Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003 9 B orgarferðir eru alltaf að verða vin- sælli meðal landans og misjafn til- gangur með þeim. Til þess að gera ferðina enn áhugaverðari er oft gott og gaman að skreppa í leikhús. Fyrir þá sem eru á far- aldsfæti til okkar fornu höfuð- borgar, Kaupmannahafnar, eða annarra borga í Danaveldi þá er næsta víst að fólk kemur ekki að tómum kofunum hvað varðar úrval af sýningum í leikhúsunum. Oft getur verið erfitt að sjá trén fyrir skóginum en til að auðvelda leitina verður í þessari grein minnst á það helsta og áhugaverðasta sem í boði er. Ein áhugaverðasta sýningin í Kaupmannahöfn í vetur er gestasýning í Betty Nansen-leikhúsinu í Frederiksberg. Á ferðinni er sýning sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Hún heitir Woyz- ek og er í uppfærslu Roberts Wilsons með tónlist eftir Kathleen Brennan og Tom Waits. Robert Wilson er af mörgum talinn einn merkilegasti leikhúsmaður/myndlistarmaður síðari ára. Vissu- lega eru skiptar skoðanir vegna uppsetninga hans á jafnt nýjum sem klassískum verkum þar sem fólk annað hvort elskar eða hatar sýning- arnar hans… og ekkert þar á milli. Í sama leikhúsi verður einnig sýning frá fyrra ári með Ghitu Nörby (Matador) og Bodil Udsen en þær eru tvær af stærsu dívum dansks leik- húss, í verki eftir Moliére sem heitir á dönsku Misantropen eða Mannhatari. Þessi sýning hefur fengið einróma lof gagnrýnenda enda frægar leikkonur á ferð og ekki á hverjum degi sem svona viðburður á sér stað. Hún verður sýnd frá desember fram í febrúar á næsta ári. Heimasíða: www.bettynansen.dk. Margir Íslendingar þekkja Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn sem er við Kongens Ny- torv. Það er mikil upplifun að koma þar inn þar sem mikið var lagt í bygginguna á sínum tíma og er hún því öll hin glæsilegasta. Þar verða margar sýningar í boði í vetur t.d. Don Juan eftir Moliére, sem virðist vera vinsæll þetta árið í dönsku leik- húsi, Antigóna eftir Jean Anouilh, Resteplads eða Afgangsrými í mjög lauslegri þýðingu, eftir Elf- rede Jelenik sem skrifaði Kæru Jelenu, Tvær konur eftir David Hare, Casanova eftir David Greig og Draumur á Jónsmessunótt eftir Shake- speare. Í boði er líka fjöldinn allur af ballett- og óperusýningum sem gaman væri að kíkja á. Heimasíða: www.kgl-teater.dk Folketeatret er annað stórt leikhús sem stend- ur við Nörregade. Þar verða hinir dönsku kaffi- brúsakarlar á ferðinni með sýningu sem heitir Triple Espresso eða Þrír espresso – greinilega létt og skemmtilegt. Einnig verður ný uppfærsla á Hringjaranum frá Notre Dame með tónlist eftir hinn vinsæla poppara Sebastian. Hann hefur mikið verið að vinna í leikhúsi undanfarin ár og skemmst er að minnast uppsetningar á Línu Langsokk hér í Danmörku fyrir nokkrum árum sem hann gerði nýja tónlist við, en sú sýning fékk mikla aðsókn. Þá er verið að sýna breska verð- launaverkið 4 slips i modvind eða 4 bindi í mót- vindi eftir Tim Firth. Verkið fjallar um fjóra menn sem í hópeflisferð hafna á eiðieyju eftir að skip þeirra sekkur. Þeir verða því að bjarga sér þar, sambandslausir við umheiminn. Spennandi gamanleikrit um karlaveröld og hvort þeir geti lifað af eftir að hafa tekið ákvörðun um hvernig skipta eigi pylsu í fernt. Þá verður einnig í Folke- teatret hefðbundin jólasýning sem virðist vera hefð fyrir hér í Danmörku. En slíkar sýningar eru margar í Kaupmannahöfn. Þær eru aðeins sýnd- ar í nóvember og desember ár eftir ár og alltaf eins. Slíkar sýningar má einnig sjá í Tívolí sem nú er opið um jólin. Heimasíða leikhússins er www.folketeatret.dk og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur jólasýningar í Tívolí þá er heima- síðan www.tivoli.dk. Fyrir þá sem vilja eitthvað nýtt og öðruvísi þá eru CaféTeatret, Husets Teater og Kaleidoskop mest spennandi leikhúsin. Í CaféTeatret eru margar litlar og tilraunakenndar sýningar, t.d. einleikir eftir unga höfunda og er því spennandi að fara þangað og skoða grasrótina. Sérstaka at- hygli vekur sýning sem nefnist Sting og er eftir Skotann Anthony Neilson. Í Bretlandi var hann á síðasta ári kallaður „bjartasta vonin í leikhús- heiminum“. Husets Teater er þekkt fyrir að bjóða upp á ný dönsk og erlend verk sem oft hafa vakið heimsathygli. Fyrsta verk vetrarins er nýtt og danskt: Verdens ende eftir Astrid Saalbach með okkar ástsælu dönsk-íslensku leikkonu Charlotte Böving sem fór á kostum í Hinni smyrjandi jómfrú í Iðnó í fyrravetur. Nú gefst aðdáendum hennar tækifæri til að sjá hana leika á dönsku en verkið er frumsýnt í september og sýnt út októ- ber. Arabíska nóttin eftir Roland Schimmer- pfenning sem hlaut nýverið verðlaun í Þýskalandi verður líka á fjölunum ásamt enn einu verðlauna- verkinu en það kemur frá Bretlandi og er eftir Caryl Churchill. En hann hefur skrifað fjöldann allan af verkum sem aldrei hafa ratað upp á ís- lenskt svið. Verkið heitir Kopier eða Hermikráka. Í Kaleidoskop er m.a. verið að sýna Power lunch eftir Óskarsverðlaunahafann Alan Ball (Americ- an Beauty), nýstárlega leikgerð af Ofviðrinu eftir Shakespeare, gamanleikinn Kúnstin að deyja eft- ir Paolo Nani og Íslendinginn Kristján Ingimars- son. Að lokum verður grimmdarverkið Dada sýnt sem fjallar um þá miskunnarlausu veröld sem við búum í þar sem sjálfsmorð er möguleiki… Heimasíður: www.kaleidoskop.dk / www.cafe- teatret.dk / www.husetsteater.dk. Í Östre Gasværk-leikhúsinu verður heims- frumsýning á nýju verki sem ber nafnið Leon- ardo Da Vinci eftir Lars Kaalund. Þessi sýning ætti að höfða til þeirra sem áhuga hafa á viða- miklum leiksýningum, en alls taka um 70 mans þátt í uppsetningunni. Mikið auglýst sýning þar sem períódubúningar verða allsráðandi. Sýningin fjallar um ástir, örlög og átök Leonardos við Michelangelo. Heimasíða: www.oestre-gas- vaerk.dk. Erling eftir norska skáldið Ingvar Armbjörn- sen virðist ætla að verða vinsæl sýning bæði á Ís- landi og í Danmörku þetta árið. Hægt er að sjá hana í mismunandi uppfærslum; í Kaupmanna- höfn hjá Nörrebros-leikhúsinu, í Árósum á Sva- legangen, í Freyvangi á Akureyri og í Loftkast- alanum í Reykjavík. Tími hans var greinilega kominn… Annað sem gæti verið áhugavert að sjá í Nörrebros-leikhúsinu er ný útfærsla af Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones sem hefur verið sýnt yfir 150 sinnum í Þjóðleikhúsinu á Íslandi. Í Danmörku heitir hún Ægte Jyder eða Ekta Jóti. Verkið er í nýrri staðfærðri útfærslu og gerist nú ekki á Írlandi heldur í Danmörku, í litlum bæ á Jótlandi þar sem verið er að gera Dogma-mynd og fullt af stjörnum mætir í bæinn. Vissulega spennandi að sjá hvernig til tekst að staðfæra jafn staðbundið verk. Heimasíða: www.nbt.dk. Þá eru alls um 30 söngleikir sýndir í Danmörku í vetur og nægir að nefna nokkra sem í boði eru: Með fullri reisn, Söngvaseiður, Óperudraugur- inn, Jesús Kristur súperstjarna, Atlantis og Kab- arett. Það er nánast hægt að ganga að því vísu að verið sé að sýna einhvern af þessum söngleikjum í hvaða stórborg sem er í heiminum, aðdáendum þeirra til mikillar ánægju. Best er að skoða úrval- ið á heimasíðu www.billetnet.dk. Það sem kemur skemmtilega á óvart er hið gíf- urlega framboð á barna- og fjölskyldusýningum í Kaupmannahöfn og nágrenni en þær eru um 26 talsins. Þá eru ekki taldar með allar farandsýn- ingarnar sem er verið að sýna út um alla borg í leikskólum, görðum og grunnskólum. Danir hafa löngum verið þekktir fyrir að vera barnvænir og það sést á framboðinu í leikhúsunum. Flestar þessara barnasýninga eru unnar með fáum leik- urum og einfaldri leikmynd til að hægt sé að flakka með þær um allt land. Meðal verka sem er verið að sýna eru líka góðir kunningjar eins og Karíus og Baktus, Dýrin í Hálsaskógi og íbúarnir í Kardimommubænum sem eru fastagestir á leik- sviðinu hér eins og á Íslandi. Áhugaverð barna- leikhús í Kaupmannahöfn eru: Teatret Zeppelin www.zeppelin.dk, Comedievognen www.come- dievognen.dk og Anemone teatret www.ane- moneteatret.dk. Nú að verkefnaskrá leikhúsanna úti á landi. Á stóra sviðinu í Álaborg er sýnt nýtt erlent verk eftir David Edgar sem heitir Albert Speer og hef- ur slegið í gegn bæði í Bretlandi og Svíþjóð. Verk- ið er byggt á bók Gitte Serenys Albert Speer: His Battle with Truth. Það fjallar um náið samstarf Alberts og Hitlers og í því er tekin fyrir hönnun Alberts á hinni „Nýju Berlín“ sem aldrei varð meira en stórkostlegt líkan á borði. Mikil átök, mikið drama. Lér konungur eftir Shakespeare verður sýndur eftir áramót í uppsetningu Made- leine Rön Juul sem er nýráðin leikhússtjóri í Ár- ósum. Þá verður Fucking Baal eftir Brecht/Ber- dal einnig í boði og verk eftir Moliére sem heitir á dönsku De Lærde Damer eða Hinar lærðu konur í lauslegri þýðingu. Í Árósum er m.a. ein mjög áhugaverð sýning sem heitir På sporet af den tabte tid eða Á slóð hins glataða tíma eftir Frakk- ann Marcel Proust. Þetta mun vera frumsýning á Norðurlöndunum í leikstjórn Euyn Johannessen. Mannmörg sýning sem gerist í kringum fyrri heimsstyrjöldina og er byggð á samnefndri bók höfundar. Í Óðinsvéum er hvað áhugaverðust á stóra sviðinu sýning sem heitir Den Garrige eftir Moliére eða Aurasálin eins og hún heitir á ís- lensku. Það er Preben Harris sem fer með aðal- hlutverkið í þessari sýningu en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum hér í Dan- mörku en hann er líka þekktur sem leikstjóri og leikhússtjóri. Eitt það áhugaverðasta í leikhúsheiminum á landsbyggðinni eru sýningarnar á litlu sviðunum í Óðinsvéum, Árósum og Álaborg. En þau munu, í samvinnu við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn, sýna 6 nýja danska einþáttunga. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að hvert leik- hús fyrir sig setur upp og frumsýnir tvö verk á árinu en fær síðan 4 gestasýningar frá einhverj- um hinna leikhúsanna í heimsókn. Ekki vitlaus hugmynd það. Yfirskrift þessa samstarfs er „Hið nýja drama“. Heimasíður stóru leikhúsanna úti á landi eru: www.odenseteater.dk / www.aalborg-teater.dk / www.aarhusteater.dk. Það er sem sagt af nógu að taka í Danmörku og endalaust væri hægt að telja upp sýningar og fara ýtarlegar ofan í efnisskrárnar, en það eru að minnsta kosti 302 sýningar sem verða á fjölunum í vetur. Það er nokkuð augljóst að Moliére er í tísku núna, eins og Lars Norén var fyrir nokkrum árum, aðdáendum þessa franska snillings til mik- illar ánægju. Gaman er að minnast á það að mikið er talað um að árið 2005 muni H.C. Andersen tröllríða leikhúsinu í tilefni af tveggja alda fæð- ingarafmæli skáldsins og er spennandi að sjá hvernig leikhúsið ætlar að heiðra þennan ástmög sinn. Til að fá upplýsingar um leikara og leikstjóra þá er auðvelt að nálgast þær á þeim vefsíðum sem bent hefur verið á en einnig er bent á bæklinginn Ta’ i Teatret en þar má finna allar upplýsingar um leikhúsin á StórKaupmannahafnarsvæðinu. Bæklinginn má nálgast á upplýsingamiðstöð ferðamanna beint á móti aðaljárnbrautarstöðinni. Áður en farið er að panta miða er gott að hafa í huga að verðið á miðunum er misjafnt eftir því hvar í salnum setið er. Yfirleitt er hægt að finna skýringarmyndir á www.billetnet.dk þar sem sjá má hvað hvert og eitt sæti kostar. Það borgar sig að panta tímanlega þar sem Danir eru þegar byrjaðir að bóka miða og farið er að fyllast á vin- sælustu sýningarnar. Nú þegar eru sýningardag- ar komnir langt fram í tímann þannig að auðvelt er fyrir þá sem þegar hafa bókað ferðir til Dan- merkur að tryggja sér sæti. Þeim sem aftur á móti eru ekki búnir að bóka ferð eða vilja ekki binda sig er bent á að oft er hægt að kaupa miða við innganginn í leikhúsunum klukkutíma fyrir sýningu. Miðar eru þó ekki seldir ódýrar á síð- ustu stundu. Algengasta miðaverð á sýningar í Danmörku er á bilinu 145–295 dkr. Nú er bara að skella sér í leikhús og sjá listina sem verður til í augnablikinu en ekki í rituðu máli. Nánari upplýsingar um leikhúsin, verkin og miðapantanir eru á eftirfarandi heimasíðum: www.billetnet.dk / www.ta-i-teatret.dk/ www.ctv.dk. 302 LEIKSÝNINGAR Í DANAVELDI Ljósmynd/Thomas Petri Don Juan eftir Moliére, Antigóna eftir Jean Anouilh, Resteplads eða Afgangsrými í mjög lauslegri þýðingu, eftir Elfrede Jelenik sem skrifaði Kæru Jelenu, Tvær konur eftir David Hare, Casanova eftir David Greig og Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare eru meðal þess sem Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn býður upp á í vetur. Höfundur er leikari og leikstjóri. E F T I R G U N N A R G U N N S T E I N S S O N Mikið er að gerast í dönsku leikhúslífi um þess- ar mundir. Hér er sagt frá því helsta sem í boði er og leiðbeint um það hvernig er best að bera sig að við miðakaup.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.