Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 14
raunveruleika sem tæknin bygg ir á uröum (elmtri slegnir gagnvart þeim veruleika sem þá blasti viö. Hlutverk kennarans, sem miölara þekkingar og reynslu, til þeirra, sem viö taka er aðrir hverfa, varö mér nú ljósara en áöur. Islenzkur raforkuiðnaður er ekki gamall, þótt ýmsir af frumkvöðlum iönaðarins séu fallnir frá, eru enn á meðal vor brautryðjendur rafvirkja- stéttarinnar, sú kynslóö rafvirkja,sem Einar Ólason tilheyrði voru lærlingar fyrstu islenzku rafvirkjameistaranna. Einar Ólason varð þvi þátttakandi að mótun þeirrar verktækni sem iðn- greinin ræður yfir i dag, hans kynslóð rafvirkja varð aldrei að einhæfum sér- fræðingum einhvers hluta rafvirkja- fagsins, fámennið i stéttinni krafði þá um fagþekkingu, sem gerði þéim kleift aö sinna hinum margvislegu raforku- virkjum og tækjum, sem með timan- um voru tekin i notkun. Einar var miðlari mikillar þekking- ar og reynslu til sinna nema, verk þeirra tala sinu máli. Einar var meist- ari i sinu handverki hans góða greind samfara góðri stærðfræðiþekkingu gerði honum mögulegt aö leysa tor- ráðin raffræðileg vandamál, án aö- stoðar skólaðra manna. Einar mat aldrei þekkingu sina til fjár, það var honum viösfjarri, hann hafði einfaldlega köllun til sinna starfa, hann vildi fást við hið marg- brotna svið raunfræöinnar. Til þess aflaði hann sér allrar þeirrar skólunar sem þá var föl, og endurnýjaði hana sifellt i takt við kröfur timans, þetta var hans menntavegur. Hann gerði engar kröfur til samfélagsins þess vegna, en ól með sér von um að is- lenzkt þjóðfélag bætti sitt ráð gagn- vart iðnnemum framtiðarinnar. Kynni min af Einari Ólasyni hófust 1954, er ég var samstarfsmaöur bróður hans og kollega okkar, Jóhanns heitins Ólasonar, en verkstjóri okkar var þá meistari minn og Einars, Jón Guð- mundsson, yfirverkstjóri Rafmagns- veitna rikisins. Rafveitan á Egilsstöðum var fyrsta héraðsveita rikisins, var Einar starfs- maður hennar, samhliða rafvirkja- starfi sinu, nær óslitiö frá upphafi eða frá 1947 þar til að veitan var tengd viö Seyðisfjörð 1967. Urðu þó kynni okkar Einars nánari, þvi þá starfaöi ég með og undir stjórn okkar kæra leiðbein- enda Jóns Guömundssonar við bygg- ingu aðveitustöðva og orkuvera Aust- urlandsveitu. Þessi kynni min af Einari urðu mér mikil verömæti, er ég tók við starfi sem rafveitustjóri Austurlandsveitu 1967, hann tók á móti mér, með vin- semd og hlýhug, og var ætið reiöubú- 14 inn með aðstoð og leiðbeiningu, sem mér var I upphafi mjög nauðsynleg. Að minu mati var margt mjög likt með þeim bræðrum Einari og Jóhanni, frá þeim stafaði birta og ylur vin- semdar, illmælgi, og öfund var þeim ekki að skapi, gáski og glaðværð sam- fara rikri ábyrgðartilfinningu og mik- illi fagþekkingu var þeirra aöalsmerki i starfi. Kynni min af Einari gerðu mig rik- ari um skilning á raunverömæti mannlegs lifs, fyrir þau kynni vil ég i dag, þakka Einari Ólasyni, Raf- magnsveitur rikisins og samstarfs- menn hans frá liðinni tið þakka góð kynni og vel unnin störf. Einar sagði mér, einhverju sinni að á öræfaslóðum fyndi maður frið og þá ró sem væri nauösynlegt andóf við streitu nútimans. Þetta var hans skilgreining á frá- hvarfi frá daglegu brauðstriti, en nú á miöjum starfsdegi hefur hann hafið ferð, hina löngu á vettvang hins eigin- lega friðar. Guð blessi minningu um góðan dreng og sefi sorg eiginkonu, dætra og annarra ástvina. Erling Garöar Jónasson. t Rotarýkveðja. Enn einu sinni höfum viö verið minntir á, hve skammt getur verið milli skins og skúra, gleði og sorgar. Einn félagi okkar og vinur er horfinn úr hópnum. Sæti Einars ólasbnar er autt. Okkur finnst sjálfsagt öllum, aö þetta sé næsta miskunnarlaust. Þannig er það ævinlega, þegar einhver hverfur af sjónarsviðinu. En þaö minnir okkur aðeins á, hve við erum smáir og litilsmegnugir frammi fyrir þvi kalli, sem enginn getur vikizt undan. Viö, sem eftir stöndum, skynj- um smæð okkar, en okkur finnst eins og skarðið hafi verið höggvið þar sem sizt skyldi. Þannig er þaö vist oftast undir likum kringumstcðum. En þótt svo sé, skulum við eigi sýta. Mest er um það vert, aö merkiö standi, þótt maöurinn falli. Eg er lika sannfæröur um, að merki Einars ólasonar fellur ekki. Til þess átti hann allof sterk itök i samtiö sinni og samferðamönnum. Maðurinn var svo sérstæður persónu- leiki, og minningin um hann mun vara lengi og veröa okkur öllum ljúf, en þó kærust, sem þekktu hann bezt. Ég tel mér þaö til gæfu að hafa notið samfylgdar Einars um 23ja ára skeiö. A þeim tima kynntist ég mörgum þátt- um i fari hans og taldi hann alltaf með- al minna beztu vina. Hann var einn af þeim þó kærust, sem þekktu hann bezt. bera tilfinningar sinar á torg. Þess vegna þurfti nokkurn tima til að kynn- ast honum vel. En þótt Einar væri dulur i skapi, var hann að eðlisfari ákaflega félagslyndur. Bezta sönnun þess er sú, að hann var meðlimur i flestum þeim félögum, sem hinn al- menni borgari á aðgang að i samfé laginu, og ég fullyrði, að hann var hvarvetna talinn traustur og góður fé- lagi, enda réttsýnn drengskapar- maður. Þegar Rótarýklúbbur Héraðs- búa var stofnaður, var Einar á meðal stofnenda hans,og æ siðan einn af okk- ar beztu og tryggustu félögum. Hann vareinmitteinn þeirra klúbbmeðlima, sem atvinnu sinnar vegna áttu óhægt um vik að rækja mætingar. En það er mér kunnugt um, af persónulegum viðtölum við hann, að hann lagði sig jafnan fram um að haga svo störfum sinum, að hann gæti mætt á klúbb- fundum, og gerði það lika svo, að sómi var að. 1 Rótarýklúbbnum vann Einar ágætt starf. Hann var alltaf virkur og jákvæður, lagði jafnan gott til mála, en gat einnig sent hárbeitt skeyti, sem hittu i mark, sérstaklega ef honum þótti þvi I einhverju misboðið, sem hann mat flestu meira, en það var hin lifandi náttura. Einar ólason var ósvikið náttúru- barn, sem unni fölskvalaust jafnt grjótinu.sem hann gekk á, sem og öllu lifandi i kringum sig. Ég er sann- færöur um, að við erum honum þakk- látir fyrir þann fróðleik og áhuga, sem hann miðlaði okkur i þeim efnum. Hann unni sér litt hvildar i starfi, og vinnudagur hans var oft langur, en aldrei held ég,að hann hafi talið eftir sér aukastund, sem unnin var ná- granna eöa öðrum samferðamanni, er til hans leitaði i þörf. Sama var að segja um þau félög, sem hann var meðlimur i. Mig langar til að nefna hér sem dæmi um alhliða áhuga Einars i ýmsum félagslegum og menningar- legum efnum, örfá atriði. Þegar Valaskjálf var á lokastigi I byggingu, en þar hafði Einar meö allar raflagnir að gera, var aö venju undir slikum kringumstæöum unniö langa daga. Samt sem áður taldi Einar Ólason ekki eftir sér aö taka aö sér eitt af stærri hlutverkunum i Skugga- Sveini, sem æfður var hér I mai-júni og frumsýndur á vigsluhátöinni.Þá bætti þessi vinnulúni, miðaldra maður 4—5 klst. leikæfingum ofan á langan og erilsaman vinnudag sinn, til aö geta lagt sitt af mörkum til þessarar há- tiðar. Mér er það einnig minnisstætt, að næsta ár, þegar leikurinn var sýnd- ur á Dalvik, ræddum við nokkur um að fara og heimsækja kollega okkar þar íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.