Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 16
BJÖRN ÁRMANNSSON bóndi á Hraunkoti í Aðaldal Fæddur 19. janúar 1902. Dáinn 18. ágúst 1970. Seytjánda ágúst 1970 varð Björn Ármannsson bóndi á Hraunkoti í Aðaldal bráðkvaddur á hestbaki. Þetta bar að milli miðaftan og náttmála á einu bjartasta kvöldi sumarsins og fóru þá saman marg ir þurrkdagar, hver öðrum indælli. Að sjálfsögðu voru allir, sem vettlingi gátu valdið önnum kafn- ir við heyverk og Björn ekki síð- ur en aðrir. Þannig kvaddi hann mitt í önn dagsins öllum a‘ð óvör- um og gerði heimanför sína til hliðar við alla elda þjáninganna. Víst var það gott hlutskipti hjá öðrum, sem verri eru. En flestum mun þó hafa fundizt kallið koma óþarflega snemma. Þótt hann væri að vísu af léttasta skeiði, var hann enn vaskur til verka og fullur ánuga, að nota heyþurrkinn vel, og láta ekki vorkuldann og kalið smækka heyfenginn. Held ég, að seint verði um Björn sagt, að hann léti deigan síga í þeim efnum. Hann var hestamað- ur og tók stundum þátt í kapp- reiðum. Og frá einu slíku móti er mynd sú, sem hér með fylgir. Flesta daga sumarsins brá hann sér á bak til þarflegra hluta og snúninga heima við eða upplyft- ingar um helgar. Þeim háttum hélt hann alla tíð, þótt nábúarnir létu klára sína stirðna í högunum af spiki og áreynsluleysi eftir að vél- arnar og bílarnir tóku að leysa þarfasta þjóninn af hólmi. Björn fæddist á Hraunkoti og átti þar heima alla ævi. Faðir hans var Ármann á Hraunkoti Þorigríms son og kona hans Hálfdána Jó- hannesdóttir. Þar bjuggu þau mest allan sinn búskap á Vz jarðar með stóran barnahóp. Og þar tók Björn við búsforráðum formlega 1929, er hann kvæntist Kristínu Kjartans- dóttur frá Daðastöðum í Reykjadal. V' Foreldrar Kristínar voru Kjartan Jónsson frá Vaði og kona hans Þórey Jónsdóttir. Þó svo sé talið í skýrslum, að Björn hafi ekki gerzt bóndi fyrr en þetta, er hitt réttara, að hann var löngu áður orðinn aðalstoð og stytta heimilisins. Þá voru ekiki bændasynir eða dætur, sem heima dvöldu, að alheimta daglaun að kveldi hvers dags, enda óhægt um vik á smábýlum að inna þá greiðslu af hendi, minnsta kosti kreppuárin 1928—1940. Gott ef slíkt uppgjör gat farið fram nokk urn tíma. Heimilið var heimili og allir þar lögðust á eitt að sjá því farborða sem bezt, með þeim ráð- um, sem fyrir fundust á hverjum stað, og með þeim mannafla, sem fyrir fannst. Systkinahópurinn á Hraunkoti var nokkuð stór og jörð- in síður en svo matarmikil, sízt Vz hennar. Sigurjón var elztur, hálfbróðir hinna, en alinn þania upp að öllu leyti, kennari á Húsa- vík og ökrifstofumaður á bæjar- skrifstofunni þar, nú dáinn, kvænt ur Þórhöllu Bjarnadóttur. Þor- grímur var bóndi á Presthólum í Núpasveit, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdótutr frá Garði. Jóhannes, húsasmiður, kvæntur Ásu Stefáns- dóttur af Sléttu, dáinn. Þessir bræður fóru allir að heim an þegar þeir gátu unnið fyrir sér annars staðar. Fjörði í röð systkin anna var Björn. Hann vann svo til alltaf í heimilinu. Halldór Ár- mannsson dó bam að aldri. Annar Halldór drukknaði við Húsavíkur- tjörn, kvæntur Þorgerði Þórðar- dóttur Markússonar. Guðrún gift isit Jónasi Andréssyni á Silalæk og er hann dáinn. Yngst sysfckinanna er Júlíana ógift á Hraunkoti. Þeir, sem muna kreppuna um 1930 vita vei, að um þær mundir var ekki björgulegt, að setja sam- an bú. Björn og Kristín byrjuðu ekki heldur á neinum stórbúskap og tóku við talsverðum skuldum, keyptu þriðjungs hluta Ármanns í jörð og annan þriðja hluta af öðr- um. Þá voru öll hús á Hraunkoti af torfi og steinum gerð, nema lít- ið timburhús áfast gamla bænum. Nú eru þar öll hús úr steini. En þótt efnin væru lítil til að byrja með, sanna'ðist strax, að mestu veldur hver á heldur. Skuldirnar greiddust fljótlega, þó ekki áraði vel á fjórða áratug aldarinnar meðan bú vöruverðið var lágt. Ráðdeild hjónanna var framúr-skarandi og hvorugt lá á liði sínu, það væri synd að segja. Ég veit ekki til, að síðan hafi þar nokkurn tíma safn- azt skuld, nema lítillega við Bún- aðarbankann vegna bygginganna. Þar á bæ var boðorðið jafnan, þó ekki væri það letrað með neinum stórstöfum: Eyðum aldrei meira en aflast. Björn var mikill heyskaparmað- ur, hvatur og vaskur til allra starfa, hagsýnn við heyhir'ðingu og framúrskarandi laginn við skepnu- hirðingu og nærgætinn um þarfir þeirra. Af því leiddi líka að afurð- ir búsins urðu jafnan í bezta lagi, einkum sauðfjárins. Hann vandi ærnar á að ganga í hrauninu og fékk á tímabili afburða væna dilka. En mörig spor átti hann 1 Hraun- kotshrauni, Garðshrauni og Hellna sels áður en hann náði hverri kind undan haustsnjónum úr skóginum. Þar voru þær stundum í feluleik fram undir jól, ein og ein. En allt- af var eins og Björn vissi að lofc- um hvar helzt var að ganga að hraunafálunpm í skógarþykkn- inu og öllum þeim felustaðageim, sem Aðaldalshraun er. Ærin veit sínu viti og Björn fór nærri um, að sumar eftir sumar og haust eftir haust, leitar hún á sömu stöðvarnar og veturgamla kindin þangað, sem hún gekk með lamb- ið. Og svo var annað. Einu sinni SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.