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HP Kvikmyndir.com 1/2 HL Mbl  ÓÖH DV Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 og 10. ETERNAL SUNSHINE Frá framleiðanda Spider- Man Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Sýnd kl. 8 og 10.20. B.I. 16. www .borgarb io. is SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. ÓHT Rás2 HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. kl. 3.40, 5.50 og 10.15. Frá framleiðanda Spider-Man Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Frábær og frumleg gamanmynd sem hefur svo sannarlega slegið í gegn í Bandaríkjunum Með Lindsay Lohan úr „Freaky Friday“ Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40. 1/2 HL Mbl  ÓÖH DV  Ó.H.T Rás2  Ó.H.T Rás2  SV MBL  DV  SKONROKK Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. ETERNAL SUNSHINE SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. ÓHT Rás2  SV Mbl Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Forsa la ha f in  Akogessalurinn Sóltúni 3 | Línudans í Danssmiðjunni fimmtu- dag kl. 20:30. Kennari Jóhann Örn. 1000 kr.  Búðarklettur | Borgarnesi. Eva Carlotta laugardag.  Ari í Ögri | Acoustics föstudag.  Ásgarður | Glæsibæ. Caprí-tríó sunnudag kl. 20 til 23:30.  Catalína | Guðmundur Rúnar um helgina..  Celtic Cross | 3-Some um helgina.  Classic Rock Sportbar | Ár- múla 5. Spilafíklarnir um helgina.  De Palace, Hafnarstræti | Raf- tónlistarkvöld laugardag. Ano- nymous, Dj Kid, Exos og Thor.  Egilsbúð, Neskaupstað | Hlyn- ur Ben og Þorlákur föstudag.  Felix | Doktorinn föstudag. Dj. Andri laugardag.  Gaukur á Stöng | Love Gúrú föstudag. Jet Black Joe laugardag.  Grandrokk| Kentár fimmtudag kl. 22|. Hjálmar föstudag kl. 23. Daysleeper laugardag kl. 23.  Græni Hatturinn, Akureyri | Hljómar frá Keflavík um helgina.  Gullöldin| Stórsveit Ásgeirs Páls um helgina.  Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum | Stuðmenn laugardag kl. 23.  Hressó | Búðabandið fimmtudag. Atli skemmtanalögga föstudag.  Hverfisbarinn | Bítlarnir fimmtudag. Dj. Denni föstudag. Dj. Andri laugardag.  Jómfrúin, Lækjargötu | Kvart- ett Andrésar Gunnlaugssonar laug- ardag kl. 16.  Kaffi Kúltúr | Deiglunni, Ak- ureyri. Skófílar fimmtudag.  Kaffi Mjódd | Tros föstudag. Solla söngfugl laugardag.  Klúbburinn | Geir Ólafs og Furstarnir föstudag kl. 23. Sixties laugardag kl. 23.  Kringlukráin | Sín um helgina.  Kristján X. | Hellu. Gilitrutt í landsmótsstuði fimmtudag og föstudag.  Kútterinn, Stöðvarfirði | Hilm- ar Garðarsson laugardag.  Laugavegur 22 | Goddamn Skunks fimmtudag. Palli og Biggi í Maus föstudag. Dj Honky Tonk laugardag.  Leikhúskjallarinn | Fútt og Tjútt föstudag kl. 23. Þorsteinn Guðmundsson með uppistand og Sindri Freyr með myndsketsa.  Nasa | Íslenski fáninn föstudag kl. 23. Í svörtum fötum laugardag kl. 23. Metallica-eftirpartí sunndag kl. 23.  Pakkhúsið, Selfossi | Smack föstudag. Spútnik laugardag.  Players | Páll Óskar og Millj- ónamæringarnir föstudag kl. 23. Von laugardag.  Prikið | Búðabandið föstudag.  Sjallinn| Akureyri. Papar föstu- dag. Skítamórall laugardag. Frá A til Ö | Skemmtanir helgarinnar DAGURINN í dag er opinber út- gáfudagur nýjustu breiðskífu Mannakorns. Platan heitir Betra en best og inniheldur 14 ný lög úr smiðju Magnúsar Eiríkssonar. Þeir Magnús og Pálmi Gunn- arsson hafa verið kjarni Manna- korna frá upphafi og hafa hinir ýmsu tónlistarmenn lagt hönd á plóg þeirra gegnum tíðina. Á Betra en best eru það þeir Þórir Úlfarsson pí- anóleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari sem leika með þeim auk söngkonunnar Ellenar Krist- jánsdóttur sem syngur með þeim eitt lag. Titill plötunnar gefur tilefni til að spyrja Pálma Gunnarsson hvort Mannakorn hafi einfaldlega aldrei verið betri. „Ég held að þetta nafn sé svolítill karlagorgeir og bara gaman að hon- um sem slíkum,“ segir Pálmi. „Við erum hinsvegar mjög ánægð- ir með plötuna. Upptökurnar gengu mjög vel og eiginlega allt í kringum gerð plötunnar var skemmtilegt.“ Pálmi segir að Mannakorn séu ekki með nýjar áherslur í tónlist sinni heldur segir þá frekar sækja aftur til fortíðar. „Já, margt af þessu er á svipuðum nótum og þegar við vorum að byrja fyrir einum 30 árum,“ segir Pálmi. Hann segir þó kenna ýmissa grasa á plötunni og að þeir varist það að binda sig einhverri sérstakri tegund tónlistar. „Mér hefur alltaf gengið mjög illa að skilgreina og flokka tónlist. Ég tala nú ekki um það sem ég er að gera sjálfur,“ segir Pálmi. „Ég spila þá tónlist sem mér finnst skemmtileg og set mig ekki í neinar stellingar. Ef „grúvið“ er gott þá er allt í góðu eins og sagt er á góðri íslensku!“ Mannakorn verða á faraldsfæti í sumar við spilamennsku, jafnt á tón- leikum sem dansleikjum, til að fylgja plötunni eftir. „Við höldum þessu áfram á meðan við höfum gaman af,“ segir Pálmi. Mannakorn fagnar 30 ára starfs- afmæli á næsta ári og hafa engin meiriháttar hlé verið gerð á spila- mennsku frá upphafi. Finnst þeim þetta alltaf jafn gaman? „Já, það finnst mér. Það er alla- vega enginn sem snýr uppá hend- urnar á mér til að fá mig til að gera það sem ég er að gera,“ segir Pálmi að lokum. Tónlist | Mannakorn gefur út nýja plötu í dag Alltaf jafn gaman Morgunblaðið/Jim Smart Kjarni Mannakorns, Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson. Platan Betra en best er komin í plötuverslanir. birta@mbl.is ÞAÐ var sannarlega heitt og sveitt stemning í salnum Rússlandi í Klink og Bank á þriðjudagskvöldið á tón- leikum kanadísku raftónlistar- drottningarinnar Peaches. Um 400 manns voru á svæðinu og var því troðfullt en salurinn er ekki það stór. Troðningur var mikill uppi við sviðið á meðan Peaches spilaði og lak svit- inn af hverjum einasta manni. Egill Sæbjörnsson hitaði upp við góðar viðtökur en hann var klæddur í hvítt frá toppi til táar og hafði heimsborgaralegt yfirbragð. Peaches hefur orð á sér fyrir kraftmikla og ögrandi sviðsfram- komu og stóð hún sannarlega undir væntingum. Umgjörðin var ekki mikil utan um tónleikana, sviðið lítið og Peaches ein á sviðinu. Hún skipti margoft um föt, sem öll voru jafn efnislítil. Lög á borð við „Shake Yer Dix“ og „Fuck the Pain Away“ vöktu hvað mesta athygli. Í síðarnefnda laginu bað hún um hjálp frá gestum og íslensk stelpa steig á svið og söng með henni, alls óundirbúin við mik- inn fögnuð. Peaches bað tónleika- gesti um að gefa sér eitthvað að borða í „Stuff Me Up“ og tróð sig út af banönum og fleira á meðan hún söng, Iggy Pop söng „Kick It“ af skjá með henni og svo tók hún skemmtilega útgáfu af laginu „Gay Bar“ með Electric Six. Þegar fór að líða að lokum tók Peaches stutt hlé en á meðan stigu eldgleypar á svið á meðan lagið „Milkshake“ með Kelis hljómaði úr græjunum. Tónleikagestir voru greinilega miklir aðdáendur Peaches og tóku vel undir í mörgum lögum. „Warm it up“, söng Kelis og eldg- leyparnir gerðu einmitt það, þó eng- in þörf hafi verið á. Hitinn þarna inni var svo mikill að ljósmyndari Morgunblaðsins þurfti að bíða í 20 mínútur með að taka myndir eftir að hann kom inn. Ástæðan var sú að linsan fékk móðu á sig vegna hitabreytingarinnar. Ég var svo heppinn að standa til hliðar við sviðið og geta fylgst með hverri hreyfingu hjá Peaches. Ekki er líklegt að margir hafi séð vel á sviðið því kösin var mikil. Engu að síður eiga tónleikarnir áreiðanlega eftir að reynast viðstöddum eftir- minnilegir því stemningin var mögn- uð og fólk ekki í vandræðum með að skemmta sér á þriðjudegi. Vonandi á Klink og Bank eftir að standa fyrir fleiri tónleikum af þessu tagi því hús- næðið er stórskemmtilegt. Ég mundi þó óska þess að næstu tónleikar af svipaðri stærðargráðu yrðu haldnir í Berlín, mun stærri sal í húsinu því maður þarf ekki að vera að kafna úr hita eða stíga stöðugt á tærnar á næsta manni til að skemmta sér. Tónleikar | Peaches í Klink og Bank Hiti og sviti ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Skeggjaði maðurinn í hægra horn- inu var ekki öfundsverður af því hlutverki að reyna að halda tón- leikagestum frá sviðinu. Morgunblaðið/Eggert Peaches náði vel til trylltra tónleikagesta og var ögrandi í fasi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.