Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 13
rímurnar gömlu, sem Valdimar Ás mundsson gaf út skömmu eftir aldamótin. Þar lærði ég ýmislegt sem enn er ógleymt, m. a. þessa visu um kosningaúrslit árið 1900: „Rangæingar rómu stikla ramma þeyttu í gríð. Sendu Þórð og Magnús mikla að magna geirahríð“. Engin deili vissi ég þá á þess- iim mönnum. En sá, sem fyrr er nefndur í vísunni, var Þórður Guð mundsson bóndi í Hala, þingmað- ur Rangæinga 1892—1902. Sá síð- arnefndi var Magnús Torfason sýslumaður í Árbæ. Hann sat á þingi árið 1901, þá 33 ára gamall, og var þá Valtýingur. í Aiþingis- tíðindum hefi ég lesið ræður hans á því þingi. Kemur þar fram, að bann hefir liátið landbúnaðarmál, svieitarstjórnarmál og fjárveitingar til sín taka. Eitt sinn, er hann hafði vikið að utanþingsmanni í ræðu, og víst ekki án tilefnis, var að því fundið af forseta, en Magn- ús anzaði úr sæti sínu: „Sannleik- urinn verður að komast að“. í þessum orðaskiptum var undir- alda flio'kkabaráttunnar að verki, en tilsvarið kemur þeim ekki ó- kunnuglega fyrir sjónir, er þekkt hafa höfund þess. Svo liðu 15 ar þangað til Magnús Torfason kom næst á þing, enda fluttist hann í annan landisifjórðung. Árið 1904 var hann skipaður sýslumaður í Ísaifjarðarsýslu og bæjarfógetj á ísafirði. Á árunum 1916—19 sat hann á þingi á ný og þá sem full- trúi ísfirðinga. Ádð 1921 var hann skipaður sýslumaður í Árnessýslu og gegndi því embætti til 1936. Sat fyrst á Selfossi en lengst af á Eyrarbakka. Hann var þingmaður Árnesinga 1923—33 og landkjör- inn þingmaður 1934—37. Átti sæti í bankaráði Útvegsbanka íslands 1930—32 og 1936—43, til þess kjörinn á Alþingi. Síðasta áratug ævinnar átti hann heima í Reykja- vlk. Það orð heyrði ég fara af hon- um sem sýslumanni og bæjarfó- geta og þar með bæjarstjórnarodd- vita á ísafirði, að hann hefði þar viljað vera þeim haukur í horni, er minni máttar voru, og sem sýslu manni í Árnesýslu, að hann hefði haft forystu, um að rétta við fjár- hag sýslunnar. Þann vitnisburð hlaut hann hjá þeim, er vel máttu það vita, að hann-hefði verið mik- ilvirkur við embættisstörf, sýnt uan að gera störfin einföld og ó- brotin og reglusamur í bezta lagi. Hann var skörulegt yfirvald i stíl aldarinnar, sem leið, vildi láta „hafa jafnan rétt ríkan og órik- an“, byrstur við þá, er hann hugði að bjóða vildu réttvísinni birginn, átti andstæðinga, eins og ge 'ist, vegna skoðana sinna, en naut virð- ingar og vinsælda, er dugðu hon um til kjörfylgis á lýðræðisöld, þó að stjórnmálaflokkar hyrfu af sjón arsviði og aðrir kæmu til sögu. — Tryggvi Þórhallsson sagði, að hann væri „grjótpáll" fyrir hérað sitt eða kjördæmi. Um Björn í Ögri, forföður Magn úsar Torfasonar, kvað Fornólfur: „Bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð“ Og mun svo hafa verið um þá frændur fleiri. Ég var staddur á þingpöllum sem áheyrandi í febrúar 1927, þeg ar Magnús Torfason var kjörinn forseti sameinaðs Alþingis í fyrsta sinn, og man það allglöggt, sem þá fór fram. Hann var þá enn í gamla Sjálfstæðisftokknum ásamt Benedi'kt Sveinssyni og Jakob Möller, en Bjarni frá Vogi hafði látizt árið áður og Sigurður Egg- erz var utan þings það ár. Næsta vor gengu þeir Magnús og Bene- dikt í Framsóknarflokkinn. Þeir höfðu áður fylgzt að, er þeir tveir einir þingmanna greiddu atkvæði gegn sambandslögunum 1918. Þótti þeim þá ekki nógu fast á mál um haidið af íslands hálfu. Báðir lifðu þeir afnám þessara laga og stotfnun lýðvetdis á íslandi. Ég man vel eftir Magnúsi Torfasyni á Aliþingi og í þingflokki Framsókn- armanna, einikum á árunum 1930 ÍSLEWDÍNGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.