Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 3
sonar, kom í ljós, hve víða hann hafði komið við í landnámi sinn- ar aldkr. Hann hafði hrundið af stað tv.eim þjóðlegum vísindagrein um, veðurvís'Lndum og jöklafræði. Innan tíðar komu til samstarfs við hann miMir hæfileika- og atorku- menn, Sigurður Þórarinsson, Stein 'þór Sigurðsson, Pálmi Hannesson, Steindór Steindórsson, Guðmund- ur Sigvaídason og margir aðrir. Þessir menn og margir fleiri unmi oft með Jóni Eyþórssyni, tóku síð ar við arfi hans eða lögðu út í nýjar rannsóknarbrautir á náttóru landsms. Veðurfræðin færðist stór lega í aukana. Þar komu til starfs margir ágætir menn. Sjá landsmenn næstum dag hvern í sjónvarpinu marga nýja liðsmenn, sem stunda veðurfræði með átouga og standa oft á dag í sambandi við stéttarbræður í mörgum öðrum löndum. Jarðfræði landsins hefur svo mjög fært út verksvið sitt, að likur eru til, að hér verði innan tíðar föst vísinda- stofnun f}rrir jarðfræðinga, nor- ræna og frá stærri löndum, til að fylgjast með hinni furðulegu ný- sköpun jarðmynda á fslandi. Jón Eyþórsson studdi einlæglega þá hugsjón að fsland ætti að verða miðstöð jarðfræðivísinda margra nálægra landa. Sjálfur gat hann ekki að mun unnið að þessum nýmælum, en hann hafði sáð góðu sæði í akurinn. Lærisveinar hans og yngri fræðimenn áttu ætíð ör- uggan samstarfsmann í þjóðlegri og vísindalegri nýsköpun þar sem hann var. Jón Eyþórsson var sem fyrr seg- ir fæddur á Þingeyrum hinu fræga forna menntaheimili Húnvetninga Þaðan fór hann langan veg víða vegu. Þegar leið að sjötugsafmæli hans tófc hinni góðu heilsu hans. sem hafði þolað vel áratuga á- feynslu, að hnig.na. Hann Var góð- ur Húnvetningur og bjóst til heim ferðar. Hann bað nákomna æct- ingja að fylgja sér hina síðustu langferð norður yfir heiði til Þing eyrar. Þar vildi hann með aðstoð vina og vEndamanna njóta síðustu 'hvílu undir veggjum bezt gerðu sveitakirkju á íslandi. Flestir sem koma að þeirri gröf munu viður- kenna að sá maður sem hvílir þar hafi ávaxtað trúlega það pund, sem honum var þar í hendur feng ið. Jónas Jónsson frá Hriflu. MINNING Bergljót Cestsdéttír frá Fossi í Vopnafirði f. 3. 10. 1872, d. 22. 4. 1968. „Hvað vannstu drottins veröld til þarfa, /þess verðurðu spurður um sólar- lag.“ E.B. Skáldjöfurinn Einar Benedikts- son tekur hér spaklega undir þá s'koðun trúaðra manna, að enginn sé kvaddur til líifs í þessum heimi án tilgangs, og að loknum ævi- dögum, — „við sólarlag" eigi nver og einn að svara því, hvernig non- um hafi tekizt ævistarfið að ávaxta sitt pund, ekki hvort lífinu hafi verið eytt til að hefjast til auðs og áhrifa, heldur hvort því hafi verið varið til að afkasta einhverju í anda réttlætis, hjálpfýsi og mann kærleika. Bergljót Gestsdóttir frá Fossi er dáin. Hún var fædd að Ormsstöð- um við Hallormsstað. Foreldrar hennar voru Gestur Sigurðsson, bóndi í Njarðvík, er var ættfaðir hinnar fjölmennu og gagnmerku Njarðvíkurættar yngri. Faðir Sig- urðar var sr. Jón Brynjólfsson að Eiðum, en síðari kona Sigurðar í Njarðvík og móðir Gests var Þor- gerður Runóifsdóttir frá Surtsstöð- um í Jökulárhl'íð. Móðir Bergljót- ar var Aðalbjörg Metúsalemsdótt- ir bónda að FoSsi, Friðrikssonar, af hinni alkunnu Bustarfellsætt. — 1875 fluttust þau Gestur og Aðal- björg að Fossi í Vopnafirði, og var sú jörð ættaróðal Aðalbjargar Þá var Berglljót 2ja ára, eu Sigrún systir hennar á 1. ári. Þau bjuggu siðan að Fossi allan sinn lang? bú- skap og eignuðust fleiri börn, en öll dóu þau í frumbernsku nema þessar tvær dætur. Þær áttu í for- eldrahúsum glaða og yndislega æslku og vöktu athygli hvar sem þær sáust, enda báðar fallegar og miklir kvenkostir. Bergljót var einn vetur til náms í Reykjavík og lærði þá meðal annars að spíla á orgel. Þsu Fosshjón höfðu orð á sér fyrir einstaka mannkosti og góð- vild í allra garð. Mörg börn áttu þar meira og minna athvarf, en auk þess fóstruðu þau upp þrjá munaðarlausa drengi, og lifir enn einn þeirra í hárri elli, Sigurður Þor-steinason, fyrrum bóndi í Fremri-Hlíð í Vopnafirði, og sagði hann, að sér hefði ætíð fundizt að hann hefði átt þrjár mömmur á Fossi, fóstru sina og dætur hennar. Vorið 1898 giftust þær systurn ar, Sigrún Stefáni Eiríkssyni myndskera, en Bergljót Þórði Þórð arsyni frá Skjöldólfsstöðum á Jök- uldal. Fór brúðkaupið fram á Skjöldólífstöðum, og gifti sr. Ein- ar, bróðir Þórðar. Ilann var þá prestur að Hofteigi, en síðan í Borgarfirði eystra, merkur og gáf- aður ágætismaður, en dó á bezta aldri, öllum harmdauði Sr. Einar var um skeið alþingismaður N.- Mýlinga. Þau Bergljót og Þórður reistu bú að Fossí í tvíbýli við foreldra hennar, en árið 1908 flutiust þau utar í dal að Þorbrandsstöðum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.