Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 23
reynt eftir fremsta megni að verða við segir Ragnheiður og tekur fram að sé að verða við óskum hvers og eins. r heimili eru svo fjölmenn verður hins óhjákvæmilega viss þjónusta stöðluð og og veru gengur það sama yfir alla að leyti. Hér borða allir það sama og menn ssulega lítið um það að segja. Menn fara inu sinni í viku og mjög fáir oftar. Þetta kið eftir fjölda heimilismanna.“ Oft á tíðum önnur viðmið á tærri heimilum en þeim minni björg og Ragnheiður segja að þegar búi á heimili með öðrum gefi það auga- það verði að taka tillit til sambýlis- a. Þá séu oft á tíðum önnur viðmið á heimilum en þeim sem minni eru. björg og Ragnheiður segja að hugs- átturinn sé að breytast varðandi það að ag öldrunarheimila sé fremur miðað að m starfsfólks en vilja íbúanna. „Þetta er nt eftir stofnunum en hugsunarhátt- er að breytast í þessu eins og öðru og gn spilar þarna inn í,“ segir Ingibjörg gnheiður tekur undir það. ð er allt að breytast í samfélaginu og það sað meira út í það að fólk þurfi meira en ra sig og sofa. Fólk hefur líka þörf á að sér stundir. Ef það koma einhverjar sér- óskir frá vistfólki varðandi félagslega eynum við að verða við þeim og það er að aukast hjá okkur að hlúa að félagslega um,“ segir Ragnheiður og bætir því við þjálfun og félagsstarf hafi verið eflt á augarstöðum með góðum árangri. björg og Ragnheiður telja að forðast líta á vistmenn á öldrunarheimilum sem eldur séu viðkomandi öldrunarheimili i þeirra. „Þetta er heimili þeirra og hér nað að kalla heimilismenn sjúklinga. eru heimilismenn og þeir eiga heima hér erum að veita þeim aðstoð á þeirra i,“ segir Ragnheiður. „Það er þróun í þá við erum ekki að líta á okkur sem hús. Þetta er heimili,“ segir Ingibjörg. Reynt er að stilla allri forræðishyggju í hóf á Droplaugarstöðum og að sögn Ingibjargar og Ragnheiðar er ekki eins mikið um það að fólk spyrji af hverju heimilismönnum sé leyft að gera ákveðna hluti. „Við höfum ekki leyfi til þess að taka ákvarðanir fyrir fólk,“ segir Ingi- björg. Heimilismenn í fyrsta sæti Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, segir að aðstæður fólks séu mismunandi eftir því hvort það sé koma inn á hjúkrunardeild eða al- mennar dvalardeildir. „Ég kannast ekki við það að sjálfræði heimilismanna sé vísvitandi skert en að sjálfsögðu þurfum við að fara eftir ákveðnum ramma á okkar heimili. Auðvitað er reynt að taka tillit til óska fólks, hvort sem það er í sambandi við fæði eða baðferðir. Það þarf þó að hafa einhvern ákveðinn ramma og verk- lagið á heimilinu stýrir því að einhverju leyti hvenær fólk fer í bað,“ segir Sigrún. Aðspurð segir Sigrún að það sé mismunandi hversu mikil áhrif aldraðir heimilismenn hafi á umhverfi sitt og fari það eftir því hvort við- komandi er í þjónusturými eða hjúkrunar- rými. „Þeir sem eru í þjónusturými ráða sér sjálfir í sínu umhverfi. Á hjúkrunardeild er fólk með mismunandi heilsufarsvandamál og sumum þarf að stýra í flestu sem það tekur sér fyrir hendur,“ segir Sigrún og bætir því við að hún taki undir það að aldraðir ættu í mörgum tilfellum að eiga þess kost að hafa aukin áhrif á umhverfi sitt. Hún segir það þó óraunhæft að ætla að fólk geti sjálft ráðið öllum hlutum, líkt og matseðli. „Ég get ekki séð það ganga upp hér á landi og er ekki viss um það að yfirvöld séu tilbúin til þess að greiða fyrir margþætta matseðla og annað þess háttar. Hér er um að ræða stórt heimili,“ segir Sigrún. Aðspurð segir Sigrún að rekstur dvalarheim- ilisins sé ekki starfsfólksmiðaður heldur séu heimilismenn í fyrsta sæti og öll þjónusta við þá. afa í auknum mæli áhrif á umhverfi sitt að kalla úklinga“ n Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, ásamt ni Gunnari Guðmundssyni, heimilismanni á Minni-Grund. Morgunblaðið/ÞÖK thorirj@mbl.is F ulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja að ástandið í Darfur í vestanverðu Súdan sé svo slæmt að þar sé mannleg neyð nú meiri en annars staðar á jörðinni. Hörð átök hafa verið í héraðinu í rúmt ár milli blökkumanna og Janjawid, grimmra herflokka araba, og er tal- ið að milli 10 og 15 þúsund manns hafi fallið, mest óbreyttir borgarar úr röðum blökkumanna. Meira en milljón manna í Darfur hefur flúið heimili sín og hafast um 100 þúsund flóttamannanna við í búðum í grannríkinu Tsjad. Forseti Tsjad, Idriss Deby, var- aði í gær við því að ef alþjóðasam- félagið brygðist ekki strax við gæti niðurstaðan í Darfur orðið þjóðar- morð eins og í Rúanda fyrir áratug. Þar lét hátt í milljón manna lífið á fáeinum mánuðum. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, heimsóttu Súdan í gær. Lögreglan í höfuð- borginni Kartúm hindraði með táragasi og byssuskothríð háskóla- nema frá Darfur í að afhenda Ann- an skjal þar sem þeir báðu SÞ um að skerast í leikinn í héraðinu og láta rétta yfir glæpamönnum þar. Nær 50 nemar voru handteknir, að sögn samtaka stúdenta. Powell var tekið með miklum fögnuði af fólki í Abu Shuk-flótta- mannabúðunum við borgina El- Feshir í Darfur en tveir áratugir eru síðan svo háttsettur Banda- ríkjamaður hefur heimsótt landið. Í búðunum eru um 40.000 manns við illan aðbúnað í tjöldum, allt bendir til þess að nokkur hundruð börn hafi dáið þar úr mislingum í sl. mán- uði. „Við teljum mjög brýnt að binda enda á hernaðarhyggjuna hér. Við viljum að komið sé lögum yfir Janjawid og liðsmennirnir af- vopnaðir svo að fólk geti yfirgefið búðirnar í öryggi og haldið aftur í þorpin sín,“ sagði Powell. Talsmenn SÞ segja að traustar vísbendingar séu um að ríkisstjórn Súdans í Kartúm styðji í reynd vopnaða herflokka araba. Fullyrt er að Janjawid-flokkar araba ráðist oft inn í flóttamannabúðir og mis- þyrmi þar fólki en búðirnar sem Powell heimsótti eru sagðar með þeim skástu. Sums staðar mun vera skortur á öllum brýnustu nauðsynj- um, hvorki til teppi né skýli af neinu tagi, skortur er á vatni og mat. Kröfur Powells Margir geta ekki einu sinni lýst hörmulegri reynslu sinni af fram- ferði vígamanna heldur stama og koma ekki út úr sér orðunum. Á nóttinni heyrist fólk gráta sárt. Powell var aðeins í þrjár stundir í landinu. Er utanríkisráðherra Súd- ans, Mustafa Ismail, tók á móti honum á flugvellinum við komuna til höfuðborgarinnar Kartúm sagði Ismail að vissulega væri margt að í Darfur en gaf í skyn að neyðin hefði verið ýkt, þar væri engin hungurs- neyð og engin farsótt í gangi. Pow- ell, sem ræddi við Omar el-Bashir forseta eftir förina í flóttamanna- búðirnar, mun hins vegar hafa var- að ráðamenn við afleiðingunum ef ekki yrði gripið í taumana. Powell mun hafa sett fram þrjár kröfur: Í fyrsta lagi að bundinn yrði endi á árásir Janjawid-herflokk- anna og þeir afvopnaðir, í öðru lagi að alþjóðlegum mannúðarsamtök- um yrði gefið leyfi til að aðstoða al- menning í Darfur og loks að hafnar yrðu samningaviðræður milli stjórnvalda í Kartúm og tveggja uppreisnarhreyfinga blökkumanna í héraðinu. Ismail utanríkisráð- herra hét því loks á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Powells að orðið yrði við þessum kröfum og þegar yrði gripið til ráðstafana til að koma á lögum og reglu í Darfur. „Við ætlum að flýta samninga- viðræðum [við uppreisnarhreyfing- arnar]. Vonandi munum við mjög fljótlega ná samkomulagi við upp- reisnarmennina,“ sagði Ismail. Powell lýsti ánægju sinni með þessa yfirlýsingu en lagði áherslu á að fylgja yrði þeim eftir. „Ég gerði ráðherranum það ljóst að alþjóða- samfélagið mun áfram fylgjast mjög með þessu máli,“ og bætti við að alþjóðlegar refsiaðgerðir kæmu til greina ef Súdanstjórn stæði ekki við loforð sín. Einn af embættis- mönnum utanríkisráðuneytisins í Washington í fylgdarliði ráð- herrans sagði eftir fundinn með Ismail að svo virtist sem stjórnin í Kartúm væri „í afneitun“ gagnvart vandanum í Darfur. Á lista yfir hryðjuverkalönd Bandaríkjamenn eru enn með Súdan á lista yfir ríki sem styðja al- þjóðlega hryðjuverkahópa og form- leg tengsl milli ríkjanna eru mjög takmörkuð. En stjórn George W. Bush forseta hefur þrátt fyrir það veitt Súdan ýmiss konar neyðarað- stoð og smám saman tekist að hafa áhrif á múslímastjórnina í Kartúm, sem m.a. hefur veitt Bandaríkja- mönnum upplýsingar um ferðir al- Qaeda-liða. Borgarastyrjöld geis- aði áratugum saman í suðurhluta landsins milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna sem eru flestir blökkumenn og kristnir. Í apríl tókst fyrir tilstilli Bandaríkja- stjórnar að koma á samningum um frið sem hefur haldið sæmilega. En um sama leyti og friður var í aug- sýn í Suður-Súdan blossuðu átökin upp í vestri. Kofi Annan lýsti í gær áhyggjum sínum af ástandinu. „Ég tel að við verðum öll að axla ábyrgð á því að taka þegar í stað á málum í Darf- ur,“ sagði Annan áður en hann átti fund með háttsettum fulltrúum SÞ og embættismönnum stjórnvalda í Kartúm. Annan hefur sagt að til greina komi að senda alþjóðlegt herlið til Darfur ef stjórn Súdans geti ekki tryggt öryggi í vesturhér- uðunum. „Alþjóðasamfélagið getur ekki setið aðgerðalaust hjá og samt kvartað yfir því að enn einu sinni sé verið að fremja fjöldamorð,“ sagði hann í gær. Einnig hafa talsmenn samtakanna sagt að draga verði þá sem staðið hafa fyrir glæpaverkun- um fyrir rétt. Friður öldum saman Arabar og blökkumenn hafa öld- um saman búið hlið við hlið í Darfur og yfirleitt átt friðsamleg samskipti og nokkuð verið um blönduð hjóna- bönd, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Darfur er hérað á stærð við allt Frakkland og allar aðstæður víða mjög erfiðar vegna skorts á grundvallarinnvið- um eins og samgöngumannvirkj- um. Powell virtist í gær lýsa and- stöðu við hugmyndir um alþjóðlegt friðargæslulið, að sögn AFP-frétta- stofunnar. Taldi Powell, sem hitti Annan stuttlega í Kartúm, að leysa yrði vandamálið í Darfur með því að knýja ríkisstjórnina til að grípa inn í. Talsmenn SÞ segja að traustar vísbendingar séu um að stjórnin í Kartúm styðji í reynd vopnaða her- flokka araba. Heitið á herflokkum araba, Janjawid, mun merkja „illir menn á hestbaki með byssur“. Þeir eru sakaðir um mikla grimmd en þeir koma margir úr röðum hirð- ingja á svæðinu. Hika þeir ekki við að ráðast á lítil börn, að sögn sjón- arvotta. Stjórnvöld segja að um sé að ræða átök um beitiland í Darfur en alþjóðastofnanir eru á öðru máli og líkja herferð arabískra vígamanna við svonefnda þjóðahreinsun sem mikið var beitt í stríðunum á Balk- anskaga. Þá er beitt ýmsum hrotta- legum ráðum til að hrekja fólk af svæðum sem það hefur byggt lengi, m.a. morðum og skipulögðum hóp- nauðgunum sem einkum hafa það markmið að brjóta niður baráttu- þrek íbúanna. Heimildarmenn í Súdan hafa skýrt frá því að fjöldi blökkukvenna hafi orðið fórnar- lömb nauðgara í Darfur. Reuters Flóttakona í búðum í Darfur-héraði í Súdan. Arabískir herflokkar eru sagðir stunda þjóðahreinsun í Darfur og reyna að hrekja burt allt blökkufólk en arabar og blökkumenn hafa búið þar hlið við hlið öldum saman. „Illir menn á hest- baki með byssur“ Colin Powell krafð- ist þess m.a. í Súdan að Janjawid-her- flokkar araba í Darf- ur yrðu stöðvaðir kjon@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2004 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.