Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 2
Jónína Olafsdóttir Borgarhóli í Blönduhlíð Einar H. Kvaran segir að til séu bæði haustsálir og vorsálir. Og víst er um það að manngerðirnar eru fjölbreytilegar og lífsmynstrin eftir því. Sum verða jafnvel ofurlítið skrautverk auðvitað með eyðum og víxlsporum svo sem hæfir vangetu og ófullkomleik tegundarinnar. Tíðum er líka sæti og aðstaða á þann veg, að ekki verður saumurinn svo sem efni stóðu þó til. En draumurinn um eitthvað fagurt og undursamlegt einhvers staðar, jafnvel í óskilgreindu rúmi og tíma - sá draumur lifir og er ódrepandi og eilífur - hamingjunni sé lof. Litla stúlkan sem fyrst sá Ijós heimsins í hrörlegri baðstofu í Efstalandskoti í Öxnadal 24. júní 1889 var reyndar sproti af sterkum meiði en þó ekki borin til auðs né allsnægta. Foreldrarnir voru blásnauð. Sex ára að aldri varð Jónína Ólafsdóttir að yfirgefa föðurhúsin, og voru það hennar þyngstu spor, eftir því sem hún sjálf hefur sagt. Hún ólst því upp hjá vandalausum við mikla vinnu og misjafna aðbúð að þeirrartíðar hætti. En vorsálin hennar var það töfraklæði, sem ávallt bar hana og skilaði heilli og óbugaðri til hafnar í æfinga. Árangurinn lét heldur ckki á sér standa og ein keppnin eftir aðra vannst með glæsibrag. Jón á ellefu var líka fyrirliði okkar og foringi og áhugi. hansog metnaður virkaði sem segull á okkur hina. bað ríkti líka mikil gleði og ekki laust við þó nokkurt stolt í röðum okkar, þegar farandbikar Kaupmannahafnarkeppninnar vannst til eignar 1953 ásamt veglegum veggskildi úrsilfri. Auðvitað féll það í hlut timbúrmannsins að smíða skáp til geymslu þessara muna sem varðveittir voru í reyksalnum á Gullfossi. Og útfrá þessum kjarna knattspyrnuliðsins spratt líka mjög skemmtilegt og samheldið félagsstarf, sem margir minnast enn í dag. Árið 1954 axlaði Jón sjópokann og hélt í land. Gerðist hann þá aftur starfsmaður Landssmiðj- unnar, sem þá var að hefja smíði fimm 45 lesta báta við Fúlutjörn. Voru bátar þessir smíðaðir á bersvæði og má nærri geta að næðingssamt hefur þar verið í norðanáttinni og kalsamt á vetrum. Við slíkar aðstæður hafa íslenskir skipasmiðir legstum þurft að starfa og láta sér lynda. Þegar þessum þætti í smíð fiskiskipa lauk réðist Jón til Skipa- smíðaskoðunar ríkisins, og starfaði þar sem skipaeftiriistsmaður um þriggja ára skeið. Hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur eins og hugur hans hafði alltaf stefnt að og vann að endurbótum og viðgerðum á fiskiskipum bæði hér í Reykjavík og nágrenni. En hugur hans stefndi að hærra marki. Að koma sér upp eigin skipasmíðastöð. Þótti þá mörgum sem boginn væri spenntur helst til hátt, en ákveðni Jóns og bjartsýni samfara þrautseigju og ódrepandi dugnaði auðnaðist hon- um að ná settu marki. Vinnudagurinn var bæði langur og strangur og helgar skiptu hann engu máli. Og 1969 tekur Bátastöð hans til starfa. Janframt því að reisa verkstæðishús, afla sér véla og vekfæra, kom hann upp dráttarbraut og görðum til hliðarfærslu báta. Þarna smíðaði hann ásamt starfsmönnum sínum tvo 20 lesta báta sem hann teiknaði sjálfur og fjölda minni báta bæði til fiskiveiða og skemmtisiglinga. Siglingar skipuðu ávallt mikinn sess í huga Jóns og ekkert sá hann fegurra en skip og báta svífa seglum þöndum um sundin blá. Hann smíðaði líka seglskútu fyrir sig og fjölskyldu sína, en alltaf gafst lítill tími aflögu til að sinna því hugðarefni. Um þessar mundir vann hann að smíð 12 lesta fiskibáts fyrir eigin 2 reikning. Smíðinni miðaði vel áfram og að mati fagmanna, að mér er tjáð, lofaði verkið meistar- ann. Handbragð vandvirks og góðs skipasmiðs. í marsmánuði 1955 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína Þóru Pétursdóttur ættaða úr Svarfað- ardai. Reistu þau heimili í fyrstu að Fjölnisvegi 8 er foreldrar Jóns áttu. Er mér bæði ljúft og skylt að þakka þeirri fjölskyldu allri Ijúfmennsku og vinargreiða frá samvistardögum okkar Jóns. En eldri bræður hans, Pétur prófessor í Kaupmanna- höfn og Guðmundur skipasmiður, sem einnig var skipsfélagi um skeið, tel ég enn í dag til minna góðu vina. Um 1960 fluttu Þóra og Jón inn í eigin íbúð að Sólheimum 10 þar sem þau hafa búið síðan. Vistlegt heimili og fagurt. Einn var þó húsmunurinn öðrum fegri, sönn völundarsmíð. Stórt og fagurt skrifborð, sem Jón hafði smíðað á námsárunum í Kaupmannahöfn. Hann var þá á námskeiði á Politekniska lnstitutet ásamt meistur- um í ýmsum smíðagreinum. Þeir fengu að velja og ráða verkefnum þeim, er þeir áttu að smíða. Og Jón lét sig ekkert muna um að skreppa um stund frá skútugerð að skrifborðssmíði. Það eitt sýnir sköpunargáfu hans í iðninni samfara lagni og lipurð við hverskonar tangir og tól. hefla og sagir. Þóra og Jón eignuðust tvo drengi, Agnar Jónas, sem lengstum hefur starfað með föður sínum í Bátastöðinni og Pétur. Hinir bestu og efnilegustu piltar eru stunda nú báðir nám í Fjölbrautarskóla. Megi Guðs blessun vera þeim leiðarljós og styrkur í sárum söknuði. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Jón á cllefu var sannur vinur, hjálp- samur hvenær sem til hans var leitað og taldi aldrei eftir sér mörg spor og mikla fyrirhöfn. Eigingimi var honum fjarstætt hugtak hvort heldur í leik eða starfi. Hann var glettinn og gamansamur að eðlisfari og kímnigáfu átti hann í ríkum mæli. Að leiðarlokum er samfylgdin og vináttan þökkuð heilshugar. „Flýt þér, vinur, i fegri heirri, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgdu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. “ (T. Hallgrímsson) Hannes Þ. Hafstein. sviptivindum og haglskúrum hins hversdagslega lífs, því aldrei varð hún fjáð á veraldarvísu en því auðugri af lífsgleði og lífstrú. Ýmislegt er mér minnisstætt um þessa frænd- konu mína. Óljóst man ég þó, þegar hún bar mig ungan á armi. Þó er sú minning Ijúf. Skýrari er myndin, þegar Jónína var bústýra á Silfrastöðum, því mannmarga rausnarheimili, og fórst það starf allvel úr hendi, að ég ætla. En þó undarlegt sé, er mér lang hugstæðust mynd hennar þau ár, sem hún dvaldi á Sjúkrahúsi Skagfirðinga þrotin að heilsu og kröftum en með óskerta lífsgleði. Eigi var þó orsökin sú, að hún vænti að endurheimta heilsu og þrótt. En vorsálin var óbuguð, og dauðanum kveið hún ekki, enda kjarkkona. „Ég held ég fari nú að deyja“, sagði hún við mig oftar en 'einu sinni og hló við glaðlega. „Ég verð bara fegin." En lausnarstundin lét ei að síður á sér standa. Hvað eftir annað yfirgaf ég hana með þá fullvissu, að við sæjumst ekki framar í þessu lífi. En þegar ég kom næst, var frænka gamla komin í stól fram í setustofu og gat hlegið hjartanlega, þótt samtal yrði kannski í knappara lagi sökum heyrnardeyfu. Jafnan taldi ég mér trú um, að erindi mitt á Sjúkrahús Skagfirðinga væri það að gleðja m.a. þessa háöldruðu frænku mína. En þegar ég fór af hennar fundi, fann ég glöggt, að það var ég, sem var þiggjandinn. Vorsál þessarar konu hafði miðlað mér þrótti og kyrrlátum fögnuði, svo að mér fannst ég vera örlítið betri maður. Þannig var þetta reyndar einnig eftir heimsókn til fleiri sjúklinga. Jónína Ólafsdóttir var þrekmikil kona, vel vaxin og fremur fríð sýnum. Ekki bar hún nein sýnileg ör eftir harðræði æskuáranna. Eiginmaður íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.