Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 5
Guðjón Halldórsson 'nannaeyjum var Guðrún Guðmunds- dóttir Skagakóngs að Höfnum á Skaga, systir Björns á Auðólfs- stööum i Langadal, föður Ólafs á Auðólfsstöðum, föður sr. Arnljóts alþingismanns á Sauðanesi i Þing- óyjaþingi, sem stundum er nefndur fyrsti hagfræðingur á Jslandi. Þetta sagöi mér Sigurgeir Þor- grimsson, sá ágæti ættfræðingur. Þegar Daniel ólst upp var ekki jafn margra kosta völ og nú fyrir unga menn. Sjálfur sagöi hann, aö frá átta ára aldri hafi hann alltaf þurft að vinna. Þrettán ára missti hann móður sina. Var það mikiö áfall og minntist hann hennar æ siðan meö sérstökum kærleika. Upp úr fermingu brauzt hann til að læra bakaraiðn, bæði hér heima sem og i Kaupmannahöfn. Þegar heim kom geröist hann bakari hjá Alþýðu- brauögerðinni I Hafnarfirði, en 1940 fluttist hann til Selfoss og stofnsetti fyrstu brauðgerðina þar. I þá daga var Selfoss aö „springa út” sem þéttbýlisstaður, ef svo má að °rði komast. Plássiö var I þjóöbraut og auk bess var þetta á striösárunum, sem óneitanlega setti svip sinn á allt atvinmilif. Bakariiö efidist fljótt hjá ^anna og einnig var mikil rausn á leimili hans. Má segja að bakariið iafi meira eða minna um tima brauð- ®tt allt Ames- og Rangárþing. Danni stofnaði einnig ásamt öðrum Selfossbió, og var hann fyrsti forstjóri þess. 1948 seldi hann svo K.A. bakariið °g fluttist til Reykjavikur, þar sem hann rak bakari um tiu ára skeið, þ-á.m. Tjarnarbakari. Eftir þaö hóf hann störf á heildsölu sona sinna G. Bergmann og hjá Karnabæ, en siðustu árin sagði heilsuleysi æ meira til sin. Eins og áöur segir var Danni mjög félagslyndur maður og sérstáklega naut það sin 1 sambandi viö listgáfur hans. Þannig var hann félagi I Karla- kórnum Þröstum i Hafnarfiröi og siðan í Karlakórnum Fóstbræðrum hér i borg. Hann var virkur félagi i Leikfélagi Hafnarfjaröar og siöar steig hann fyrstu sporin með Leik- félagi Selfoss. Hann var félagi i ^lþýðuflokknum i Hafnarfirði og tók einnig þatt I störfum fagfélaga sinna, m-a. stofnaði hann Iðnaöarmanna- fé>ag Selfoss. Sg kynntist Danna strax barn að afdri, þar sem hann var giftur móöur- systur minni, Guöriöi. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna, og var ég meira eða minna heimagangur hjá teim. Sérstaklega kynntist ég þá vel hversu bamgóður Danni var. Góður kunrúngsskapur var á milli fööur mlns °g hans enda áttu þeir það rikulega ■slendingaþættir f. 20/4 1884 d. 25/6 1965 Bróðurminning Hér hné til jarðar aldin eik er orku þrotin var. Hún hnipin stóð með blöðin bleik og blakti eins og skar. Þá sveif af hafi kylja köld, en kom þó likt og blær þvi nú var hinzta komið kvöld og kyrrð og hvildin vær. Þvi eftir liðinn langan dag er ljúfast hvild að fá, að sælt og fagurt sólarlag þá signi þreytta brá. Það gefúr fagurt fyrirheit um fegra lífsins svið, er ekkert mannlegt auga leit þótt öllum blasi við. Þú varst hinn góði vin i raun. ég vissi þar á skil, en hugðir ekki á ómakslaun þó efni stæöu til. Þú hirtir ekki um hefö né völd, en heill og sannur varst, og trúmennskunnar skyggðan skjöld, sem skartgrip dýran barst. Til ástvina þú hverfur heim á hærra lifsins sviö, t sem frjálsir anda guðs I.geinv þið gleðjist fundi við, sameiginlegt að unna sönglist og tónlist. Sumarbústað áttu fjölskyld- urnar hlið við hliö iÞrastaskógi við Alftavatn og áttu söngfuglarnir þar gott liðsinni i mannfólkinu. Guðriður, eða Dúa frænka eins og viðköllum hana jafnan, og Danni áttu tvodrengisaman: Loft Grétar, búsett- an i Sviþjóð og Guðlaug forstjóra Karnabæjar. Þau slitu samvistum fyrir tæpum tuttugu árum. Siðar giftist hann Jenný Jakobsdóttur og átti Guðsnáðar eilift iýsi ljós á leiðum ykkar þar, Þar englar syngja sigurhrós um sælu eilifðar. Anna Halldórsdóttir. meðhenni einn dreng Asgeir og gekk i föðurstað ungu barni Jennýjar, Jakobinu Rut. Var mjög kært á með þeim feöginunum. Einn dreng átti Daniel áður en hann giftist, Gunnlaug Birgi sölufulltrúa. Ég votta öllu þessu fóiki ásamt hálf- systur hans, Ingunni Asgeirsdóttur, mina dýpstu samúð sem og öðru frændfólki og vinum. Fóstbróðir er hniginn en fóstbræðralagiö lifir. Guðlaugur Tryggv i Karlsson 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.