Heimilistíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur. Ég hef fylgst með þáttum þinum i Heimilistímanum og stenzt nú ekki mátið lengur og sendi þér nokkrar spurningar, sem mér þætti vænt um að þú leystir úr: a) Er von á fleiri bindum af Veraldar- sögu Fjölva? Ef svo er, hvenær og hve mörg verða þau? b) Hvað getur maður gert við sliti i hári? c) Er ekki hægt að koma með grein á pop-sfðuna hjá ykkur um Emerson, Lake & Palmer? Mig langar til aö lesa eitthvað um þá? d) Hvað á maður að gera á eftir fyrir- sögn i bréfi, ég á við, hvort maður á að setja upphrópunarmerki, punkt eöa kommu á eftir Kæri vinur? Hvað lestu svo úr skriftinni og hvað heldurðu, að ég sé gamali? O.Tr.M. svar: a) Næsta bindi af Veraldarsögu Pjölva kemur út 15. febrúar n.k. og siðan á að koma eitt bindi á þriggja mánaða fresti. Alls verða þau 20, — ef guð lofar. b) Láta klippa af endunum. Það er ekki hægt að gera við slitið hár, en hægt er að koma I veg fyrir slit með þvi aö særa endana reglulega og auk þess er mjög hollt fyrir hárið að borða B-vitamin. c) Viö getum reynt að leita i pop-safn- inu að einhverju um þá ágætu menn. d) Upphrópunarmerki á eftir ávarpi bréfs þýðir að minu áliti hressilegra ávarp, en það er hverjum i sjálfsvald sett, hvort hann setur punkt eða ekki neitt, varla kommu. Ég les mikið eirðarleysi úr skriftinni og ég held, að þú sért 17-18 ára. Alvitur. fífífí Kæar Alvitur! Beztu þakkir fyrir ágæt svör I Heimiiistfmanum. Mig iangar til að biðja þig að gjöra svo vei að svara nokkrum spurningum. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, þegar fram fara peninga- safnanir til hjálpar bágstöddum, en ég spyr: Finnst þér ekki að viö ættum fyrst að Hta i kring um okkur og hjálpa til dæmis hjálparvana drykkjufólki og byggja upp heimili handa fólki, sem hvergi á heima? Við erum alltaf að safna fyrir erlendar þjóðir, en gleym- um þeim, sem eru rétt viö nefið á okk- ur. Ekki meira utp þaö að sinni. Getur þú gefiö mér upplýsingar um hvernig hægt er að laga hrosshúð, sem krump- ast hefur eftir langa geymsiu? Má kannski bleyta þann hlutann, sem krumpast hefur? Er poppkorn fitandi? Er óhætt að borða mikiö af þvI?ErCorn Flakes fit- andi? Vonast til að þetta verði birt fljótiega og svo óska ég Heimilis-Timanum gleðilegs árs og alls góðs. H.Kr.Jak. svar: Mér persónulega finnst sjálfsagt að hjálpa þvi fólki, sem getur ekki að böli sínu gert, hvort sem það er hér- lendis eða erlendis, en þeir sem nenna ekki aö reyna aö hjálpa sér sjálfir, eiga að mínu viti enga hjálp skiliö. Varðandi hrosshúðina þá skaltu ekki bleyta hana, heldur skreppa með hana I sútunina á Grensásvegi 14, þar sem þú færð allar upplýsingar og aðstoð hjá sérfræðingum. Poppkorn er geysi- lega fitandi, en annars er óhætt að borða heilmikið af þvi, það bætir bara meltinguna. Corn Flakes er hins vegar ekki mjög fitandi, nema mikill sykur og mjólk sé útá. Alvitur. ^^m^ammmmmmmmmmmmammmm^ AAeðal efnis í þessu blaði: Konur i Kína......................... Bls. 4 Fljúgandi furðuhlutir.................... — 6 Ég heiti Miranda! smásaga................ — 8 Hvað veiztu?........................... — 10 Börnin teikna............................ — 11 Felumynd................................. — 11 Pop, Hot Chocolate....................... — 12 Einkastjörnuspáin .................... — 13 Þegar Hraustur kóngur kvefaðist, barnasaga............................. — 17 Hlýr jakki í vetrarkuldanum........... — 20 Eldhúskrókurinn....................... — 22 Pottamotta.................... — 23 Pocheruðegg .......................... — 23 Úr gömlum blöðum...................... — 24 Leggið þið kapal? .................... — 26 Merkaruppf inningar, saumavélin....... — 28 Föndurhornið, snagar.................. — 30 Eru þær eins? ................ — 31 Paradís piparmeyja.................... —31 Spé-speki ............................ — 31 Bezti vinur kóngulónna................ — 32 Kötturinn Bastian, frh.saga barnanna .... — 33 Endurf undir, f rh.saga............... — 35 Ennfremur Alvitur svarar, krossgáta, skrýtlur, pennavinir og fleira. ^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmá 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.