Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 19
MINNING Amma mín Anna Kristín Friðriksdóttir F. 22.9.1860. D. 16.9. 1951. Ég man er ég barn stóð við stokkinn þinn þú straukst yfir hrokkna kollinn minn, og baðst guð að blessa mér daginn. Bæn þín var flutt í bjartri trú, að biðja svo heitt mér kenndir þú. Léttfætt þá leið ég um bæinn. Bærinn minn heima á hólnum var, það hópa sig um hann minningar frá bernskunnar björtu dögum. Ennþá ljóma á leið mína slá þær lifandi myndir sem hlaut ég frá leikjum og söngvum og sögum. Er sólin vermdi um vordægrin löng og vinaljóð fuglinn við gluggann þinn söng, blóm skreyttu bala og fceiga. Þú bentir á skaparans mikla mátt, önnur lífsbraut betur en sú, sem hann valdi sér, verður þó ekki annað sagt en að hann hafi full- komlega valdið sínum verkefnum. Slíkt er sýnilegt hverjum, sem yfir farinn veg hans lítur og sér þau verksummerki, sem hann lætur eft ir sig á jörð sinni. Fyrir rúmri öld kvað íslenzkur bóndi þessa stöku: „Þegar líf mitt eftir á or í gleymsku fallið, fllugastaðasteinar þá standið upp og talið“. í þá daga voru það steinarnir í túngorðunum og húsveggjunum, hvað mannshöndin gæti fátt og smátt, hve gott væri guð sinn að eiga. Er vetrarins frostharkan kreppti kló sem þóttu vænlegastir eftirmæl- endur íslenzkra bænda. En síðail tíma bændur hafa valið sér önnur minnismerki. Þeir hafa kosið til þess hið gróandi gras, sem á hverju vori rís úr dvala og breið- ir sína grænu fegurð yfir íslenzk- ar sveitir og lyftir með því hugum okkar yfir hversdagsleikai*, í þeim hópi fyllti Helgi sæti siti með sóma og mun sá minnisvarði, sem hann reisti sér með rækt- un jarðar sinnar kannski ekki síð- ur talandi, en þótt hann hefði staðið á söngpöllunum. Páll Helgason. og kynlegum rósum á gluggann sló var yl hjá þér, amma, að finna. Og sætt var á kvöldin að sofna við syngjandi, þaggandi, rokksins nið, er saztu sveitt við að spinna. Þegar mér draumarnir bönnuðu blund um biksvarta skammdegis-nætur -stund ég leitaði að huggun og hlýju! Þinn faðmur mér var þá sem frelsandi sól, hann færði mér öryggi birtu og skjól, — og sæl þar ég sofnaði að nýju. Þú áminntir mig svo alla stund að ávaxta skyldi ég mitt pund, — ástríki öðrum sýna. Að græða þjáninga- og sviðasár, svita og harma þerra tár, og láta þér ljósið mitt skína. Þökk sé þér, amma mín, alla tíð, öll er þín myndin fögur og blíð e»m birtist frá bernskunnar degi. Ennþá hertið þitt birtu ber, í bænum heima, sem lýsti mér það ljómar upp lífs míns vegi. Hvar sem að liggur svo leiðin mín unz lífsins hérvistar stundin dvín, ég minning skal mæta geyma. Því björtust og heitust og bezt er sú bænin, sem forðum mér kenndir þú, er stóð ég við stokkinn þinn heima. Biriaa .G. Friðriksdóttir. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.