Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 20
MINNING EINAR ÁRNASON Einar Árnason var fæddur á Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi 1. október 1878, dáinn á Akureyri 31. janúar 1968. Hann skorti þvf átta mánuði í nírætt. Einar var af þingeysfcum bænda ættum. Faðir hans, Árni Kristjáns- son, fluttist með föður sinum, Kristjáni Kristján-ssyni, frá Hóli í Kinn að Finnsstöðum vorið 1871. Á Hóli bjuggu þeir afi Einars og langafi, Kristján Árnason, frá 1845. Þeir voru miklir framfara- menn í búnaði og hófu fyrstir á- veituframkvæmdir hér í sveit og voru stórtækastir bænda, þegar túnrækt hófst með plægingum fyrir 1860. Þegar búnaðarfélags- skapur hófst eftir 1850, að for- göngu sr. Jóns í Yztafelli, voru þeir beztir liðsmenn hans og fylgdu honum á héraðsfundi. (Sjá Byggð- ir og bú, aldarminning búnaðar- samtaka í S-Þing. Ak. 1963, — bls. 258—260.) Kona Kristjáns Kristjánssonar var Bóthildur Grímsdóttir frá Krossi. Það er nefnd Krossætt og er upprunnin úr Fnjóskadal. Um aldamótin 1700 bjó Árni Péturs- son, sem nefndur var hinn ríki, að Illugastöðum. Frá honum er mikill ættbogi. E.inn af niðjum hans var Árni Þorláksson, sem tók Steinkirkju um Móðuharðindin, og hafa niðjar hans búið þar óslitið síðan og ættin dreifzt víða. Dóttur- sonur hans var Bessi í Skógum, faðir Jóhanns á Skarði í Dals- mynni, sem Skarðsmenn eru frá komnir. Einar, sonur Árna Þorláksson- ar á Steinkirkju, fluttist í Kross 1814. Kona hans var Hildur Gríms dóttir frá Sellandi. Frá þeim er Krossætt talin. Meðal barna þeirra, sem áttu margt niðja, má telja Árna, móðurafa Áskels i Krókum, föður Jóhannesar jarðfræðings og þeirra bræðra, og Ingibjörgu, móð urömmu sr. Ásmundar á Hálsi og þeirra sys-tkina. Mjög rík fræða- hneigð er með þessum frændum. Grímur Einarsson bjó á Krossi eftir föður sinn. Hann var faðir Bóthi'ldar, föðurömmiu Einars. Hún átti marga bræður. Einn þeirra var Einar, sem giftist Agötu Magnús- dóttur frá Sandi. Móðir Einars á Finnsstöðum var dóttir þeirra. Magnús á Sandi, langafi Einars í móðurætt, var Guðmundsson frá Kasthvammi. Frá Guðmundi er margt kunnra manna, og ber þar mikið á listhneigð. Hann var t.d. móðurafi Arngríms málara. Móðir Magnúsar á Sandi var Guðleif Árnadóttir, alsystir Sig- mundar í Vindbelg, sem Belgjar- ætt er kehnd við, en föðurætt þeirra er nefnd Hlugaætt, og má rekja hana til forneskju. Það sagði Indriði á Fjalli, að flest þingeysk sfcáld væru af þeirri ætt. Guðleif andaðist 100 ára á Sandi hjá Magn- úsi, syni sínum. Einar Grímison frá Krossi og Agata frá Sandi hófu búskap á Ófeigsstöðum 1851, en fluttust að Björgum 1860. Þar dó Einar Gríms son úr lungnabólgu frá mörgum börnum, flestum í bernsku. Agata Magnúsdóttir varð að hætta búskap eftir harða vorið 1872. Hjónin á Finnsstöðum, Krist ján Kristjánsson og Bótbildur, syst ir Einars Grímssonar, tótku tvö af yngri bömunum alveg í fóstur. Meðal eldri barna Einars og Agötu var Bóthildur, sem fluttj í Finns- staði og giftist Árna Kristjánssyni. Þau urðu foreldrar Einars Árna- sonar, sem hér segir frá, og var hann elzta barnið þeirra. Á Finnsstöðum var nú tvíbýli. ' Fyrst bjó Árni með föður sínum, en síðan með Friðgeiri, bróður sín urn, og konu hans, Kristbjörgu Einarsdóttur, systur Bóthildar, til 1903. Þarna ólst upp margt af ungu fólki, og var Einar elztur af yngri kynslóðinni. Síðustu áratugi 19. aldar var mikil gróska í félagslífi Þingey- inga. Saga elztu verzlunarfélag- anna, kaupfélaganna og búnaðar- félaganna hefur verið rakin nokk- uð á prenti, svo -og saga Þjóðliðs- ins og Huldufélagsins o.s.frv En lítt hefur verið rannsakað og énn minna skrifað um æskulýðsfélög- in, sem risu í mörgum sveitum á síðasta fimmtungi aldarinar, og voru þau fyrirrennarar ungmienna flélaganna, sem stofnuð voru eftir aldamótin. Eitt slákt félag var stofnað í Fram-Kinn haustið 1889. Félags- svæðið náði norður að Yztafelli og inn i Ljósavatnsskarð. Tvíbýli var þá á mörgum jörðum og flest hjón ung. Þá voru heimilin mann- mörg og margt af ungu fólki bú- lausu. Félagið hét Gaman og al- vara, og lýsir nafnið vel tilgangi og starfsemi þess. Félagið lét sér ekkert óviðkom- andi, sem heyrði til menningar eða hagsældar. Það stofnaði sparisjóð, sauðfjárræktarfélag með fóður- birgðaeftirliiti og hafði vinnuflokk, sem vann að jarðabótum á vor- in. Það vann efcki síður að menn- ingarmálu.m. Það hélt marga um- ræðufundi á vetrum og gaf út sveitarblað. Það hélt að minnsta fcosti eina skemmtisamkomu á vetri, sem vel var til vandað. Þar voru ræður fluttar, glímur og stökk voru æfð. Þar var dansað og sungið af æfðum kór og stund- um sýndir sjónleikir. Gerðabækur þessa félags eru enn til. Yngstur á skrá yfir stofn- endur þess var Einar Árnason á Finnsstöðum, þá 11 ára. Þegar hann óx upp, tók hann mjög virk- an þátt í féíagsstarfinu og lék í sjónleikjum innan við tvítugt. Ekki er að efa, að þessi félagsskapur hefur verið unglingunium drjúgur til þroska. Fyrir forgöngu ráðamanna í „Gamni og alvöru“ voru hafin samskot og keypt orgel í Ljósa- vatnskirfcju fyrir aldamótin. — Árni á Finnstöðum þótti mifcill búmaður og Bóthildur búkona. Á þessum áium var óþarfinn mjóg fiordæmdur og talin höfuðsynd að verja fé til þeirra hluta, sem ekki voru arðbærir. Orgelið, sem keypt var til kirkjunnar, var lítið og klyftækt. Árni á Finnsstöðum bauðst til að sækja það til Akur- eyrar. Hann átti hest, sem Moldi hét, úlfaldagrip. Það kom mönn- um á óvart, þegar hann kom með 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.