Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 8
Jóhannes Guðmundsson, kennari Jóhannes Gu'ðmundsson kennari á Húsavík andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 30. sept. sl. 78 ára að aldri. Jóhannes fæddist 22. júní 1892 að Þórólfsstöpum í Kelduhverfi í N.-Þing. Foreldrar hans voru Guð- mundur bóndi þar Pálsson og kona hans, Sigurveig Jóhannsdóttir. um með vasahnífnum hans, útskor in með flúri og málaðan. Þann stjaka átti ég lengi, en því miður er hann nú forgenginn eins og svo margt annað. í þessu speglaðist hlýhugur hans til mín og gerði mér hlýtt í geði. Fleiri nutu þess sama. Þetta veitti honum gleði. Hann var barnalegur á ýmsan hátt, gladdist innilega af litlu sem hon- um var gert- Einkum hreifst hann af öllu, sem á einhvern hátt snerti fegurðarskyn hans, svo að nálgað- ist glysgirni. Hann var óefað gædd ur listamannshæfileilcum, þótt þeir næðu ekki aö þroskast sem skyldi. Þar áttu aðstæðurnar í æsku hans og fötlun mesta sök á. Ég hefi hér með nokkrum orð- um rakið ævi og kjör þessa burt- kallaða vinar míns. Mér fannst ég verða að gera það, svo ríkan sess sem hann hefur átt í huga mér og þeirra, sem lionum voru nákomn- ir á einn eða annan hátt. Ég er þakklátur fyrir að fá að kynnast honum og hafa notið vináttu hans. Ég veit að hann hefði sjálfur vilj- að bera fram þakkir til húsbænda sinna og þess fólks alls, sem veitti honum kærleiksríka umönnun. Ef hann hefði ekki notið þess er hætt við að næðingar lífsins hefðu get- að leikið hann hart, svo einstæður sem hann var. Ég er þakklátur góð um guði, sem leiddi hann með svo hóglátum hætti heim, inn í ríki sitt. Fögnuður himinsins umlykur hann, blessaðan. Á páskum 1971 v^Juðmundur P. Valgeirsson. Jóhannes ólst upp hjá foreldr- um sínum til 14 ára aldurs, er hann missti móður sína og heimilið leyst ist upp. Hann var alinn upp við lítil efni en vandist snemma mik- illi vinnu og nægjusemi. Hann lærði það á æskuárum sínum að gæta ítrasta sparnaðar í hvívetna sem nauðsynlegt var ef mögulegt ætti að vera að komast til mennta, en snemma mun hugur hans hafa staðið til þess. Hann er í vinnumennsku næstu árin og keppir að því marki að safna sér fararefni, og veturinn 1911—12 stundar hann nám í ungl ingaskóla Húsavíkur, er sveitungi hans, Benedikt Björnsson, hafði stofnsett. Síðan heldur hann til Ak ureyrar og sezt í Gagnfræðaskól- ann og lýkur þaðan prófi 1914. Á þessum skólaárum mun Jó- hannes hafa þroskað með sér þá hæfileika, sem voru einkennandi í fari hans, hófsemi í hvívetna og tryggð við þær hugsjónir er hann vildi berjast fyrir. Næstu árin er Jóhannes farkenn ari í Eyjafirði og Kelduhverfi en 1917 ræðst hann kennari við Barna skóla Húsavikur og jafnframt við Unglingaskóla, Húsavíkur. Þá var hann búinn að taka ákvörðun pm sitt ævistarf. Hann kenndi við barnaskólann í 45 ár og jafnframt við unglingskólann í 15 ár. Jóhannes var frábærlega góður starfsmaður. Samvizkusemi var honum í blóð borin og mikil ár- vekni. Hann setti sig ekki úr færi við að kynna sér nýjungar í starfi, en hann var hreinskilinn og hrein- skiptinn og galt varhug við mörg- um nýmælum sem oft reyndust þá stundarfyrirbæri. En hann var fróðleiksfús og víðlesinn og fylgd- ist vel með til hinztu stundar. En trúmennsku hans var viðbrugðið. Um miðbik starfsævi sinnar átti hann við alvarleg veikindi að stríða. Þá var furðulegt hve hart hann lagði að sér til að sinna starfi sínu og veit víst enginn nema hans nánustu hve sú barátta hefur ver- ið efið. Aldrei lét hann sig vanta, svo fremi aö hann hefði fótavist. Ég er einn þeirra mörgu, sem naut kennslu Jóhannesar, en hann var minn aðalkennari í barnaskóla. Mér er hann mjög minnisstæður sem kennari. Ég sé hann ljóslif- andi fyrir mér er bekkurinn situr þögull við vinnu en hann hallar sér upp að kennaraborðinu og seg- ir eina af sínum fjölmörgu sög- um. Frásögn hans var viðbrugðið. Hann náði svo algjörum tökum á nemendahópnum að umhverfið fjarlægðist og hver nemandi var orðinn þátttakandi í lífi sögupers- ónanna. Hann endursagði heil skáldverk hinna þekktustu meist- ara. En sögurnar höfðu allar ákveð ið markmið, að bæta manninn, inn prenta honum hófsemi og prúða framkomu og drenglyndi, og síðast en ekki sízt sannleika. En þó sög- urnar væru vinsælar var ekki gef- ið eftir í náminu. Þar sagði til sín samvizkusemi hans. Enda fylgdist hann vel með því að það væri num ið sem læra átti. Ég held að flest- um nemendum Jóhannesar sé þannig farið að þeim hafi þótt meira og meira til hans koma eftir því sem þroski þeirra sjálfra óx. Jóhannes gaf sig mikið að félags- málum. Hann var félagshyggju- maður og markaði sér stöðu með þeim sem beita vildu félagslegum átökum til úrbóta í samfélaginu. Hann hreifst snemma af góðtempl arareglunni og barðist ótrauður fyrir bindindi eins og raunar öðru er hann áleit samferðamönnunum fyi'ir beztu. Hann stóð í fylkingar- brjósti bindindismála á Húsavík frá því hann hóf þar störf og til dauðadags. Var hann um skeið æðstitemplar stúkunnar Þingey og varagæzlumaður barnastúkunnar Pólstjarnan fi» stofnun. Stúkan a ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.