Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Page 4
á þcssari litlu jörð. Þorsteinn og Sesselja eignuðust tvö börn saman: Regínu, sem andaðist úr berklum um tvítugsaldur, og Vigfús, sem nú lifir einn eftir af þeim systkinum tœplega áttræður og er búsettur á Akureyri. Jón Vigfússon ólst upp á Jökli og tók þar út góðan þroska. Að vísu var hann ekki hávaxinn maður en þreklegur og fylginn sér til verka. Hann var einnig snar í snúningum og gat verið skjót- ráður, en allar hans ákvarðanir og hreyfingar voru þó lausar við fum og fljótræði. Hann gekk ákveðinn að hverju verki og var gæddur þeim einstæða hæfileika að finna á sér hvenær var hentugast að vinna hvert verk og hann vissi jafnan fyrirfram, hvort verkin gengju vel eða illa. Þar af leiðandi lánuðust öll hans störf óvenjulega vel. Jón vildi ekki vera áberandi maður, en samt bar hann þá persónu, að það var tekið eftir honum hvar sem hann fór. Hann var aldrei hikandi í framkomu sinni og höfðingjadjarfur var hann, ef því var að skipta. Eitt var það sem heillaði Jón öðru fremur strax á unga aldri, en það voru íslensku öræfin og seinustu æviár sín dvaldi hann þar löngum í huganum. Tvítugur að aldri fór Jón í fyrstu öræfaleit sína ásamt þremur öðrum Eyfirðingum. Þeir leituðu suður á Pjórsárkvíslar og vestur að Hofsjökli svo sem venja var, en hrepptu vonsku- veður þegar líða tók á leitina og urðu að lokum að halda kyrru fyrir í einn sólarhring í hvamminum við Geldingsá. Heim komust þeir samt að lokum með allt féð þótt harðsótt væri. Það gæti margur maðurinn álitið að öræfin hefðu síður en svo heillað huga hins unga manns með svo óblíðum viðtökum, en reyndin varð samt önnur. Honum leið jafnan best á þessum slóðum og þessa fyrstu ferð, ásamt mörgum öðrum ferðum, mundi hann glögglega til hinstu stundar. Sumarið 1920 dvaldi Jón eina viku í hvamminum við Geldingsá þar sem hann hafði orðið hríðtepptur fjórum árum fyrr. Þar voru saman komnir fimm ungir Eyfirðingar til að byggja leitarmannakofa, sem stendur enn óhaggaður á sínum stað. Sesselja móðir Jóns hafði forgöngu um að þessi leitarmannakofi var byggður. Jón var verkstjórinn við bygginguna, en frá þessu er sagt í Göngum og réttum og víðar. Þessi vika virðist hafa orðið hin eftirminnilegasta í lífi Jóns. A gamalsaldri mundi hann alla tilhögun við verkið og hvernig því mjðaði á hverjum degi. Eftir að ég var farinn að venja ferðir mínar á þessar slóðir, bauð ég Jóni stundum mcð mér. Hann var þó orðinn aldraður og að mestu hættur búskap. Oftast þáði Jón boðið enda þótt heilsa hans væri stundum etki í sem bestu lagi. Ef Jón þáði boð mitt án umhugsunar, vissi ég að ferðalag- ið mundi ganga vel í alla staði, enda brást mér það aldrei. Mér er þó ein ferð minnisstæðari en aðrar í þessu sambandi, en hún verður þó ekki sögð hér. Hún er geymd annars staðar. Ég mátti aftur á móti búast við erfiöleikum ef Jón vildi ekki fara með mér, sem sjaldan kom fyrir. Einu sinni frestaði ég einu ferðalagi um eina viku vegna þess að Jón vildi ekki fara. Hann hafði ekki mörg orð um það, en sagði eitthvað á þá leið, að sér iitist ekki nógu vel á að fara. Það kom svo í Ijós að við hefðum Ient í hrakningum, ef við hefðum farið þá, en viku seinna fór Jón hinn glaðasti með mér, enda gekk okkur þá allt að óskum. Það var sem sagt örugg trygging fyrir góðri ferð að hafa Jón með. Einu sinni, þegar ég kom að Arnarstöðum til að bjóða Jóni með í leiðangur suður á Laugafells- 4 jÞórður Halldór Ágúst Ólafsson bóndi á Stað í Súgandafirði Fæddur 1. ágúst 1911 Dáinn 4. des. 1983 Þórður Halldór Ágúst Ólafsson, bóndi á Stað í Súgandafirði varð bráðkvaddur 4. desember 1983. Hann var fæddur á Suðureyri þ. 1. ágúst 1911, sonur hjónanna Jónu Margrétar Guðnadóttur og Ólafs Þórarins Jónssonar. Ólst hann upp í stórum systkinahópi á mjög og í sveit síns heimafjarðar allt til þess tíma að hann hélt til búfræðináms að Hvanneyri í Borgarfirði haustið 1933, hvaðan liann lauk prófi vorið 1935. Með námi sínu treysti hann undirstöðu ævistarfs, sem seinna varð. Haustið 1937 gekk hann að eiga konu sína Jófríði Pétursdóttur f. 7. 9. 1916, d. 2. 6. 1972, mikla mannkostakonu, frá Laugum í Súganda- firði. Þau hófu búskap á Stað vorið 1938, en Staður er kirkjujörð og var jafnframt prestssetur. Björn þeirra hjóna eru Þóra f. 6. 7. 1939, kennari gift Guðmundi Valgeir Hallbjörnssyni útg.m. Suðureyri. Ólafur Þórarinn f. 8. 12. 1940 alþ.m. kvæntur Þóreyju Eiríksdóttur kennara, búsett í Kópavogi. Lilja f. 13. 6. 1943 d. 28. 5. 1948, Pétur Einir f. 9. 12 1949 rafm. verkfr. kvæntur Jónu H. Björnsdóttur versl.st. búsett í Hafnarfirði og Þorvaldur Helgi f. 22. 12. 1953 öræfi, var hann búinn að vera dálítið lasinn um tíma og treysti sér illa til að fara. Ég spurði hann þá hvort hann héldi að ferðin gengi illa, en hann var ekki hræddur um það, það var bara heilsan sem hann var hræddur við. Þegar Helga kona hans heyrði það, leit hún brosandi til hans og sagði með sinni venjulegu hógværð: „Ég held þú ættir bara að fara rheð honum. ég veit að þú hressist við það". Meira þurfti ekki. Jón fór með mérog þetta fór eins og Helga bjóst við. Jón kom hressari heim aftur þótt ferðalagið væri dálítið erfitt á köflum. Þannig orkuðu öræfin á Jón. Ég hef nú lokið við að segja frá þeim þættinum sem tengdi okkur Jón hyað traustast saman, en ég get ekki hætt við minningu þessara vina minna, án þess að rekja lífsferil þeirra örlítið nánar. Helga og Jón voru gefin saman árið 1922 og þá fóru þau að búa í Hólsgerði. Ári seinna fæddist Sigfús sonur þeirra. Eftir eins árs búskap í Hólsgerði fluttu þau að Arnarstöðum og þar fæddist Klara dóttir þeirra. Á -Arnarstöðum bjuggu Jón og Helga til ársins 1960, en þá tók Sigfús sönur þeirra að mestu við jörðinni ásamt konu sinni Elsu Grímsdóttur. Þau eru nú flutt til Akureyrar og eiga tvö uppkomin börn. Klara giftist Eiríki Björnssyni og þau hafa búið f Arnarfelli til þessa dags og hafa eignast 6 börn og allmörg barnabörn. Arnarfell var upphaflega byggt á hálflendu Arnarstaða árið 1939 af Frí- ntanni Karlssyni. Árið 1981 voru gömlu hjónin orðin fremur búnaðarráðunautur kvæntur Rósu G. Linnet húsm. búsett í Stykkishólmi. Eina dóttur eignaðist hann áður Arndísi f. 24. heilsuveil og gátu ekki lengur séð um sig sjálf. Tengdadóttir þeirra, sem hafði annast þau, var líka orðin sjúklingur svo þau voru tekin á Kristneshæli til umönnunar og þar dvöldu þau uns þau önduðust bæði á þessi ári með tæplega 8 mánaða millibili. Eins og fram hefur komið, kom ég oft í Arnarstaði til Jóns og Helgu. Oftast kom ég til að leita mér fróðleiks. Þau voru bæði mjög minnug, Helga var þó enn öruggari í minni sínu. Ég dáðist oft að öryggi þessarar gömlu konu þegar ég var að spyrja hana að einhverju gömlu. Það var sama hvort ég spurði hana um menn. málefni vinnu- brögð eða áhöld frá gamalli tíð, á öllu þessu vissi hún glögg skil. Ég iðrast þess nú að hafa ekki skrifað meiri fróðleik eftir þeim meðan minni þeirra var enn öruggt, en skyndilega fann ég að ég var orðinn of seinn. Nútíminn var að fjara út úr minninu. þótt gamli tíminn hefði þar sess nokkru lengur, en þetta er ekki annað, en það sem ellin er stöðugt að gera okkur gamla fólkinu og við það vcrða allir að sætta sig sem fyrir því verða. Þótt Jón og Helga séu horfin mér sjónum um sinn, þá efast ég ekki um að ég á eftir að hitta þau aftur á öðrum leiðum og mér finnst afar notaleg tilhugsun að vita að ég verð örugglega velkomin gestur hjá þeim þegar þar að kemur. Þá ætti ekkert að þurfa að hefta för okkar Jóns unt ókunnar sem kunnar öræfa slóðir. Angantýr H. Hjálmarsson frá Villingadal islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.