Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 10
Einar B. Björnsson fyrrum bóndi, Eyjum, Breiðdal fæddur 11/11 1890 dáinn 6/6 1976. Þann 6. júni andaöist á Landakots- spitala Einar B Björnsson eftir aö hafa gengiö undir tvær skuröaögeröir, sem drógu svo úr hans mikla þreki, og bundu enda á llf hans. Hann var jarö- sunginn frá Heydalakirkju 12/6 aö viö- stöddu fjölmenni. Einar var fæddur 11/11 1890 aö Mel- rakkanesi i Alftafiröi S-Múl. Foreldrar hans voru hjónin Björn Björnsson af Melrakkastaöaætt, og kona hans Ragnheiöur Einarsdóttir sonardóttir dóttirHjörleifssterkaá Höfní Borgar- firði eystra. Kona Einars var Katrin Einarsdótt- ir frá Brekku i Lóni, mesta myndar og ágætis kona. Var hjónaband þeirra farsælt. Katrin er látin fyrir nokkrum árum. Þau Einar og Katrin eignuöust átta börn, og verða talin i aldursröö: Hjörtur bóndi Lágafelli Breiödal, Kristin húsfr. Björn bóndi Skjöldólfs- stööum Brd. nú verkamaöur á Breiö- dalsvik, Ragnheiöur húsfr. Unnar lézt i bflslysi á tvitugsaldri, Jón starfs- maður á Breiödalsvik, Halldór vinnur hjá hæstarétti. Einn son misstu þau á fyrsta ári. 011 eru systkinin vel gefin og ágætis fólk. Þau Einar og Katrin bjuggu einhver ár á Skriðustekk i Breiödal, i tvibyli viö Sigurbjörn bróður Einars. Þaö raunalega slys skeöi þar aö Sigurbjörn hrapaði til dauös i fjallinu fyrir ofan bæinn, hafði veriö aö smala í snjó og hálku, þarna er afar bratt og klettótt. hægt er. Ég er einn þeirra, sem oft naut gestrisni þeirra og þaö var ávallt gaman aö koma til þeirra og finna þaö viömót er bætir hvern mann. Þetta veit ég aö allir þeir geta skrifaö undir sem kynntust þeim hjónum. Þeirra skarö veröur aldrei fyllt. Þaö er sagt „Maöur kemur I manns staö”. Þaö er ekki rétt hér, þeirra likar koma aldrei, héraö okkar er fátækara við brottför þeirra. Sem betur fer kemur ágætt fólk, en aðeins ööru visi. Þökk fyrir samfylgdina, veit ég aö margir segja meö mér. Ari Gisiason 10 Eftir þennan sorglega atburö undi Einar ekkilengur á Skriðustekk. Voriö eftir, 1921 losnar Vlöilækur I Skriödal úr ábúö. Þessa jörö fær Einar og flytja þau hjón þangaö meö þrjú börn. Vlði- læk fylgdi sú trú aö enginn mætti búa þar lengur en 19 ár. Tiunda áriö yröi óhappa ár, Einar bjó á Viöilæk i 7 ár snotru búi og arðsömu. Flutti þá aö Vaöi i sömu sveit og bjó þar i 8 ár unz hann varö aö standa upp fyrir jaröeig- anda, sem tók jöröina til ábúöar. Áriö 1936 losna Eyjar I Breiödal úr ábúð Þá jörö kaupa þeir Einar og Hjörtur sonurhans. Hjörtur og Jónina Bjarnadóttir kona hans byggbu þar nýbýliö Lágafell, mjög snoturt býli og búa þau þar enn. Þegar Einar kom aö Eyjum mátti segja aö öll hús væru þar fallin. Þarna var mikiö verk aö vinna. En fjölskyldan var samtaka, og voru svo aö segja öll hús reist a ótrúlega stuttum tima, bæöi á heimajöröinni og nýbýlinu. Einar var ágætur verkmaö- ur og synir hans llka. En þreytan sagöi tilsin, þegar aldur færöist á þau Einar og Katrinu. Enda fór það svo, aö þau bjuggu siðustu árin i félagi við tvö börn sín og dótturson, þar til fyrir nokkrum árum að þau hættu búskap. Seldu jörðina, og fluttu út á Breiðdals- vik. Þar byggöu þau sér hús og nefndu Eskifell efttir býli sem var i Lónsfjöll- um þegar Einar var ungur maöur á Stafarfelii i Lóni. Þetta er búskapar saga Einars I stórum dráttum. En það var margt fleira en búskapur sem Einar sinnti um ævina. Hann var frábær hestamaöur. Þegar hann kom i Vlðilæk átti hann gæöinga sem vöktu athygli, og hann sat þá vel. Þaö var sem maöur og hestur væru eitt. Þaö var líka mjög eftirsótt aö koma hest- um til hans i tamningu. Þaö heföi veriö gaman að geta getiö þess hér hvaö marga hesta hann tamdi á langri ævi. Þaðbar oft við á slættinum, aö Einar haföi gæöing sinn, eöa ungan fola sem hann haföi i tamningu viö hendina og fékk sér góöan sprett á honum á meö- an nágrannarnir fengu sér miödags- dúr. Heyrði ég hann segja, aö eftir slikan sprett væri sér öll þreyta horfin. Alveg fram á slðustu ár átti hann góö- hesta og feröaöist á þeim. Einar var hár maður og karlmann- legur, greindur vel og spaugsamur. Hann var mjög skemmtilegur feröafé- lagi. Hrókur alls fagnaöar i hæfilega stórum hópi. Góöur nágranni og greiö- ugur. Þau 15 ár sem Einar var I Skrið- dal bjó hann ekki stóru búi sem kallað er, en hirti vel allar skepnur, og haföi góöan arö af þeim. En lengst held ég aö hann hafi dvaliö i hesthúsinu. Einar var prýöilega hagmæltur. En ég hef grun um aö hann hafi litiö hirt um aö varðveita kveöskap sinn. Sem betur fer eru nokkrar visur eftir hann I bók- inni: Aldrei gleymist Austurland. Ég læt eina af nefndum visum fylgja þess- um linum, hún sýnir bezt hvernlg hon- um hefur veriö innan brjóst, er hann flutti burt úr Skriðdal. Kveöja til Skriödals. Skriödalinn aö skiljast viö sker mig inn aö hjarta. Af alhug þess ég óska og biö aö eigi hann framtiö bjarta. Nú eru göturnar grónar og gæðing- arnir horfnir. En minningin lifir um góöan dreng. Viö hjónin sendum börnum Einars og öörum vandamönnum samúöar- kveöjur. Stefán Bjarnason Flögu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.