Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 4
tienni vel, báru til hennar vina- pel og virðingu. Þeir mörgu, sem flutu styrks af hjálparhönd heanar, þegar á móti bíés, muna þaft alla ævi og fá það vart þakkað sem skyldi. Hún var góður fulltrúi hinna beztu kvenna. Andrés Kristjánsson. t Guðbjörgu á Setbergi sá ég fyxst haustið 1946, svo að ég muni. Móðir mín, Hulda Guðnadóttir, og hún voru bræðradætur, og af ýmsum ástæðum var mér svo hlýtt til þessarar frænku minnar, að mér finnst hún eiga inni hjá mér örfá síðbúin kveðjuorð. Við þekktumst raunar aldrei sérstaklega mikið, en löng kynni og góð eru ekki ávallt eitt og hið sama. Okkar kynni voru bundin bernsku- og æskuárum mínum fyrir norðan, þótt Guðbjörg heim- sækti mig einu sinni, eftir að ég var seztur að í Reykjavík. En á þessu skeiði ævinnar var gott að eiga Guðbjörgu að frænku og vin- konu, því að börn og unglinga skildi hún áreiðanlega vel, kunni að umgangast þess konar fólk eins og bezt varð á kosið, virða sálar- líf þess og láta það finna, að það væri fullgildir aðilar í samfélag- inu. Þetta haust, sem ég nefndi, — 1946, — fór ég með mömmu vest- an frá Hálsi í Fnjóskadal til dval- ar á Þverá í Reykjahverfi fram að jólum. Ég man ekki til þess, að við stönzuðum á Húsavík á leið- inni þangað, en einu sinni eða tvisvar fórum við í kaupstaðinn ofan úr Hverfi. Og þá man ég fyrst eftir Guðbjörgu. Það var komið nokkuð langt fram á haust. Ég stóð við eldhús- gluggann á Setbergi, ef ég man rétt, og horfði út á úfinn og gráan Skjálfandaflóa. Þetta var nýnæmi fyrir mig, því að þá hafði ég víst aldrei séð sjóinn fyrr, a.m.k. ekki svo að ég tæki eftir honum. Seinna átti ég þó nokkru sinnum eftir að vera gestur í þessu húsi og horfa yfir glampandi flóann í logni og sumaryl. Þá risu Kinnarfjöllin úr sæ, hvít og blá. en að bæjar- baki hófst Húsavikurfjall, sérkenni lega brúnt og græat með sínum mjúku línum. Við þptta útsýni ólst Guðbjörg Jóhatsoesdóttir upp og hafði það lengat af íýrir augunum. 4 Mér þykir alltaf fallegt á Húsa- vík í góðu veðri og kann þar vel við mig, en hitt veit ég líka, að það á að einhverju leyti rætur að rekja til þess, að á Setbergi stóð mér og mínum ávallt opið hús. Fyrrgreindan haustdag var Jón Sörensson, maður Guðbjargar, — þessi hrausti og víllausi víkingur, sem nú hefur orðið að sjá henni á bak, í uppskipun, en það sóp- aði að honum, þegar hann kom blautur heim í mat, og ég heyrði dimman og karlmannlegan róm- inn löngu áður en hann var kom- inn inn. Allan daginn stjórnaði Guðbjörg heimilinu af röggsemi og myndarskap, veitti gestum, en gaf sér jafnframt tima til þess að spjalla við þá um alla heima og geima og sinna börnunum, sem léku sér daglangt með töluverð- um bægslagangi í kringum hana. í þessu hlutverki var hún eins og drottning í ríki sínu, enda frábær- lega vel verki fari.n og mikil hús- móðir í gamalli og góðri merkingu þess orðs, þótt ég efist ekki um, að oft hafi hugur hennar einnig snúizt um önnur viðfangsefni. Árin liðu. Guðbjörg dvaldist einu sinni nokkra daga hjá mömmu að sumarlagi og kom stundum í heimsókn, þegar hún var stödd á Akureyri, til þess að hitta föðurbróður sinn, sem nú er horfinn ásamt henni á sama miss- erinu. Þrjú sumur fór ég í vinnu til Raufarhafnar. Leiðin lá um hlaðið á Setbergi, og alltaf voru viðtökurnar þær sömu — og eins, þegar ég fór til Húsavíkur að gamni mínu og fékk allan beina á Setbergi eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Fyrir allt þetta á ég Guðbjörgu frænku minni og hennar fólki þakkir að gjalda, sem ekkj má minna vera en ég láti í Ijós, þegar leiðir skiljast. Hún var alltof snemma brott kvödd, en það vita þeir betur sem næst henni stóðu. Ég hefði viljað hitta hana oftar síðari árin og ætlaði alltaf að heim sækja hana — hér eða þar, — þótt aldrei yrði af þvi. En nú tjó- ar víst lítið að tala um það. Guðbjörg á Setbergi dró til sín annað fólk eins og segull, ef það var henni að skapi. IHún var bráð- vel gefin og rausn hennar og myndarskapur í verkum leyndi sér hvergi. Innsítu hugsanir henn- ar þekkja ástvdniir hennar bezt, en vafalítið hefur hún verið ástríðu- mikil kona. Hún fann til með öðr- um í blíðu og stríðu, því að lund- in var ör og geðið heitt. Og hún var falleg. Mér er það í barasminni, hve hún var beinvaxin, bjarttleit og fríð og tíguleg í framgöngu. Hvar- vetna hefði hún sómt sér vel, og fáar konur eða enga man ég, sem borið hafa íslenzkan búning af meiri reisn. Þegar ég hugsa til þeirra Setbergshjóna, finnst mér sem Guðbjörg hafi verið ímynd kvenleikans, en Jón karlmennsk- unnar. Um heimilí þeirra er hlýtt og notarlegt að hugsa fyrir þá, sem áttu þar vinsemd og gestrisni að mæta. Þar sem Guðbjörg Jóhannesdólt ir fór, var glatt og bjart. Eftirlif- andi manni hennar, börnum og öðr um vandamönnum sendi ég i senn samúðarkveðjur og þakklæt- is. Húsmóðirin á Setbergi var drottning í dagsins önn, og slíkar konur skilja að sama skapi eftir sig stærra rúm, sem þær eru öðr- um fyrirferðarmeiri í endur- minningunni. Hjörtur Pálsson. I Ég rifja upp minningar mætar og minnist þá ætíð þín, góðvildar þinnar, göfgi og gestrisni, frænka mín. í suðræna, blíða blænum berst til mín röddin þín. Brosið þitt bjarta, hlýja berst í sóldýrð til mín. Að fága, umbæta, fegra sem flest væri þitt hugðarmál. Og fram þú laðaðir ljósið og lífsgleði í hverja sál. Þó heilsunni tæki að hnigna, var hönd þín jafn vinnufús. En leið þín hlaut þó aJS liagia til lækna og í sjúkrahús. Heim — alltaf heim — vair þráin, hedm til þíns góða manns. Heim loks til æðri heima, heim til guðs föðurranns. Hugur minn frjáls þér fylgiir, frænka, 1 ellífðar geim. Um óþekkta alföður vegi alltaf kemst góður heim. Arnór Sigmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.