Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 6
Minnzt tveggja systkina: Friðborg Einarsdóttir Nielsen Lyngási, Egilsstaðakauptúni Friðborg var fædd i Litla-Sandfelli 22. sept. 1902 og dáin á Borgarsjúkra húsinu i Reykjavik 10. ágúst sl. eftir stutta legu þar, en þverrandi heilsu tvö siðustu árin. Hún var þriðja i rööinni barna þeirra Einars i Flögu og seinni konu hans Sig- riðar Guðmundsdóttur. Um ættir hennar visast til þess.sem segir i minningargrein hér að framan, um hálfbróður hennar Benedikt. Friöborg fór 7 ára gömul i fóstur, til þeirra Arnkelsgerðishjóna, Nikulás- ar móðurbróður sins og Þuriðar ljósm. Jónsdóttur. Hun var ágætlega gefin sem þessi systkin öll, hraust og tápmikil. Fékk hún góöa barna- og unglinga-fræöslu og mótaðist á frjálslegan hátt, á þessu myndarheimili. Hún fór á alþýðuskólann á Eiðum, er hún hafði aldur til og á húsmæðraskól- ann á Staðarfelli árið 1939. Þar var hún i afhaldi fyrir dugnað og myndarskap, sem þó átti eftir að koma æ betur i ljós, er ævistarfið tók við. Sveinn á Egilsstöðum mun hafa byrjað búskap sinn og hótelrekstur um 1920. Heimili þeirra Sveins og frú Fanneyjar varð fljótlega umfangs- mikiö og þarfnaðist þvi góðra starfs- krafta. Að Egilsstöðum fór Friðborg aö námi loknu og átti þar heimili um all- langt árabil, ekki alveg samfellt eins og fram kemur hér á eftir. En ein- hvernveginn finnst mér, að Friðborg hafi verið i sterkum tengslum við þetta heimili, mestan hluta sinnar starfs- ævi, einnig eftir að hún eignaðist sitt eigið hús og heimili. Hið iðandi lif og fjölþætta starf, sem þarna fór fram, átti svo vel viö hana. Tókst með þeim frú Fanneyju og hennar fólki, ekki ein- ungis gott samstarf, heldur og einlæg vinátta, sem hélzt alla tið. Friðborg giftist 16. april 1931 Osvald Nielsen, dönskum manni, er kom til Islands árið 1922 á vegum Dansk. Isl. samfund. Nielsen var vel menntaður maður, óvenju fjölhæfur og listfengur. Var eins og allt léki i höndum hans, hvort heldur var trésmiði, járnsmiöi eöa múrverk. Segir Sveinn á Egilsstöðum um hann i minningargrein i Timanum 16. nóv. 1962. Mátti hann gerst um það dæma., þvi árum saman vann hann að hinum myndarlegu og smekklegu byggingum á búi hans. Sama árið og Friðborg giftist hófu ungu hjónin búskap á Gislastaðagerði á Völlum, sem Nielsen hafði þá ,,fest kaup á", en þegar þau höfðu búið þar i 5 ár, varð hann fyrir heilsufarslegu áfalli, svo að hann sló búskap frá sér og tók að nýju til við byggingar og um- stjórnarstörf, á þvi sviði, með heimili á Egilsstööum. Árið 1944 réöst Nlelsen i byggingu ibúðarhúss fyrir sjálfan sig, i hinu fyrirhugaða Egilsstaðakauptúni, ekk- srt stórhvsi en einkar vinalegt og smekklegt eins og allt frá hans hendi, enda átti þetta að verða, sem það lika var, framtiðarheimili þeirra. Hús sitt nefndu þau Lyngás og er það fyrsta ibúðarhúsið i kauptúninu. Það er algengt að menn láti I ljósi, hvernig þeim falli, að koma i þennan eða hinn staðinn, og þá er það ekki eingöngu matur og drykkur, sem um er að ræða, og ekki siður hin huglægu áhrif, sem menn verða fyrir, á viðkomandi stöð- um, með öðrum orðum, hvernig andi heimilisins verkar. Það er viðurkennt, að þennan anda á húsfreyja hvers heimilis drjúgan þátt i að skapa. t þessu tilfelli var ,,hugur og hönd” beggja hjónanna samstillt, með að gera heimili sitt sem ánæjulegast, bæði voru þau' gestrisin og glaðlynd, smekkvis og hófsöm. Á Nielsen hlóðust margskonar tæknileg og skipulagsleg verkefni i hinu ört vaxandi kauptúni. Nokkur sið- ustu árin var hann byggingarfuJltrúi og ýmisl. fl. Friðborg var félagslega sinnuð. hlý i viðmóti og viðræðugóð, trygglynd og vinföst, framúrskarandi rösk húsmóðir, en nærgætin og fljót að finna. hvað bezt átti við hverju sinni. Hjónaband þeirra var einkar ástúð- legt. Nielsen kunni vel að meta konu sina. Skyndilegt fráfall hans varð henni mikið áfall, sem hún þó bar með jafnaðargeði. Allt dægurþras var utan við hana, enda heyrist aldrei á hana hallað af neinum. Hún var á sjnum tima mikil driffjöð- ur, að stofnun Kvenfélags Egilsstaða- hrepps og lengi virkur starfskraftur þar. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.