Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 8
Þorsteinn Guðmundsson fyrrverandi bóndi á Skálpastöðum. Kveðja á sjötugsafmæli hans, 31. maí 1971 Þú komst með öldinni — rétt þegar roðaði af degi og rökkurskuggum áþjánar bægt var frá. Þú greiddir, ungur, umbótum nýja vegi, því æskuglóðin brann í æðum þér — þá. Þú sóttir gæfu og nám þitt vestur að Núpi, — hinn nýji tími bar straumhvörf í fangi sér. Við skynjum fæstir hvað dylst í forlaga-djúpi, en dýr var perlan, sem ungum hlotnaðist þér. Þú reistir bú á æsku-óðali þínu, með ærnum stórhug var þegar að marki sótt. En móðir jörð þér miðlaði af brauði sínu. Frá morgni hverjum var unnið — og fram á nótt. Svo líður tíminn — og öldinni áfram miðar, þín umsvif vaxa, og fjölskyldan verður stór. Og heimili ykkar varð uppspretta gleði og friðar, þar eining, vilji og dugnaður saman fór. Sem bændur eruð þið, feðgar, í fremstu röðum, í faðmi dalsins er ykkar heimbyggð og skjól. — Það dylst víst engum, sem skyggnist að Skálpastöðum, að skapað hafið þið glæsilegt höfuðból. Það er gleði og stolt ykkar, stórmerku, góðu hjóna, hve sterkur meiður hér hefur rætur fest. Að eiga hugsjón — að kunna að kenna og þjóna, er kjörorð þeirra, sem rækja hlutverk sitt bezt. Það leynist fjöregg við brjóst hinna byggðu jarða, en bregðist gæzlan, er þjóðar-menningu hætt. Það reisa fáir sér merkari minnisvarða, en margir þeirra, sem landið sitt hafa bætt. í skjóli dalsins hér skín hinn flosgræni faldur, og fegurð vorsins blessar hið hljóða starf. Já — hvílík gifta að geta við sjötugs-aldur, greitt af höndurn til niðjanna slíkan arf! Þú komst með öldinni — öld hinna glæstu vona, og áttir þátt í að skapa hinn nýja heim. Svo gefst þér nú, í nábýli þinna sona, að njóta hvíldar — og fagna sigri með þeim. Það hverfa margir sporlaust af sjónarsviði, — í sandinn skráðu þeir oft sína duldu rún. En merki hinna, sem urðu landinu að liði, S Iætur sagan blakta við efsta hún. Jón Sigurðsson. Hestamaður hækka brár harma, ef þú grætur. Viljugur og vakur klár veitir raunabætur. Ég á ljúfar og sólbjartar minn- tngar um nokkra útreiðatúra, sem við Steindór áttum saman. Ber þar einna hæst samferðaminning á fögrum, sólbjörtum og heit- um sumardegi frá Reykjalundi í Grímsnesi til Valhallar á Þingvöll- um. Ekki dró það ferðagleðina nið- ur, að flaska víns var með í för, en ég tek sérstaklega fram, að mihalds flöskunnar var neytt af mikillj varfærni með Gutemplara- legri gát. Steindór átti löngum góða gæð- inga og var afbragðs tamninga- maður. Steindór Gunnlaugsson lögfræð ingur, átti marga vini og kunn- ingja. Það sannaði dagurinn, þeg- ar hann varð áttræður, því þá sam- glöddust honum á dásamlegu heim ili hans og góðrar eiginkonu hans, Bryndísar, á annað hundrað gestir, og það veit ég, að þar voru veit- ingar í mat og drykk fullkomn- unin sjálf. Bæði voru þau auðug af gulli gestrisninnar. Steindór vildi allra vanda leysa og var alveg sérstakui mannvinur. Ilann var svo mjög ekki af þess- um lieimi, að ég man ekki eftir einu skipti, þegar við hittumst, að hann minntist einu orði á stjórn- mál. Þótt Steindór Gunnlaugsson elskaði og dáði söng, tónlist og list yfirleitt og til dæmis mynd- list, þá kom oft i ljós, að hann unni Ijóðalistinni sérstaklega, og ég held mest. Varð ég oft var við, að uppáhalds skáld hans var þjóð- skáklið góða, Hannes Hafstein, fyrr- verandi ráðherra íslands. Ifjónaband Steindórs og Bryn- dísar var fyrirmynd, mönnum til gleði og guði til dýrðar. Ég tel Steindór Gunnlaugsson, lögfræðing, sem var alla tíð frá því að ég var drengur alveg sér- stakur vinur minn, afar mikinn gæfumann. Og hátindur hamingju Steindórs var hin óvenjufagra eig- inkona hans, prestsdóttirin Sigríð- ur Bryndís Pálmadóttir. Það leyndi sér aldrei að hún var „Sól hans og rós“. Þótt gangur lífsins sé að deyja, er alltaf jafn sárt að kveðja ást- vin að lokinni langri samleið. Ég votta ástvinum Steindórs sáluga f sérstaka samúð við fráfall dásam- legs eiginmanns, föður, afa og bróður. Steindór Gunnlaugsson, lögfræðingur, sannaði með öllu sínu lifi, að þar sem góðir menn ganga eru guðs vegir. Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.