Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 19
Hangá. Þar tók nú Haukur til við ræktun, plægði og sáði grasfræi og ræktaði kartöflur. Til ræktiinar tók hann um 20 hektara, girti það land og lagði veg að fyrirhuguðu bæjarstæði. Að þessu vann hann að mestu i tóm- stundum frá atvinnu sinni. A þessum árum kom hann sér lika upp nokkrum bústofni, bæði fe og hrossum. Agúst frændi hans á Hofi var honum innan handar við þessar framkvæmdir, léði honum jarðvinnsluvélar og aðstoðaði hann á ýmsa vegu. Árið 1963 gerðist það, að kona Hauks fór til Reykjavikur með dætur þeirra báðar, og kom hún ekki austur aftur, en settist að i Reykjavik. Voru þau þar með skilin að samvistum. En Haukur hélt áfram atvinnu sinni þar eystra. Og trúna á landið og framkvæmdir á nýbýli sinu átti hann enn. Aldrei skyldi hann bregðast kölfun sinni þar. En nú tók brátt að siga á ógæfuhlið. I ársbyrjun 1964 veiktist hann og varð að leggjast á Landspitalann. Eftir það var hann um tima á Reykjalundi, unz hann varð það hress, að hann gat aftur tekið til við atvinnu sina um sinn. En nú var hafin áralöng barátta við ólæknandi sjúkdóm og þjáningar, sem ekki gat endað nema á einn veg. Vinnu sina stundaði hann, þegar kraftar leyfðu, milli þess að hann lá i Land- spitalanum. A Vifilsstöðum var hann einnig um tima. Haustið 1969 lá hahn sina siðustu legu á Landspitalanum. Dætur hans, sem hann unni svo heitt, heimsóttu hann þar, svo og Elin frænska hans, en á heimili hennar hafði hann átt öruggt athvarf öll sin veikindaár og reyndist hún honum ævinlega sem góð móðir allt til hinztu stundar. Á banabeði bað Haukur vin sinn Gunnar Guðnason að annast um fjárreiður dætra sinna. Varð hann fús- lega við þeirri bón, og sá hann vel og vendilega um dánarbú Hauks að honum látnum. Siðustu nóttina, sem Haukur lifði, var kona hans hjá honum og kvaddi hann siðustu kveðju. Móður sina hafði hann kvatt hálfum mánuði fyrir andlát sitt, er hún kom heim vestan um haf til að sjá son sinn og kveðja i siðasta sinn. Haukur andaðist 6. nóvember 1969, tæplega 38 ára að aldri. Haukur var vel gefinn, viðlesinn og stálminnugur, harðduglegur og vinnu- samur, góður félagi og elskulegur sonur móður sinnar, góður við börn og gamalmenni og bar djúpa lotningu fyrir kirkju og helgum siðum. Með þreki og karlmennsku mætti hann erfiðum örlögum. t striði og and- streymi mannlegs lifs sá hann fram- tiðarvonir sinar að engu verða, þvi mótmæli tók hánn með stillingu. Nú hvilir aska hans i friði og kyrrð i leiði afa hans og ömmu i Fossvogskirkju- garði. Freysteinn Gunnarsson. f Sumarið 1958 fluttist Helga móðir Hauks til Ameriku og settist að vestur á Kyrrahafsströnd og á þar heima siðan. Nú að undanförnu hefur hún stundað enskunám i ameriskum bréfaskóia. Þar samdi hún á ensku grein þá, sem hér fer á eftir i islenzkri þýðingu, þykir hlýða að birta hana hér, þar sem hún er fyrst og fremst sonarminning og lýsir vel framtiðar- draumum Hauks, sem ekki fengu að rætast. Sleppt er úr inngangskafla greinar- innar, sem er almenns efnis. Þáttur Elfan silfurtæra. Brot úi persónusögu. Þetta verður að skrifa, og það skal verða gert. Þegar ég var orðin fjörutiu og niu ára, afréð ég að breyta lifshátt- um minum, og um sömu mundir gerði ég áætlanir um framtið einkasonar mins. Ég ákvað að flytjast burt af ætt- jörð minni, burt frá eldfjöllum, jökl- um, fossum og fjöllum og heitum hver- um og grænum dölum. Ég ætlaði til Vesturheims. Og svo var það á sól- björtum sumardegi árið 1958, að ég var komin fljúgandi til Seattle i Washingtonfylki, viðfrægrar stórborg- ar á Kyrrahafsströnd Bandarikjanna. Mér leið vel eftir flugferðina. Ég var klædd i létta brúna dragt og meö brúna skó. Farangur minn allur var i stórri ferðatösku, dökkri vetrarkápu hélt ég á, og i pyngju minni átti ég hundrað dali. Það var allt og sumt. Farareyrir minn var svona naumur, af þvi að áður en ég kvaddi Hauk son minn heima, hafði ég gefið honum aleigu mina, sparifé mitt og jarðarpart. Það ætlaði ég honum til frambúðar. Haukur var þá 27 ára, fæddur 17. desember 1931. Sonur minn unni mjög landinu á bökkum hinnar silfurtæru Rangár og útsýninu þaðan til fjallanna i austri, þar sem sól ris að morgni. Sveita- búskapur var hamingjudraumur hans i lifinu. Þvi var það, að ég vildi fá hon- um i hendur jarðnæði það, sem ég átti Helgu meðan hann enn var ungur og hraust- ur. Hann var þá kvæntur og átti tvær ungar dætur, Helgu þriggja ára og Þuriði Guðrúnu eins árs. Landið, sem ég gaf honum var partur úr Hofslandi, vel fallið til nýbýlis og ræktunar. Ég hafði lika hugsað mitt eigið ráð. Naut ég þar við forsjár frú Klöru og Þórðar Guðmundssonar, isienzkra hjóna, sem heima áttu i Point Roberts i Washingtonfylki. Fyrsta atvinna min þar vestra var þjónusta á islenzka elli- heimilinu, Stafholti i Blaine. Blaine er litil borg á iandamærum Kanada og Washington-fylkis. Þar eignaðist ég marga vini, en var þó enn framandi i ókunnu landi og litið fær i enskunni. En Kyrrahafsströndin, lauguð bládjúpum öldum úthafins, hreif hug minn og hjarta. Næstu tiu árin fluttist ég borg úr borg suður eftir ströndinni og á nú heima i Beverley Hills i Kaliforniu. Á þessum árum hafði syni minum orðið mikið ágengt á nýbýlislandi sinu. Girðingar voru upp settar kringum svæði það, sem tók hann tók til ræktunar. Kindur hans og hross voru á beitá bökkum hinnar silfurtæru Rang- ár. Nafn hafði hann gefið jarðnæði sinu, og heitir þar Hofteigur. En bær- inn var enn óbyggður. Heilsa Hauks var biluð. Ölæknandi sjúkdómur hafði heltekið hann. Og eftir þvi sem árin liðu varð hann oftar og oftar að gista Landspitalann i Reykjavik, og varð nú sifellt erfiðara um vik fyrir hann að islendingaþættir 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.