Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 10
Stefán Tryggvason Hallgilsstöðum Hinn 31. október féll að foldu einn hinna þróttmiklu aldamótamanna, maður sérstæður og eftirminnilegur, Stefán Tryggvason, bóndi og fyrrver- andi oddviti á Hallgilsstöðum i Fnjóskadal. Hann lézt i heilsuhælinu i Kristnesi eftir fárra vikna dvöl þar. Var hann áttræður að aldri og þrotinn að heilsu. Fæddur var Stefán 18.6. 1891 að Krossi i Ljósavatnshreppi. Voru foreldrar hans Tryggvi Jónsson frá Arndisarstöðum i Bárðardal og Jó- hanna Stefánsdóttir frá Tungu á Sval- barðsströnd. Þau voru gáfuð merkis- hjón. Um aldarþriðjungsskeið bjuggu þau á Arndisarstöðum, eignuðust margt mannvænlegra og velgefinna barna, og þar ólst Stefán upp i stórum systkinahópi. Haustið 1912 fór Stefán i bændaskól- ann á Hólum i Hjaltadal og braut- skráðist þaðan vorið 1914. Fór hann þá heim i föðurgarð og vann nokkur ár að búi foreldra sinna. Vorið 1921 gekk Stefán að eiga Hólmfriði Sigurðar- dóttur Jónssonar, ráðherra i Yzta- Felli i Ljósavatnshreppi, og lifir hún mann sinn. Hófu ungu hjónin þá búskap á Arndisarstöðum i tvibýli móti foreldrum Stefáns. Arið 1926 keyptu þau Hallgilsstaði i Fnjóskadal og bjuggu þar yfir 40 ár. Þau Stefán og Hómfriður eignuðust sjö börn, þrjá syni og fjórar dætur. Elzti sonurinn Helgi, fórst af slysförum i blóma ald- urs, mikill myndarmaður, er ávann sér allra traust og miklar vonir voru tengdar við. Hin systkinin eru öll dug- legt o& myndarlegt manndómsfólk. Fjögur þeirra eru gift og búsett i Fnjóskadal, en tvær systurnar búa annarsstaðar. Ungu hjónin, sem reistu bú á Arndisarstöðum fyrir hálfri öld, munu, eins og oft átti sér stað á þeirri tið, hafa byrjað meö fremur litil efni. Arin liöu, börnunum fjölgaði og um 1930 og árin þar á eftir var oft erfitt hvað tiðarfar og verð á framleiöslu- vörum bændanna snerti. Urðu bændur og búalið þeirra tima að beita fyllstu orku til að sjá sér og sinum farborða Var á orði haft, hve þau Hallgils- staðahjón lögðu hart að sér og unnu af miklu kappi og dugnaði. Fór svo fram um mörg ár, enda slitu þau sér út um aldur fram. En þau hjónin höfðu barnalán, og systkinin á Hallgils- stöðum voru ung að árum, þegar þau fóru að hjálpa til við bústörfin svo um munaði og var öll f jölskyldan samhent um velferð heimilisins. Eftir að Stefán fluttist i Hallgilsstaði hlóðust fljótt á hann ýmis trúnaðar- störf fyrir sveitina og héraðið. Fór það mjög að vonum, þvi hann var allt i senn, framgjarn, afburða ósérhlifinn og traustur sem bjarg. Ariö 1928 var Stefán kosinn i hreppsnefnd Hálsa- hrepps og átti þar sæti i 26 ár og var oddviti i 23 ár við ágætan orðstir skattanefndarmaður yfir 30 ár, sat i stjórn Kaupfélags Svalbarðseyrar um árabil og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum lengri eða skemmri tima. 011 framantalin störf leysti hann af hendi með mikilli elju og árvekni. Erstundir liðu fram, batnaði árferði og blómgaðist þá hagur Hallgilsstaða- hjóna og á árunum 1944-45 var byggt þar ibúðarhús, enda gamli bærinn þá fremur lélegur orðinn. Einnig var mikið unnið að ræktunarframkvæmd- um. Og enn, árið 1964 lét Stefán byggja annað hús, minna, örstutt frá hinu,er fyrr var byggt. 1 þessu húsi bjuggu gömlu hjónin hin siðustu ár, er þau voru orðin ein. Sýnir það hyggindi þeirra og þann mikla starfsáhuga, er entist þeim til elliára. Greiðasöm og gestrisin voru þau Hallgilsstaðahjón og munu margir, sem nutu, minnast með gleði og þökk þeirra stunda er blandað var geði við þau. Voru þau jafnan skemmtileg, hispurslaus og hress i máli. Er svo bar til, að þeim Hallgils- staðahjónum gæfist stund til að létta af sér erfiðinu, bregða sér bæjarleið eða á mannamót, þá nutu bæði þess mjög vel að gleðjast með frændum, vinum og sveitungum, ekki sizt, ef tekið var lagið og liðugt varð um tungutak. Fluttu þá bæði hjónin stundum ræður. Tók Stefán oft til máls enda var hann ágætur ræðumaður, hvort heldur hann flutti tækifærisræður eða á öörum vettvangi. Var honum létt um mál, talaði djarflega og skörulega, og rynni honum i skap á fundum streymdu orð- in af vörum hans hvöss sem stál og það sópaði af honum, mun það minnistætt verða þeim, er á hlýddu. Ekki hikaði hann við, hver sem i hlut átti, að segja til syndanna fyndist honum þess þörf. Fyrirgafst honum mikið þvi flestum var fullkomlega ljóst, að hann var „hreinskilnin klöppuð úr bergi.” Stefán á Hallgilsstöðum var hár vexti, fremur grannur léttleikamaður langt fram eftir ævi, ákafur og ósérhl- ifinn, — maður mikillar gerðar. Þegar litið er yfir æviferil Stefáns, kemur glöggt i ljós, að hann var á margan hátt gæfumaður. Hann átti ágæta foreldra, góð systkini og vel virt æskuheimili eignaðist góðan lifsföru- naut, góð og dugmikil börn, naut trausts og vinsemdar margra sinna samtiðarmanna, skilaði miklu, vel unnu ævistarfi, sá og naut árangurs iðju sinnar i ræktun, byggingum og batnandi lifskjörum. En Stefán var ekki einn að starfi. Hólmfriður kona hans stóð traust við hlið bónda sins i bliðu og striðu og lét eigi sinn hlut eftir liggja. Ljóst má vera, að oft hefur mikið hvilt á hennar herðum og barn- anna, er þau voru ung og hún varð dögum oftar að sjá um búið jafnt úti sem inni, þá húsbóndinn var fjarver- andi að sinna skyldustörfum, er honum voru falin. Stefán Tryggvason var sá láns- maður að lífið lét honum i té það ævi- starf, er honum var hugleiknast, — bóndastarfið. Hann var kjörinn bóndi og stoltur fyrir stéttar sinnar hönd. Ég hefði ekki getað óskað honum annars ævistarfs og ekki heldur imyndað mér hann öðruvisi en hann var. Þá svo bar við, að hjálpar væri þörf, er oft á sér stað, var Stefán jafnan fljótur til að leggja lið og munaði þá um hann þar sem annarsstaðar. Hann var réttlátur og þoldi engum að sýna yfirgang né rangsleitni, án þess að snúast til varnar, og ætið reiðubúinn að rétta hlut þeirra, er minni máttar voru, þvi hann var mikill dreng- skaparmaður. Stefán á Hallgilsstöðum er genginn til hvilu eftir langan erilsaman dag. Miklu, giftudrjúgu og góðu dagsverki var skilað. En þótt hann sé horfinn sýnum, varir minningin — minning um starfsglaðan, rismikinn mann, röskan i spori með reisn- svip. Vist er, að Stefán mun hafa gert miklar kröfur til annarra, en vafalaust mestar til sjálfs sin, hvenær sem skyldan bauð og réttlætið krafðist. Ég kveð Stefán með kærri þökk fyrir löng og góð vinarkynni, gott samstarf og samskipti öll á liðnum árum. Nú við þáttaskil, er hann stefnir för yfir á æðri svið til betri og bjartari heima, þá fylgi honum fararheill. Páll Ólafsson frá Sörlastöðum 10 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.