Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Síða 7
 ING Bjarni, Jóhannesson flugvélstjóri Fæddur 21. mars 1947 Dáinn 8. nóvember 1983 Nú er tregt tungu að hræra, því skjótt hefur sól brugðið sumri, svó okkur setur hljóða við fráfall ástkærs og mikils heimilisföður. Bjarni Jóhannesson var fæddur í Hafnarfirði 21. mars 1947. Foreldrar hans voru hjónin Ás- björg Ásbjömsdóttir og Jóhannes Einarsson, sjómaður og netagerðarmaður. Bjarni var lang- yngstur sex systkina, 12 árum yngri en það næst yngsta, en fyrstur til að kveðja þennan heim. Bjarni hafði flest það til að bera sem gerir menn eftirminnilega. Hann var bráðþroska, myndar- legur, stór og stæðilegur og prúðmenni til orðs og æðis. Þó segja megi að hann hafi verið dulur og fáskiptinn við fyrstu kynni, fór það fljótt af - en svipurinn hlýnaði og brosið varð milt í græsku- lausri glettni. Bjarni starfaði ungur mikið í skátahreyfingunni og hjá Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og tók þátt í leitum víða um land sem slíkur. íþróttamaður var Bjarni góður, enda bráðþroska og keppti í hlaupum og boltaleikjum við góðan orðstír. Ungur hóf Bjarni 5 ára nám í flugvirkjun hjá Flugfélagi ísl. og lauk þaðan prófi 14. febr. 1971. Hann starfaði síðan sem flugvirki hjá Flugfélagi ísl. og síðan Flugleiðum, þar til hann réðst til Landhelgisgæslunnar 1976 og á hennar vegum fór hann tvívegis til náms í Bandaríkjunum í samb- andi við þyrlurekstur. Gæfa og farsæld virtist fylgja Bjarna í störfum hans og athöfnum, en mesta gæfuspor sitt steig hann 10. ágúst 1968, er hann kvæntist Eygló Einarsdóttur, f. 21.9 1949, yndislegri stúlku úr Reykjavík, og hófu þau búskap í eigin íbúð að Álfaskeiði 84, í Hafnarfirði, en byggðu sér hús að Breiðvangi 41 og fluttu þangað í desember 1974. Bjarni var hamingjusamur í einkalífi sínu og ástúð og gagnkvæm virðing einkenndi sambúð þeirra hjóna. Snyrtimennska og dugur ber fallegu heimili þeirra fagurt vitni, bæði innan sem utan dyra. Þau hjón eignuðust fjögur mannvænleg börn: Guð- björgu f. 15.1 1971, Einarf. 2.3 1974, Arnarf. 1.3 1978 og óskírða dóttur f. 27.9 sl. Við áttum því láni að fagna að búa í nábýli við þau hjón á sjötta ár að Álfaskeiði 84 og þá mynduðust þau vináttu og tryggðarbönd er síðan hafa varað. í því sambandi er vert að minna á orð í Hávamálutn: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta geði skaltu við þann blanda. Nú til dags er talað um kynslóðabil. Aldrei urðum við slíks vör. Þær eru ótaldar ferðirnar sem við fórum saman með mikilli ánægju bæði til veiða með stangir eða annarra ferðalaga. Þá er vert að minnast heimsóknanna að Breiðvangi er Bjarni sýndi okkur nýjustu myndimar er hann hafði gert af listfengi, bæði teiknaðar og málaðar, sem hann hafði aflað sér kunnáttu til að gera. - Það eru margar ljúfar og bjartar minningar sem hver og einn geymir með sjálfum sér og þakkar fyrir. Leiðrétting í grein um 75 ára afmæli Stefáns Péturssonar og gullbrúðkaup hans og Laufeýjar Snævarr í 46. tbl. íslendingaþátta, 7. desember sl. var farið rangt með nafn móður Laufeyjar. Hún hét Stefanía Erlendsdóttir, en ekki Erlingsdóttir, eins og misritast hefur. „Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund...“ Okkur, sem eftir lifum, finnst við standa ráðþrota í rökræðum yfir eðli og tilgangi lífsins. Okkur finnst við alls ekki geta sætt okkur við að „líf mannlegt endar skjótt". Því skulum við minnast orða frelsarans: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Og biðjum Bjarna alls velfarnaðar á ókomnum tilverustigum, fullviss um kæra endur- fundi. Við viljum biðja algóðan Guð að leiða Eygló, börnin öll, aldraða móður og aðra aðstand- endur, styrkri hendi á ókomnum tímum. Fjölskyldan Álfaskeiði 84. Sig. Þórðarson. Anný Framhald af bls. 8 Guðbjörgu og Ingimar, sem þá höfðu flutt úr Reykjavík fyrir nokkrum árum og búið félagsþúi í Vorsabæjarhjáleigu með þeim Guðmundi. Nú hefur Anný, af myndarskap og framsýni, gengið frá málum: Lagt búrekstur, fasteignir og umsvif öll í hendur eftirkomendanna. - Létt af sér umfangi sem sveitabúskapnum fylgir. „Gengur nú á milli góðbúanna", aufúsugestur meðal barna og barnabárna - ávallt tilbúin til aðstoðar og hjálpar ef þörfin kallar. Hjálpsemi í garð annarra hefur Anný ávallt verið í blóð borin og náð langt útfyrir hennar eigin fjölskyldu og frændgarð. I Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps hefur hún starfað um áratuga skeið og ávallt verið þar *r:>-:-;iur félagi. Ljósmæðrafélagið hel'ur einnig notið þess að Anný er skilningsrík á annarra hag. í hópi saumaklúbbskvenna er Anný liðsmaður góður og lætur sig sjaldan vanta í „selskapið". Gestrisni Annýar - og þeirra Vorsabæjarhjá- ieiguhjóna - hafa margir notið í ríkum mæli, sem þangað hafa átt erindi á liðnum árum. Þar hefur oft verið glatt á hjalla við gestaborðið og svífur sá andi þar enn yfir vötnum og sannast í því efni að maður kemur í manns stað. í tilefni merkra tímamóta viljum við hjónin þakka þer Anný, vinsemd alla og hlýhug í garð okkar nágrannanna. Þar hefur aldrei borið skugga á og „Vestmannaeyjastúlkan" svo sannarlega haldið vel í horfinu á þeim vettvangi. Við minnumst heimboðanna að Vorsabæjar- hjáleigu á gamlárskvöld, gegnum árin, er við öll hér í hverfinu blöndum geði saman í lok gamla ársins og í upphafi þess nýja. Þá er oft brugðið blysum á loft og barnabörnin tendra sín stjörnu- Ijós við bleika mánans skin, tekið í spil og þegnar rausnarlegar veiungar. Megi þín lífsgleði, barnalán ogvinafjöldi, verða vörður við lífsleið þína um ókomin ár. Stefán Jasonarson islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.