Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 2
Eiríkur Guðmundsson frá Dröngum Fæddur 7. janúar 1895. Dáinn 25. júni 1976. Upp til þin faðir fórna ég höndum. til föðurhjartans bendir allt frá heimsku, synd og hrekkja- brögðum, i heiminum er dimmt og kalt, en hollt og gott að halla sér, minn herra Guö aö brjósti þér. M.J. Eirikur var borinn og barnfæddur að Dröngum i Arneshreppi i Stranda - sýslu, sonur merkishjónanna Guö- mundar Péturssonar bónda á Dröng- um og konu hans önnu Jakobinu Ei- riksdótturfrá Haugum i Miðfirði. Guð- mundur og Jakobina eignuðust fjögur hraust og mannvænleg börn, Stein- unni, gift Jóni Lýðssyni hreppstjóra á Skriðnesenni og er hún ein eftir á lifi af þeim systkinunum, önnu, sem var seinni kona Sigurjóns Sigurðssonar kaupfélagsstjóra og siðar bankafull- trúi i Reykjavik, Finnboga, kvongaður Guðrúnu Diöreksdóttur, og Eirik, sem var yngstur þeirra systkinanna. Auk þess ólu þau hjónin upp þrjú fóstur- börn. Mér er það fyllilega ljóst, að saga Eiriks, þessa dugmikla athafna- manns, verður ekki sögð i stuttri minningargrein, það getur aldrei orðið nema fátæklegt hrafl um litrikan bændahöfðingja sem Eiríkur var. Eitt er vist aö Eirikur verður ekki gleymd- ur af sveitungum sinum sem urðu hon- um samferða, eða öðrum þeim er kynntust honum náiö, slikur var eld- móður hans i starfi, kjarkur hans og karlmennska, einbeittur áhugi hans á þjóðmálum, ást hans á sögu lands og þjóðar, karlmannslund hans og hjálp- fýsi við þá sem minna máttu sin. Hann var maöur raunsær og gerði sér ljósa grein fyrir kostum lands og göllum þess, enda hagaði hann bústörfum sin- um jafnan eftir þvi. Hann trúði á framtið isl. bóndans og átti þá ósk heitasta aö hann mætti verða um ókomna framtið bústólpi og búland- stólpi. Hann vr hetja i lund, tviefldur i starfi og trúr sinni stétt og umfram allt traustur heimilisfaöir. í þessu ljósi mun minningin um Eirik geymast meðal ættingja og vina meöan þeim endist aldur. 2 Eirikur var snemma tápmikill ung- lingur og röskur til allra verka, enda þurfti hann ungur að árum á þvi aö halda þvi fööur sinn missti hann fjór- tán ára gamall. Það var honum mikið áfall þvi hann elskaði og virti föður sinn. Eftir föðurmissinn vann hann hjá móður sinni undir stjórn hennar og Finnboga bróður sins til ársins 1916 er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sina Karitas Ragnheiði Pétursdóttur frá Veiðileysu. Ungu hjónin hófu bú- skap fyrst i stað á hluta úr jörðinni Dröngum, eða til ársins 1925, að þau tóku við allri jöröinni þegar frú Jakobina brá búi og fluttist að Skrið- nesenni til Steinunnar dóttur sinnar. Þau Eirikur og Ragnheiður voru mjög samhent og sýndu fljótt hvað i þeim bjó og hvers þau voru megnug, að þau hugðu á stórt og mundu ekki una viö smátt, enda var nægilegt oln- bogarými fyrir ung og framsækin hjón á Dröngum, enda blómgaðist bú þeirra með hverju árinu sem leið, þrátt fyrir erfiða tlma. Eirikur var enda, sem fyrr segir, hamhleypa til vinnu bæði á sjó og landi og Ragnheiður hagsýn bú- kona. Þau hjónin Eirikur og Ragnheiöur eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lifi. Son sinn, Aðalstein, misstu þau uppkominn. Hin eru. Guðmundur, kvongaöur Valgerði Jónsdóttur, Anna Agústa, gift Magnúsi Jónssyni, Anna Jakobina, gift Kára Þ. Kárasyni, Lilja Guðrún gift Friðbert Eli Gislasyni, Elin gift Aðalsteini Arnólfssyni, Pétur kvongaöur Svanhildi Guðmundsdóttur og Álfheiður gift Þóri Kristinssyni. Þetta var stór og friöur hópur, en það gefur auga leið, að oft mun vinnudagur hjónanna hafa orðið langur og strang- ur til þess að geta fætt og klætt barna- hópinn sinn meöan þau voru að vaxa úr grasi, þvi þá voru ekki styrkirnir frá þvi opinbera eins og nú til dags, en það hafa kunnugir sagt mér, að aldrei hafi orðið búsvelta I Drangaheimilinu og segir það sina sögu um dugnað þeirra hjóna. Þegar börnin uxu upp og fóru aö geta rétt foreldrum sinum hjálparhönd hefur róðurinn að sjálf- sögðu létzt, enda þótt ég sé ekki viss um að vinnudagurinn hafi stytzt til muna. Sjálfsagt á fjölskyldan sam- eiginlegan heiöurinn af þvi er sú stund rann upp, að Drangaheimiliö var talið með efnuðustu og myndarlegustu heimilum i Arneshreppi. A bak við þaö liggur mikil hetjusaga, sem ekki þarf skýringar við. Drangar munu hafa veriö talin all- góð bújörð, þar er geysilega mikill trjáreki, dágott æðarvarp. selalagnir og kjarngott beitiland, en jörðin var mannfrek og erfiðir aödrættir og þá að sjálfsögðu einnig erfitt að koma afurö- um búsins frá sér. Það er löng leiö frá Dröngum til Norðurfjarðar, hvort heldur farið er á sjó eöa landi, en á Norðurfirði hafði Eirikur aöalviðskipti sin. Hann varð þvi að kaupa og flytja heim á haustnóttum matarforða og aðrar nauðsynjar til vetrarins og slátrið i sláturtiðinni. Þetta allt flutti hann á opnum báti og er ekki óliklegt að stundum hafi Eirikur orðið að stiga krappan dans við ægisdætur þvi oft gerast veður válynd norður þar, þegar haustar að, en alltaf sigldi Eirikur skipi sinu heilu i höfn, færandi varn- inginn heim. Ég spurði Eirik einu sinni að þvi hvort þetta heföu ekki verið hálfgerðar glæfraferðir. Svarið var stutt. ,,Við Strandamenn erum góðir sjómenn.” Ég held að Eirikur hafi ekki kunnað að hræðast meðan hann var i fullu fjöri og þó var hann maður gætinn að hverju sem hann gekk. Þau Drangahjónin voru rómaðir gestgjafar og oft var gestkvæmt hjá islendingaþættír

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.