Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 5
ill enda stórt heimili um að sjá. Þó Friðrika sinnti félagsstörfum nokkuð var þó heimilið hennar starfsvangur fyrst og fremst. Hún var stolt af því að vera bóndakona, taldi sér sóma að því að vera hús- móðir í sveit. Hún unni mjög sveit sinni og vildi veg liennar sem mestan. Kotungsbragur var fjarri skaplyndi hennar og þótt stund- um muni þröngt hafa verið í búi og húsakynnin í gamla bænum ekki mikil lét hún slíkt ekki á sig fá. ' Friðrika var ein af þeim konum sem menn bera kvrrláta virðingu fyrir, konum sem í kyrrþei en af festu liafa helgað alla krafta sína uppbyggingu sveitanna með trú á gildi þeirra fyrir framtíð lands og þjóðar. í fáum störfum nútímans er meira jafnrétti karls og konu en í búskapnum. Þó verkaskipting sé þar glögg er þa” þó meiri sam- vinna en i flestu öðru þar sem öll vinnan, innan húss og utan, miðar að einu marki, framleiðslu búsins. Reykjadalur er með búsældar- legri sveitum í Þingeyjarsýslu. Bú- sæld hefur aukizt þar sem víða annars staðar með bættum sam- göngum og aukinni tækni. Hvor tveggja þetta hélt innreið sína í þennan fagra dal í lífi Friðriku. Hún sá býlin stækka og velmegun aukast. Árið 1950 höfðu Jón og Frið- rika reist nýtt og myndarlegt íbúð arhús á jörð sinni og voru það vissulega mikil umskipti fyrir hús móðurina. Nú var aðstaðan orðin nokkuð önnur en var á fyrstu bú- skaparárunum á Halldórsstöðum. Á Halldórsstöðum voru öll börnin 6 fædd. Nú voru þau flest upp- komin. Árið 1952 hófu Jón og Friðrika félagsbúskap með Valgerði dóttur sinni og tengdasyni. Friðrika naut þessara samvista. Hún hafði mikið yndi af barnabörnunum og hafði gott lag á því að búa í félagsskap. Hamraheimilið liefur haft mikið aðdráttarafl fyrir börn Friðriku og barnabörn og hefur mér alltaf fundizt fjölskylduböndin þar óvenju sterk. Ég held að þar hafi hvað mest orkað hið hlýja viðmót Friðriku. sem fannst sjálfsagt að Hamrar væru hið sameiginlega heimili allrar fjölskyldunnar og þar væri sjálfsagt að bjóða alla gesti velkomna. Við gamla Hamrahúsið var snot- ur garður xneð gróskumiklum reynitrjám. Það var yndi Friðriku að annast þennan garð. Hún var unnandi fegurðar og sýndi það ekki sízt í umgengni sinni við jurt- irnar. Þegar gamli bærinn var rif- inn gerði hún sér annan unaðs reit. í hlíðinni suður af bænum girti bóndi hennar landsspildu til skógræktar. Þar var og er nú fag- ur reitur margs konar trjáa. Þang- að var Friðriku tíðförult. Reitur þessi var hennar eftirlætisstaður, þar sem hún undi sér við að hlúa að nýgræðiiignum. Hún var alin upp á einum fegursta stað í Reykja dal — örskot fra Vestmannsvatni og Vatnshlíð með sínum fallega skógi. Nú var hún að skapa sína „Vatnshlíð“ þó í smækkaðri mynd væri heima á Hömrum. Friðrika átti í lífinu miklu láni að fagna þó margir erfiðleikar hafi orðið á vegi hennar. Hún eignaðist tryggan lífsförunaut. hinn ágæt- asta mann, sem með dugnaði og elju skóp með henni það heimili sem ég hef að nokkru reynt að F. 21.4. 1903. D. 3.5. 1971. Þótt kveðji vinir einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þetta látlausa vers Margrétar Jónsdóttur, skáldkonu kom mér í hug, er ég frétti hið sviplega frá- fall Guðmundar Sigurjónssonar. húsasmiðs Urðarstíg 7, Hafnarfirði. Ég er einn þeirra mörgu. sem finnst auðara og snauðara í kringum mig, er sá góði og tryggi vinur er horfinn af sjónarsviðinu, því svo reyndist mér hann jafnan. Ef ég fór eitthvað út úr bænum, þá var það með Guðmundi, með honurn var ég óttalaus og öruggur. Já, Guðmundur var sannar- lega gæðadrengur, þann vitnisburð báru lionum undantekningalaust allir samferðamenn hans, hvort lýsa. Friðrika átti margt fræník fcg vina allt í kringum sig í sveitinhí. Barnalán Hamrahjóna var mik-. ið. Börnin þeirra eru: Sigrún, hús- freyja á Rangá í Köldukinn, gift Baldvini Baldurssyn: Jón Aðal- steinn, rnúrari á Laugum, kvænt- ur Elínu Ingu Jónas'dóttur, Sigríð- ur, húsfreyja á Fáskrúðsfirði, gift. Kára Jónssyni, Valgerður, hús- freyja á Hömrum, gift Benóný Arn órssyni, Unnur, húsfreyja á Húsa- vík. gift Helga Vigfússynj og Þór- dís, húsfreyja að Hámraborg, gift Illuga Þórarinssyni. Friðrika lézt eftir skamma legu en hafði átt við heilsuleysi að stríða síðustu ár. Myndin sem hér fylgir var nýlega tekin at Friðriku. Ég vil að endingu þakka Filð- riku fyrir góð kynni og margar ánægjustundir heima á Hömrum. Við hjónin sendum eiginmanni. börnum, tengdabörnum og barna- börnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Kári Arnórsson. sem þeir höfðu verið með hon- um á sjó eða landi, en sjómennsku stundaði Guðmundur framan af ævinni, en lærði trésmíðar hjá Jó- hannesi Reykdal á Setbergi, er hann fór að þreytast á sjónum. Eft- ir það stundaði Guðmundur siníðar NNIN GUÐMUNDUR SIGURJÚNSSON, HUSASMIÐUR ÍSLENDINGAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.