Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 6
gott það vai' bæði mér og öllum dætrum HalWórs, að geta leitað til hans, rætt /ið hann og þegið holl ráð varðandi kennslustarfið og sannarlega þurfti þar enginn að ganga bónleiður til búðar. Heimili þeirra hjonanna var og er, okkur öllum, dætrum, tengda- sonum, og barnabörnunum átta talsins, sem okkar annað heimili. IÞað tengir þennan hóp saman óvenju sterkum fjölskylduböndum og mun þar mestu um hafa ráð- ið samheldni þeirra hjóna og um- hyggja fyrir velferð okkar allra. Ég get ekki látið hjá líða er ég fátæklegum orðum minnist Hall- dórs Sölvasonar, að minnast á, hve létt hann átti með að klæða hugs- anir sínar búningi hins stuðlaða máls. Þessum hæfileikum sínum hélt hann lítt á loft og þeir eru ekki margir sem fengu að lesa yfir Ijóðin og vísurnar, sem hann átti í fórum sínum. Þegar ég hef lesið ljóð eða vísu, sem Halldór hefur ort, finnst mér ég ætíð finna bezt þá mannkosti, sem í honum bjuggu, þvíljóðin hans eru sem spegilmynd af honum sjálf- um. Þar kemur fram glettni hans iog góðlátleg stríðni, umhyggja hans og ástúð. Þar er að finna heil- ræði og lífsviðhorf góðs manns, það heilbrigða lífsviðhorf, að það sé undir manninum sjálfum kom- ið hvernig honum tekst að nýta áskapaða hæfileika sjálfum sér og öðrum til góðs og þar með öðlast lífshamingjuna. Mér finnst þetta viðhorf speglast greinilega í tveim vísum, sem Halldór sendi einum dóttursyni sínum, þá fyrri við fermingu, þá síðari við lok stúd- entsprófs. Vaxa stöðugt varðar mestu, vera æ hinn sanni. Víst þarf til þess vit og festu að verða að nýtum manni. Að byggja txaust er horskra háttur, hugann þjálfa störf við ný. Sannað er að mennt er máttur, en maðurinn stjórnar afli því. Halldór. Það eina, sem ég get gefið þér í vegarnesti inn í lönd eilífðarinnar er þökk fyrir árin, sem við áttum saman, þökk fyrir að mér var það gefið að fá að vera þér samvistum og fá að kynn- ast þér. Ég mun ætíð minnast þín er ég heyri góðs manns getið. Jón Árnason. f Það er ekki ætlun mín að skrifa æviágrip, til þess munu aðrir verða. Aðeins örfá orð til þín, kæri Halldór. Það kemur fyrst í huga mér vormorgun einn, fyrir nokkrum ár- um, ég var að keyra þig til vinnu. Þú hafðir fundið til lasleika upp á síðkastið. Ég sagði við þig: „Því ertu ekki heima í dag, Halldór“. Eftir stutta þögn kom svarið al- vöruþrunginni röddu: „Maður verð ur að gera skyldu sína, meðan mað ur getur“. Þessum orðum gleymi ég aldrei. Tveim tímum síðar varstu fluttur á spítala mikið veik- ur. Skilningurinn á því, hvað væri að gera skyldu sína, hefur senni- lega vaknað í huga þínum á fyrstu bernskuárum ævinnar, þegar fað- irinn var látinn og móðirin barð- ist fyrir tilveru barnanna við erf- iðar aðstæður íslenzkra sveita, og þegar stundum var ekki vitað hvað skyldi til matar haft næsta dag. Skilningurinn hefur enn aukizt með unglingsárunum, þegar brot- izt var til mennta og erfiðar ferð- ir fótgangandi frá Norðurlandi um 5kunn héruð og erfiða fjallvegi, virt ust smámunir einir, því að til náms í Kennaraskóla íslands lá leiðin. Síðan kom ábyrgðin, sem því fylgdi, að vera trúað fyrir upp- fræðslu barna. Fullmótaður hefur þá verið skilningurinn á því, hvað það er, að gera skyldu sína, enda var ekki hikað við að leggja út í hríð og storma. Kennslan mátti ekki falla niður í skólanum hinum megin 1 Mýrdalnum. Árin í skólahúsinu í Fljótshlíð urðu mörg og indæl. Þar ólust flestar dætur þínar upp við heim- ilisbrag, sem mótaðist af skilningi og samheldni. Kærar eru bernsku- minningar systranna frá þessum árum er setið var við skrifborðs- hornið þitt með námsbækur og notið tilsagnar þinnar. Skyldur þín ar gagnvart heimilinu voru þá slík- ar, að það að eiga krukku af nef- tóbaki og fá sér stöku sinnum korn í aðra nösina, gat virzt munaður. Enda var dætrunum öllum fimm komið til mennta og það atvikað- ist svo að þær hlutu allar nám við þinn gamla Kennaraskóla. Þú hafðir hlotið í vöggugjöf skáldskapargáfu. Eins og þú unn- ir tungu vorri, hlýtur slík náðar- gjöf oft að hafa freistað þin. Skiln- ingur þinn á skyldum þínum hefur þá eflaust yfirbugað slíkar freist- ingar. Ég minnist ekki, að hafa séð þig koma heim úr Laugarnes- skólanum öðru vísi en klyfjaðan stórum úttroðnum skjalatöskum. Börnin skyldu ekki svikin, enda flest kvöld og helgar vinnudagar. Ég minnist barnanna, sem þú út- skrifaðir tólf ára, og höfðu fylgt þér nokkur síðustu árin í skólan- um. Þau höfðu vissulega fundið hug þinn, er þau af hjartans þakk- læti færðu þér skrautritað skjal með myndum af sér. Þú hengdir þetta skjal fagurra minninga fyrir ofan skrifborðið þitt. Þótt dæturnar flyttu að heiman, hélt heimili þitt í rauninni áfram að vera þeirra, aðeins höfðu tengdasynir og barnabörn bætzt við. í nær fimmtíu ár hafðír þú stundað störf þín og nær jafnlengi stóð við hlið þér sú kona, sem batzt þér kærleiksböndum sautján ára gömul og var eitt í þér til hinzta dags, svo þar bar aldrei slkugga á milli. Harmur hennar er því mik- ill, jafnvel þótt þið bæði hefðuð öðlazt fullvissu um, að líf er að loknu þessu. Er ég nú kveð þig að þessu sinni, kæri Halldór, langar mig að* eins að þakka þér þann lærdóm, er ég nam af kynnum okkar og sem mun vara um ókomin ár. Hvers er hægt að óska sér fremur, en að öðlast skilning þinn á þeim orð- um er þú forðum sagðir við migt „Maður verður að gera skyldu sína, meðan maður getur." Hrafn Einarsson. t Haustið 1920 hittumst við Hall dór fyrst. Þá við inntökupróf 1 Kennaraskóla íslands. Ebki er mér Ijóst, hvernig á því stóð, að við urðum strax góðir félagar. Ef til vill af því, að við vorum báðir hús- vetnskir sveitapiltar ókunnugir hér í bæ. Við sátum við sama borð í kennslustundum, bjuggum í sama herbergi, borðuðum á sama matsölustað og svo framvegis. Að námi loknu skildust leiðir. Starfið hófst. Annar fór norður í land, hinn vestur á Snæfellsnes. Þá skrif uðumst við á. Fundum okkar bar saman öðru hvoru. Við s'kiptum um kennslustaði. Að lokum höfn* t ÍSLENDiNGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.