Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 11
SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR Fædd 13. marz 1920. Dáin 19. aprfl 1971. DÓTTURKVEÐJA. Ég man ekki lengra en móðurhönd mig væri a‘ð leiða, verma og styðja, öll mín að leysa efni vönd, ' órofa vöfðu mig kærleiksbönd. Hún kenndi mér bænir að biðja. Og eins þótt ég væri orðin stór þar átti ég heimili að baki. Hvar sem ég var og hvert sem ég fór og hvernig sem bylti mér ævinnar sjór, þín mildi var söm og þinn maki. né daginn til loka fy ts sjá, en lúta verður hans vilja. Sú alvitra stjórn, sem allt þetta sér veit alltaf hvað bezt má oss gegna. Það smyrsli á sárustu benjarnar ber, ég blessa þá trú, er þú kenndir mér og ber mig betur þess vegna. Ég þakka þér elsku móðir min þann minninga-arf er ég geymi> gull, sem að hvorki dofnar né dvín. ÍNú drottinn þig leiði og gæti þín í hærri og þroskaðri heimi. I.S. Sigrún fæddist að Hallfreðar- stöðum Hróarstungu, Norður- Múlasýslu, 13. marz 1920, dóttir hjónanna Guðlaugar Sigmundsdótt ur frá Gunnhildargerði og Péturs Sigurðssonar frá Hjartarstöðum. Sigrún fluttist til Reykjavíkur, ásamt foreldrum sínum, árið 1934. Árið 1954 giftist Sigrún eftirlif- andi manni sínum, Sigurði Þórðar- syni endurskoðanda. Við tölum oft um fjármuni fólks, peninga, fasteignir eða aðra hluti, og oft hættir okkur við að leggja mat á samferðamenn okkar eftir veraldlegum auðæfum þeirra, þá gleymast okkur gjarna þau sannindi, að mestu verðmæti eru fólgin í manninum sjálfum. En því aðeins er maðurinn verðmæt- ur, að hann láti gott af sér leiða, og eru okkur raun og veru nokk- ur verðmæti dýrmætari og þýðing- armeiri en þau, sem felast góð- Svo óvænt að hyrfirðu okkur frá mér örðugt veitist að skilja, en deila þar enginn við dómarann má Þriðjudaginn 27. apríl s. 1. var til moldar borin frú Sigrún Pét- ursdóttir til heimilis að Tjarnar- götu 42, Reykjavík. vikinn og hjálpsamur — og það, sem sízt má gleymast: sífellt gam- ansamur og óvenjulega hnyttinn í tilsvörum. Stundum var gamansem in krydduð smástríðni, en þó ofur góðlátlegri. Þetta var leikur hans eða íþrótt, sem hvorki gat styggt né sært nokkurn mann, allra sízt þá, sem bezt þekktu hann og vissu, að þetta var aðeins einn þátturinn í hinni sérstæðu og frjóu kímni- gáfu hans og samofinn henni. Það var engin tilviljun, að Ingvar skyldi velja sér að viðfangs- efni skáldskap Benedikts Gröndals, einhvers mesta spéfugls, sem rit- að hefur óbundið mál á íslenzku. Ég minnist þess með ánægju, er Ingvar flutti prýðisgott erindi um Gandreið Gröndals á fundi í Fé- lagi fslenzkra fræða fyrir nokkrum órum. Það var eftirlæti Ingvars að skop ast að framagosum, hinu hvimleiða fyrirbæri. sem lengi hefur tröllrið- íð opinberu lífi hér á landi. Siálfur var hann hógvær og hlédrægur. Um skeið var hann formaður Mím- is, félags stúdenta í íslenzkum fræðum. Hins vegar er mér kunn ugt um, að hin síðustu árin neit- aði hann tvívegis að gefa kost á sér til stjórnarstarfa í fræðafélögum, þótt eftir væri gengið. Á þjóðmál- um hafði hann mikinn áhuga, en batt sig ekki við stjórnmálaflokka. Á því sviði var hann víðsýnn um- bótasinni og félagshyggjumaður. Einn var sá hæfileiki Ingvars, sem ég undraðist hvað oftast og dáðist að. Það var minnisgáfa hans, sem var með ólíkindum. Oft kom hann mér á óvart með því að minna mig á, hvað ég hefði sagt í hversdagsmasi okkar, þótt mán- uðir eða ár væru liðin síðan, þegar mér var það úr minni liðið sem hver önnur markleysa. Og mann- fróðari og ættfróðari ungum manni hef ég aldrei kynnzt. Það bar varla svo mann á póma. að Ingvar vissi ekki öll deili á honum. Og allur þessi firnafróð'eikur var honum jafnan tiltækur fyrirhafnarlaust. Síðustu árin, hygg ég, að hesta- mennska hafi fært Ingvari hvað flestar ánægjustundir. Hann naut þess að láta spretta úr spori á fögrum degi úti í guðs grænni náttúrunni. Hann bar mikla um- hyggju fyrir hestinum sínum og talaði oft um hann sem góðvin. Ingvar Stefánsson var hár maður vexti og grannur. Hann var bjart- ur yfirlitum, hárið rauðleitt og fór vel. Það var einlægni í augnaráði og brosi, og hláturinn var hjartan- legur. Mér er til efs, að ég hafi kynnzt nokkrum manni, sern varð- vcitt hafi betur barnshuga sinn, falslausan og einlægan, opinn og spurulan. Nú er Ingvar allur, langt fyrir aldur fram. Sár harmur er kveð- inn að móður hans, sem orðið hef- ur að sjá á bak einkabarni sínu. Þau mæðginin voru einstaklega samrýnd. Samstarfsmenn hans og vinir sakna hueliúfs drenglundar- manns og mikilhæfs starfslundar- manns og gevma minningu hans i þakklátum huga. Sú minning er sveipuð birtu, og það er ylur í henni. Gunnar Sveinsson. ÍSLEMOWGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.