Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Qupperneq 8
Sigríður Thorlacius sjötug Sigríður Thorlacius varð sjötug 13. nóvember sl. Á afmælisdaginn hélt Kvenfélagsamband ís- lands henni veglegt samsæti á Hótel Sögu, þarsem henni voru færðar þakkir og árnaðaróskir frá þúsundum kvenna um land allt. Ég vil gjarnan að íslendingaþættir Tímans birti afmæliskveðju mína til Sigríðar þótt hún komi vissulega með seinni skipunum. Fyrstu kynni mín afverkum SigríðarThorlacius hafa örugglega verið þýðingar hennar á ævintýra- bókum Enid Blyton. Ég minnist þess hvað ég hafði mikla ánægju af lestri þeirra sem barn, einkum Ævintýrahöllinni og Ævintýradalnum. Á þeim árum leiddi ég ekki hugann mikið að því hverjir þýddu verkin sem ég las, en síðar hef ég oft hugleitt það hversu mikilvægt það er að bækur ætlaðar börnum og unglingum séu íslenskaðar á gott og vandað mál. Og ein prýði Sigríðar er hve gott vald hún hefur á íslensku máli, hversu létt hún á með að tjá sig í ræðu og riti. Sigríður Thorlacius er Norðlendingur, fædd og uppalin á Völlum í Svarfaðardal. Eins og margir muna var Land og synir kvikmynduð í Svarfaðar- dal og það sagði mér aðstoðarleikstjóri myndar- innar að hún hefði fengið menningarsjokk þegar hún kom suður eftir dvölina í Svarfaðardal, því gð þar væri að finna hámenningu þjóðarinnar. Ekki ætla ég að tíunda ættir Sigríðar, sem eru norð- lenskar og vestfirskar, en aðeins nefna það að ég hef sannspurt að móðir hennar, Sólveig Péturs- dóttir Eggerz, hafi verið mikill kvenskörungur, og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Sigríður hefur óbeint haft áhrif á pólitískan feril minn. Það var árið 1966 að hún var í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, það var baráttusætið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kaus og ég kaus Sigríði. Ég lít á sjálfa mig sem arftaka hennar í borgarmálaráði Framsóknar- flokksins frá 1970 og fjórum árum seinna tók ég sæti hennar í félagsmálaráði. Ég hygg að hún hafi átt drjúgan þátt í að móta stefnu flokksins í Reykjavík í félagsmálum og enn minnist ég þess hvað mér þótti sá þáttur vel unninn, sérstaklega í dagvistarmálum og málefnum þroskaheftra. Það var þó ekki fyrr en sumarið 1982 að samstarf okkar Sigríðar hófst og þá í friðarhópi kvenna. Þegar átta konur ræddu í Norræna húsinu um grundvöll fyrir stofnun friðarhreyfingar kvenna, og um það að fá til umræðu konur úr kvennasamtökum og áhugasama einstaklinga, datt mér Sigríður strax í hug. Ég hafði þá nýlega lesið í blöðum um friðaráskorun til kvenna í samvinnufélögum um heim allan, og Sigríður hafði undirritað hana fyrir hönd íslenskra sam- vinnumanna. Ég minnist þess hversu fagnandi Sigríður tók þeirri málaleitan að vinna að stofnun friðarhreyfingar. Hún er einlægur friðarsinni, hefur ákveðnar skoðanir, er tillögugóð, enda þrautþjálfuð félagsmálakona. Sigríður er rökföst í hugsun og talar þannig að eftir því er tekið. En ég hef einnig tekið eftir því að hún er skaprík kona. Þótt samstarf okkar Sigríðar hafi verið stutt hef ég vissulega fylgst vel með störfum hennar og framgöngu. Sigríður er virðulegur fulltrúi ís- lenskra kvenna jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi og nýtur alls staðar mikils trausts. Hún hefur verið fulltrúi íslands á fjölmörgum ráðstefn- un erlendis, og vil ég aðeins nefna kvennaráðstefn- urnar miklu í Mexikó árið 1975 og í Danmörku árið 1980 undir'kjörorði Sameinuðu þjóðanna: Jafnrétti - framþróun - friður. Undanfarið hefur Sigríður ferðast víða um land og haldið fyrirlestra um friðarmál og aflað friðar- hreyfingunni fylgis meðal kvenna: Já, við viljum frið. Að lokum vil ég árna Sigríði allra heilla og þakka henni störf hennar í þágu jafnréttis, framþróunar og friðar. Gerður Steinþúrsdóttir Anný Guðmundsdóttir húsfreyja Vorsabæjarhjáleigu, 75 ára Anný Guðjónsdóttir, fyrrum húsfreyja i Vorsa- bæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi átti 75 ára afmæli 17. október sl. Eins og vænta mátti komu vinir hennar og nágrannar að Vorsabæjarhjáleigu þennan dag til að árna afmælisbarninu heilla á merkum tíma- mótum og þakka gömul og góð kynni. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, eins og hún heitir fullu nafni, er fædd í Vestmannaeyjum 17. október 1908. Þar ólst hún upp í foreldrahúsum og systkinahópi til fuljvaxta aldurs. Ljósmóður- fræði lærði hún í Landsspítalanum og starfandi ljósmóðir var hún hér í Gaulverjabæjarhreppi og víðar, um langt árabil. Ekki veit ég hvað „Ijósubörnin" hennar Annýj- ar eru mörg, en mannvænlegir þegnar þjóðfélags- ins eru það, enda fyrsta ferðin þeirra útí heiminn vel heppnuð ávallt. Árið 1938 fluttist Anný hingað í nágrennið, er hún giftist Guðmundi Guðmundssyni frænda mínum, sem þá hafði stýrt búi, með aðstoð systkina sinna í Vorsabæjarhjáleigu, um alllangt skeið. Vera má að einhverjum hafi þótt það nokkur tíðindi er stúlkan úr Vestmannaeyjum settist í húsfreyjusætið á fjölmennu sveitaheimili. Reynsl- an hefur þó sýnt að þarna voru örlagarík gæfuspor stigin. Þau Guðmundur og Anný eignuðust 5 börn. Eitt þeirra dó ungt. Á lífi eru: Guðbjörg, húsfreyja í Vorsabæjarhjáleigu, gift Ingimar Ott- óssyni bónda þar, Guðrún húsmæðrakennari, gift Hilmari Guðjónssyni birgðaverði. Þau búa í Reykjavík, Katrín. þroskaþjálfi. forstöðukona i Reykjavík og Guðmundur félagsmálafulltrúi S.l.S. giftur Guðrúnu Jónsdóttur, kennara. Þau búa í Reykjavík. Barnabörnin hennar Anný eru 10. Mann sinn missti Anný 17. apríl árið 1979. Við fráfall Guðmundar féll styrk stoð af lífsfleyi hennar. Þá var gott að eiga traust athvarf hja Framhald á bls. 7 8 Islendingaþa2tt'r

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.